Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 9. október 2025 13:45 Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri viðurkenni ég að maður á það til að setja athyglina í það sem maður vill bæta í umhverfi barnanna sinna. Ég hef beitt mér fyrir því að skólalóð grunnskólans verði bætt, að boðið verði upp á faglegt frístundastarf fyrir 5.-7. bekk og að börnin okkar fái holla og góða næringu í skólanum. Öll þessi mál skipta sköpum fyrir vellíðan og námsárangur barnanna minna, en á sama tíma staldrar maður sjaldan við og fer yfir það sem maður getur verið þakklátur fyrir í íslensku menntakerfi. Á Íslandi hafa börn aðgang að framúrskarandi gjaldfrjálsri menntun þar sem börn óháð stöðu og stétt fá aðgang að faglegri kennslu, námsgögnum, tölvum og mat án þess að greiða fyrir það. Í skólum landsins er öflug stoðþjónusta sem grípur börnin þegar þau þurfa viðbótarstuðning; námsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, skólasálfræðingar og frístundastarfsfólk vinnur sem ein heild með kennurunum að því að tryggja að börnin okkar nái árangri í skólanum og taki með sér gott nesti út í lífið. Á Íslandi vinna kennarar, sveitarfélög og menntamálaráðuneytið markvisst að öflugri skólaþróun með það að markmiði að bæta skólastarf og bregðast við nýjum áskorunum í samfélagi barnanna okkar. Aukin skjánotkun þar sem börn dvelja í ensku málumhverfi, fjölbreyttari nemendahópur, aukin einsemd, minni hreyfing og minnkandi áhugi á lestri og verkefnum sem að reyna á líkama og hugann eru allt áskoranir sem íslenska skólakerfið er að glíma við. Samhliða skólanum bjóða sveitarfélögin upp á tónlistarskóla og frístundastarf og frjáls félagasamtök bjóða upp á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf sem eflir félagsfærni, hreyfiþroska og heilbrigði barnanna okkar. Fyrir þetta kerfi sem foreldrar okkar, afar og ömmur byggðu upp er ég afar þakklátur. En þakklæti dugar ekki eitt og sér. Við foreldrar verðum að standa með menntakerfinu og þar með börnunum okkar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar fái nægilegan svefn, holla og góða næringu, lágmarka skjátíma og ýta undir hreyfingu og útiveru. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar lesi og læri heima og þurfum að ýta undir jákvæð samskipti og góða hegðun. Á sama tíma þurfa ríki og sveitarfélög að styðja við menntakerfið og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Starfsaðstæður og menntun fagfólks skiptir þar lykilmáli. Kennarastéttin er að eldast og nauðsynlegt er að stuðla að nýliðun á öllum skólastigum. Nám á menntavísindasviði þarf að vera í sífelldri þróun og laða að sér öfluga einstaklinga sem fá góðan undirbúning fyrir störf sín á vettvangi. Sveitarfélögin þurfa að tryggja að starfsaðstæður og kjör séu góð til að laða að sér starfsfólk og tryggja að það haldist í starfi og fái tækifæri til starfsþróunar. Menntamálaráðuneytið þarf svo að halda áfram að styðja við menntakerfið með verkfærum og stuðningi sem tryggir að skólaþjónusta og menntun barna uppfylli gæðakröfur í öllum skólum landsins. Þar skipta kröfur, mælingar og stuðningur lykilmáli. Það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að búa við menntakerfi í fremstu röð. Á sama tíma og við getum verið þakklát fyrir það öfluga fagstarf sem býðst börnunum okkar þá megum við aldrei taka því sem sjálfgefnum hlut. Tökum höndum saman, foreldrar, fagfólk og stjórnvöld, við að efla íslenskt menntakerfi og tryggja að það verði áfram í fremstu röð. Höfundur er foreldri og þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri viðurkenni ég að maður á það til að setja athyglina í það sem maður vill bæta í umhverfi barnanna sinna. Ég hef beitt mér fyrir því að skólalóð grunnskólans verði bætt, að boðið verði upp á faglegt frístundastarf fyrir 5.-7. bekk og að börnin okkar fái holla og góða næringu í skólanum. Öll þessi mál skipta sköpum fyrir vellíðan og námsárangur barnanna minna, en á sama tíma staldrar maður sjaldan við og fer yfir það sem maður getur verið þakklátur fyrir í íslensku menntakerfi. Á Íslandi hafa börn aðgang að framúrskarandi gjaldfrjálsri menntun þar sem börn óháð stöðu og stétt fá aðgang að faglegri kennslu, námsgögnum, tölvum og mat án þess að greiða fyrir það. Í skólum landsins er öflug stoðþjónusta sem grípur börnin þegar þau þurfa viðbótarstuðning; námsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, skólasálfræðingar og frístundastarfsfólk vinnur sem ein heild með kennurunum að því að tryggja að börnin okkar nái árangri í skólanum og taki með sér gott nesti út í lífið. Á Íslandi vinna kennarar, sveitarfélög og menntamálaráðuneytið markvisst að öflugri skólaþróun með það að markmiði að bæta skólastarf og bregðast við nýjum áskorunum í samfélagi barnanna okkar. Aukin skjánotkun þar sem börn dvelja í ensku málumhverfi, fjölbreyttari nemendahópur, aukin einsemd, minni hreyfing og minnkandi áhugi á lestri og verkefnum sem að reyna á líkama og hugann eru allt áskoranir sem íslenska skólakerfið er að glíma við. Samhliða skólanum bjóða sveitarfélögin upp á tónlistarskóla og frístundastarf og frjáls félagasamtök bjóða upp á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf sem eflir félagsfærni, hreyfiþroska og heilbrigði barnanna okkar. Fyrir þetta kerfi sem foreldrar okkar, afar og ömmur byggðu upp er ég afar þakklátur. En þakklæti dugar ekki eitt og sér. Við foreldrar verðum að standa með menntakerfinu og þar með börnunum okkar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar fái nægilegan svefn, holla og góða næringu, lágmarka skjátíma og ýta undir hreyfingu og útiveru. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar lesi og læri heima og þurfum að ýta undir jákvæð samskipti og góða hegðun. Á sama tíma þurfa ríki og sveitarfélög að styðja við menntakerfið og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Starfsaðstæður og menntun fagfólks skiptir þar lykilmáli. Kennarastéttin er að eldast og nauðsynlegt er að stuðla að nýliðun á öllum skólastigum. Nám á menntavísindasviði þarf að vera í sífelldri þróun og laða að sér öfluga einstaklinga sem fá góðan undirbúning fyrir störf sín á vettvangi. Sveitarfélögin þurfa að tryggja að starfsaðstæður og kjör séu góð til að laða að sér starfsfólk og tryggja að það haldist í starfi og fái tækifæri til starfsþróunar. Menntamálaráðuneytið þarf svo að halda áfram að styðja við menntakerfið með verkfærum og stuðningi sem tryggir að skólaþjónusta og menntun barna uppfylli gæðakröfur í öllum skólum landsins. Þar skipta kröfur, mælingar og stuðningur lykilmáli. Það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að búa við menntakerfi í fremstu röð. Á sama tíma og við getum verið þakklát fyrir það öfluga fagstarf sem býðst börnunum okkar þá megum við aldrei taka því sem sjálfgefnum hlut. Tökum höndum saman, foreldrar, fagfólk og stjórnvöld, við að efla íslenskt menntakerfi og tryggja að það verði áfram í fremstu röð. Höfundur er foreldri og þingmaður Samfylkingarinnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun