Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2025 06:46 Foreldrar leikskólabarna hafa ítrekað efnt til mótmæla síðustu ár vegna manneklu, seinkunar á innritun og fáliðun í leikskólum í Reykjavík. Reykjavíkurleiðinni er ætlað að bregðast við því. Myndin er tekin á mótmælum í ráðhúsinu þegar kennarar efndu til verkfalls á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Einstæðir foreldrar með meðallaun sem þurfa meira en átta tíma dvöl barns í leikskóla og þurfa að nota alla skráningardaga leikskóla í Reykjavík geta átt von á því að leikskólagjöld þeirra hækki um allt að 185 prósent verði af fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskóla í Reykjavík. Gjöld þeirra sem geta sótt klukkan 14 eða fyrr á föstudögum lækka í nýrri gjaldskrá, stundum verulega. Samþykkt var á fundi borgarráðs þann 2. október að senda breytingarnar í víðtækt samráð. Samráðið hófst í gær og stendur í tvær vikur. Samkvæmt breyttri gjaldskrá er gert ráð fyrir 25 prósenta afslætti á gjaldið sé barn sótt klukkan 14 eða fyrr á föstudögum, maímánuður er ókeypis séu skráningardagar ekki nýttir og sérstakt gjald sett á hvern skráningardag, 4.000 krónur. Skráningardagar eru um 10 til 11 á ári. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að breytingarnar taki gildi um áramótin. Sjá einnig: Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Breytingunum er ætlað að tryggja meiri fyrirsjáanleika í þjónustu og fækka fáliðun en í greinargerð með tillögunni kemur til dæmis fram að 49 af 67 leikskólum Reykjavíkur þurfti að grípa til fáliðunar árið 2024, einhverjir þeirra skipulagðrar reglulegrar fáliðunar. Á upplýsingasíðu um breytingarnar kemur einnig fram að misræmi sé í leikskólakerfinu því starfsmenn eigi einungis að vinna 36 klukkustundir en dvalartími barna sé að meðaltali rúmar 40 klukkustundir á viku. Þessum breytingum er ætlað að svara þessu misræmi og rétta það af. Í umræðu hefur einnig komið fram að mikið álag er á leikskólastarfsfólki, sérstaklega þegar mikil mannekla er. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er veikindahlutfall í borgarreknum leikskólum það sem af er ári 9,59 prósent. Ef bornir eru saman fyrstu sex mánuðir ársins í ár má sjá að hlutfallið var 10,30 prósent í ár, var 9,26 prósent fyrstu sex mánuði síðasta árs og 10,11 prósent fyrstu sex mánuði 2023. Ef litið er til heils árs var veikindahlutfall í leikskólum í fyrra 9,32 prósent og árið 2023 var það 9,93 prósent. Til samanburðar kom fram í frétt Morgunblaðsins í september að veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar hafi verið 7,5 prósent á síðasta ári og lækkað lítillega frá árinu 2023, þegar það var 7,7 prósent. í frétt Morgunblaðsins sagði að það jafngilti því að 825 borgarstarfsmenn hafi legið veikir hvern virkan dag í fyrra. Þá kom einnig fram að veikindahlutfall starfsmanna borgarinnar væri töluvert hærra en á almennum vinnumarkaði. Á að tryggja fyrirsjáanleika, faglegt starf og koma í veg fyrir fáliðun Tillögunum er þó einnig ætlað að standa vörð um faglegt starf leikskóla og tryggja hámarksmönnun í 38 stundir alla virka daga. Skráningardögum og tímanum eftir klukkan 14.00 á föstudögum er ætlað að mæta breyttum vinnutíma starfsfólks, það er styttingu vinnuvikunnar. Í greinargerð stýrihópsins til borgarráðs segir að með breytingunum séu væntingar um að ófyrirséðum fáliðunaraðgerðum, vegna öryggissjónarmiða, fækki til muna. Afslættir eigi að grípa efnaminni í tillögum er gert ráð fyrir afsláttum í formi tekjuviðmiða og segir í greinargerð að þeim sé ætlað að verja efnaminni foreldra og barnafjölskyldur og þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Í tekjuviðmiði einstæðra foreldra er gert ráð fyrir að lægra tekjuviðmið miði við árstekjur undir 6,5 milljónum króna á ári og hærra tekjuviðmið miði við árstekjur frá 6,5 að 9,5 milljónum króna. Lægra tekjuviðmið veitir 80 prósent afslátt af námsgjaldi leikskóla og hærra tekjuviðmið 40 prósent afslátt af námsgjaldi. Tekjuviðmið hjóna og sambúðarfólks miðar við árstekjur undir 9,5 milljónum króna á ári og hærra tekjuviðmið miðar við árstekjur frá 9,5 allt að tólf milljónum króna. Lægra tekjuviðmið veitir hjónum og sambúðarfólki 60 prósenta afslátt af námsgjaldi leikskóla og hærra tekjuviðmið veitir 30 prósenta afslátt af námsgjaldi. Þá er í nýrri gjaldskrá gert ráð fyrir að starfsfólki leikskóla Reykjavíkur sé veittur 40 prósenta afsláttur af námsgjaldi. Gagnrýni á hækkun og ósveigjanleika Módelinu svipar að mörgu leyti til þess sem var kynnt í Kópavogi árið 2023, Kópavogsmódelinu. Eftir að módelið var kynnt hefur Kópavogsbær ekki einu sinni þurft að senda börn heim vegna fáliðunar eða veikinda og starfsánægja er almennt meiri. Svipuð módel hafa verið kynnt á Akureyri, Hafnarfirði og víðar um land. Helsta gagnrýni á módelið hefur komið frá foreldrum sem hafa gagnrýnt gjaldskrárhækkun og að það henti ekki fólki sem ekki hafi sveigjanleika í starfi eða styttingu vinnuvikunnar. Ný rannsókn á vegum Vörðu á Kópavogsmódelinu sýndi að foreldrar upplifa í auknum mæli eftir innleiðingu samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu. Bæjarstjóri í Kópavogi gagnrýndi rannsóknina og sagði úrtakið of lítið. Reiknivél fyrir breytingar Reykjavíkurborg hefur sett á upplýsingasíðu fyrir breytingarnr reiknivél þar foreldra og forráðamenn geta reiknað út hvernig breytist. Þar er ekki tekið tillit til kostnaðar vegna skráningardaga. Sé miðað við 8,5 klukkustunda dvöl hjá einstæðu foreldri með undir 6,5 milljónir á mánuði verður gjaldið í heild 25.174 krónur og hækkar um 316 krónur miðað við það sem það er núna. Séu launin á milli 6,5 milljóna og 9,5 milljóna verður gjaldið 45.974 krónur og hækkar þannig um 21.116 krónur miðað við það sem það er núna. Sé þetta einstæða foreldri með meira en 9,5 milljónir í mánaðarlaun verður gjaldið 66.744 krónur og hækkar um 41.916 krónur. Ef horft er til sambúðarfólks með undir 9,5 milljónum á ári verður gjaldið 35.574 krónur á mánuði og hækkar um 3.532 krónur miðað við það sem það var áður. Sé parið með 9,5 milljónir til 12 milljónir í laun á ári verður gjaldið 51.174 krónur og hækkar um 12.068 krónur en sé parið með yfir tólf milljónir í árslaun verður gjaldið 66.774 krónur á mánuði og hækkar um 27.668 krónur miðað við það sem það var áður. Átta tíma dvöl ekki jafn dýr Sé miðað við átta tíma dvöl er hækkun gjaldsins ekki eins skörp. Sé miðað við átta klukkustunda dvöl hjá einstæðu foreldri með undir 6,5 milljónum á mánuði verður gjaldið í heild 21.174 krónur og lækkar um 1.800 krónur miðað við það sem það var áður. Séu launin á milli 6,5 milljóna og 9,5 milljóna verður gjaldið 33.974 krónur og hækkar þannig um 33.974 krónur. Sé þetta einstæða foreldri með meira en 9,5 milljónir í mánaðarlaun verður gjaldið 46.774 krónur og hækkar um 23.800 krónur miðað við það sem það var áður. Ef horft er til sambúðarfólks með undir 9,5 milljónum á ári verður gjaldið 25.574 krónur og hækkar um 6.968 krónur. Sé parið með 9,5 milljónir til 12 milljónir í laun á ári verður gjaldið 37.174 krónur og hækkar um 2.632 krónur en sé parið með yfir tólf milljónir í árslaun verður gjaldið 46.774 krónur á mánuði og hækkar um 12.232 krónur. Þessir útreikningar gera ekki ráð fyrir kostnaði vegna skráningardaga. Þeir eru um ellefu á ári og mun hver þeirra kosta fjögur þúsund krónur. Þurfi fólk til dæmis að nýta skráningardaga í vetrarfríi, eins og því sem hefst í næstu viku, myndu tólf þúsund krónur leggjast ofan á gjaldið þann mánuð. Veruleg lækkun hjá sambúðarfólki sem getur sótt snemma Nái fólk að sækja barnið klukkan 14 á föstudögum lítur myndin svo aftur allt öðruvísi út. Hjá einstæðu foreldri með undir 6,5 milljónum á mánuði verður gjaldið í heild 17.974 krónur og lækkar um 4.590 krónur miðað við það sem það er núna. Séu launin á milli 6,5 milljóna og 9,5 milljóna verður gjaldið 24.374 krónur og hækkar aðeins um 1.810 krónur. Sé þetta einstæða foreldri með meira en 9,5 milljónir í mánaðarlaun verður gjaldið 26.774 krónur og hækkar um 4.210 krónur. Ef horft er til sambúðarfólks með undir 9,5 milljónum á ári verður gjaldið 21.174 nái það að sækja barnið klukkan 14 á föstudegi og lækkar um 12.380 krónur. Sé parið með 9,5 milljónir til 12 milljónir í laun á ári verður gjaldið 25.974 krónur og lækkar um 7.580 krónur á mánuði en sé parið með yfir tólf milljónir í árslaun verður gjaldið 26.774 krónur á mánuði og lækkar um 6.780 miðað við það sem það er núna. Mikill kostnaður með öllum skráningardögum Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur ASÍ, hefur reiknað út hvernig fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá leikskóla Reykjavíkurborgar hafa áhrif á ólíka hópa. Í greiningu hennar kemur fram að áhrifin séu mest á einstæða foreldra sem eru með barnið skráð í 8,5 tíma vistun og þurfa að nýta alla skráningardaga. Hægt er að sjá útreikninga Steinunnar í töflunni að neðan, þar er gjaldskrárhækkunin reiknuð með öllum skráningardögum. https://infogram.com/copy-leikskolagjold-1h984wvln9nwd2p Samkvæmt útreikningum Steinunnar mun einstætt foreldri með tekjur yfir 792 þúsund krónur á mánuði, sem er undir reglulegum meðallaunum, þurfa að greiða að jafnaði 50.774 kr. á mánuði fyrir eitt barn í átta tíma vistun með nýtingu skráningardaga. Í dag greiðir sami hópur 22.974 krónur. Samkvæmt útreikningum hennar jafngildir það 121 prósenta hækkun. Fyrir einstætt foreldri með tekjur á þessu tekjustigi hækkar hlutfallsleg byrði leikskólagjalda úr fjórum prósentum af ráðstöfunartekjum í níu prósent. Þurfi foreldrið á 8,5 tíma vistun að halda, eins og rúmlega þriðjungur foreldra í Reykjavík hefur verið að nýta, geta leikskólagjöldin samkvæmt tillögunum numið 70.771 kr. á mánuði, sem er 185 prósenta hækkun frá núverandi gjöldum. Fyrir sambúðarfólk er hækkunin minni en þó veruleg samkvæmt útreikningunum. Foreldrar í sambúð með heildartekjur yfir eina milljón króna á mánuði, það er um 700.000 krónur í tekjur eftir skatta, greiða samkvæmt tillögunum einnig 50.774 kr. á mánuði fyrir eitt barn í átta tíma vistun með skráningardögum. Það jafngildir sjö prósentum af ráðstöfunartekjum heimilisins. Fyrir breytingar greiddu þau 34.542 krónur og jafngildir það því 47 prósenta hækkun. Samkvæmt útreikningum Steinunnar lækka greiðslur lítillega, um tæpar þrjú þúsund krónur, á heimilum þar sem heildartekjur fyrir skatt eru undir 791.667 krónum á mánuði. Fyrir aðra hópa hækka gjöldin. Ef sambúðarfólk þarf á 8,5 tíma vistun að halda hækka gjöld allra hópa, og hjá heimilum með heildartekjur yfir milljón króna á mánuði nær hækkunin 81 prósentum, og gjöldin nálgast tvöföldun. Almennt gjald fyrir breytingar er 39.106 krónur en verður eftir breytingar, með öllum skráningardögum, 70.774 krónur. Steinunn tók einnig saman í sínum útreikningum hvernig kostnaður í Reykjavík verður í samanburði við önnur sveitarfélög. Í hennar útreikningum var horft til fullra ársgjalda fyrir eitt barn, að meðtöldum skráningardögum í þeim sveitarfélögum sem hafa tekið slíkt upp. Breytingarnar í tillögunum færa borgina úr 18. sæti upp í fjórða dýrasta sveitarfélagið. Þá segir í umfjöllun ASÍ að sé síðasti hálftíminn skoðaður sérstaklega verði hann, með breytingunum, dýrastur í Reykjavík og kosti tuttugu þúsund krónum aukalega á mánuði. Heildarkostnaður við 8,5 tíma vistun í Reykjavík verður þá 66.774 krónur á mánuði, eða 70.774 með skráningardögum, sem geri borgina næst dýrasta sveitarfélagið fyrir slíka þjónustu, á eftir Kópavogi. Deila um módelið Fjöldi verkalýðsleiðtoga hefur gagnrýnt fyrirkomulagið frá því að það var kynnt. Formaður BSRB og forseti ASÍ segja tillögurnar uppgjöf á meðan formaður VR harmar að spjótunum sé beint að foreldrum í stað þess að sveitarfélög krefji ríki um viðunandi stuðning og úrræði. Dómsmálaráðherra sagði tillögurnar skref aftur á bak í jafnréttisbaráttu. Formaður Félags leikskólakennara hefur á sama tíma sagst hlynntur tillögunum og formaður Eflingar hefur furðað sig á andstöðu formanna BSRB og VR. Leikskólakennarar hafa einnig margir lýst yfir ánægju með tillögurnar. Í umsögnum sem þegar hafa borist í samráð Reykjavíkurborgar má sjá að afar skiptar skoðanir eru á breytingunum. Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kópavogur Akureyri Hafnarfjörður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira
Samþykkt var á fundi borgarráðs þann 2. október að senda breytingarnar í víðtækt samráð. Samráðið hófst í gær og stendur í tvær vikur. Samkvæmt breyttri gjaldskrá er gert ráð fyrir 25 prósenta afslætti á gjaldið sé barn sótt klukkan 14 eða fyrr á föstudögum, maímánuður er ókeypis séu skráningardagar ekki nýttir og sérstakt gjald sett á hvern skráningardag, 4.000 krónur. Skráningardagar eru um 10 til 11 á ári. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að breytingarnar taki gildi um áramótin. Sjá einnig: Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Breytingunum er ætlað að tryggja meiri fyrirsjáanleika í þjónustu og fækka fáliðun en í greinargerð með tillögunni kemur til dæmis fram að 49 af 67 leikskólum Reykjavíkur þurfti að grípa til fáliðunar árið 2024, einhverjir þeirra skipulagðrar reglulegrar fáliðunar. Á upplýsingasíðu um breytingarnar kemur einnig fram að misræmi sé í leikskólakerfinu því starfsmenn eigi einungis að vinna 36 klukkustundir en dvalartími barna sé að meðaltali rúmar 40 klukkustundir á viku. Þessum breytingum er ætlað að svara þessu misræmi og rétta það af. Í umræðu hefur einnig komið fram að mikið álag er á leikskólastarfsfólki, sérstaklega þegar mikil mannekla er. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er veikindahlutfall í borgarreknum leikskólum það sem af er ári 9,59 prósent. Ef bornir eru saman fyrstu sex mánuðir ársins í ár má sjá að hlutfallið var 10,30 prósent í ár, var 9,26 prósent fyrstu sex mánuði síðasta árs og 10,11 prósent fyrstu sex mánuði 2023. Ef litið er til heils árs var veikindahlutfall í leikskólum í fyrra 9,32 prósent og árið 2023 var það 9,93 prósent. Til samanburðar kom fram í frétt Morgunblaðsins í september að veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar hafi verið 7,5 prósent á síðasta ári og lækkað lítillega frá árinu 2023, þegar það var 7,7 prósent. í frétt Morgunblaðsins sagði að það jafngilti því að 825 borgarstarfsmenn hafi legið veikir hvern virkan dag í fyrra. Þá kom einnig fram að veikindahlutfall starfsmanna borgarinnar væri töluvert hærra en á almennum vinnumarkaði. Á að tryggja fyrirsjáanleika, faglegt starf og koma í veg fyrir fáliðun Tillögunum er þó einnig ætlað að standa vörð um faglegt starf leikskóla og tryggja hámarksmönnun í 38 stundir alla virka daga. Skráningardögum og tímanum eftir klukkan 14.00 á föstudögum er ætlað að mæta breyttum vinnutíma starfsfólks, það er styttingu vinnuvikunnar. Í greinargerð stýrihópsins til borgarráðs segir að með breytingunum séu væntingar um að ófyrirséðum fáliðunaraðgerðum, vegna öryggissjónarmiða, fækki til muna. Afslættir eigi að grípa efnaminni í tillögum er gert ráð fyrir afsláttum í formi tekjuviðmiða og segir í greinargerð að þeim sé ætlað að verja efnaminni foreldra og barnafjölskyldur og þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Í tekjuviðmiði einstæðra foreldra er gert ráð fyrir að lægra tekjuviðmið miði við árstekjur undir 6,5 milljónum króna á ári og hærra tekjuviðmið miði við árstekjur frá 6,5 að 9,5 milljónum króna. Lægra tekjuviðmið veitir 80 prósent afslátt af námsgjaldi leikskóla og hærra tekjuviðmið 40 prósent afslátt af námsgjaldi. Tekjuviðmið hjóna og sambúðarfólks miðar við árstekjur undir 9,5 milljónum króna á ári og hærra tekjuviðmið miðar við árstekjur frá 9,5 allt að tólf milljónum króna. Lægra tekjuviðmið veitir hjónum og sambúðarfólki 60 prósenta afslátt af námsgjaldi leikskóla og hærra tekjuviðmið veitir 30 prósenta afslátt af námsgjaldi. Þá er í nýrri gjaldskrá gert ráð fyrir að starfsfólki leikskóla Reykjavíkur sé veittur 40 prósenta afsláttur af námsgjaldi. Gagnrýni á hækkun og ósveigjanleika Módelinu svipar að mörgu leyti til þess sem var kynnt í Kópavogi árið 2023, Kópavogsmódelinu. Eftir að módelið var kynnt hefur Kópavogsbær ekki einu sinni þurft að senda börn heim vegna fáliðunar eða veikinda og starfsánægja er almennt meiri. Svipuð módel hafa verið kynnt á Akureyri, Hafnarfirði og víðar um land. Helsta gagnrýni á módelið hefur komið frá foreldrum sem hafa gagnrýnt gjaldskrárhækkun og að það henti ekki fólki sem ekki hafi sveigjanleika í starfi eða styttingu vinnuvikunnar. Ný rannsókn á vegum Vörðu á Kópavogsmódelinu sýndi að foreldrar upplifa í auknum mæli eftir innleiðingu samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu. Bæjarstjóri í Kópavogi gagnrýndi rannsóknina og sagði úrtakið of lítið. Reiknivél fyrir breytingar Reykjavíkurborg hefur sett á upplýsingasíðu fyrir breytingarnr reiknivél þar foreldra og forráðamenn geta reiknað út hvernig breytist. Þar er ekki tekið tillit til kostnaðar vegna skráningardaga. Sé miðað við 8,5 klukkustunda dvöl hjá einstæðu foreldri með undir 6,5 milljónir á mánuði verður gjaldið í heild 25.174 krónur og hækkar um 316 krónur miðað við það sem það er núna. Séu launin á milli 6,5 milljóna og 9,5 milljóna verður gjaldið 45.974 krónur og hækkar þannig um 21.116 krónur miðað við það sem það er núna. Sé þetta einstæða foreldri með meira en 9,5 milljónir í mánaðarlaun verður gjaldið 66.744 krónur og hækkar um 41.916 krónur. Ef horft er til sambúðarfólks með undir 9,5 milljónum á ári verður gjaldið 35.574 krónur á mánuði og hækkar um 3.532 krónur miðað við það sem það var áður. Sé parið með 9,5 milljónir til 12 milljónir í laun á ári verður gjaldið 51.174 krónur og hækkar um 12.068 krónur en sé parið með yfir tólf milljónir í árslaun verður gjaldið 66.774 krónur á mánuði og hækkar um 27.668 krónur miðað við það sem það var áður. Átta tíma dvöl ekki jafn dýr Sé miðað við átta tíma dvöl er hækkun gjaldsins ekki eins skörp. Sé miðað við átta klukkustunda dvöl hjá einstæðu foreldri með undir 6,5 milljónum á mánuði verður gjaldið í heild 21.174 krónur og lækkar um 1.800 krónur miðað við það sem það var áður. Séu launin á milli 6,5 milljóna og 9,5 milljóna verður gjaldið 33.974 krónur og hækkar þannig um 33.974 krónur. Sé þetta einstæða foreldri með meira en 9,5 milljónir í mánaðarlaun verður gjaldið 46.774 krónur og hækkar um 23.800 krónur miðað við það sem það var áður. Ef horft er til sambúðarfólks með undir 9,5 milljónum á ári verður gjaldið 25.574 krónur og hækkar um 6.968 krónur. Sé parið með 9,5 milljónir til 12 milljónir í laun á ári verður gjaldið 37.174 krónur og hækkar um 2.632 krónur en sé parið með yfir tólf milljónir í árslaun verður gjaldið 46.774 krónur á mánuði og hækkar um 12.232 krónur. Þessir útreikningar gera ekki ráð fyrir kostnaði vegna skráningardaga. Þeir eru um ellefu á ári og mun hver þeirra kosta fjögur þúsund krónur. Þurfi fólk til dæmis að nýta skráningardaga í vetrarfríi, eins og því sem hefst í næstu viku, myndu tólf þúsund krónur leggjast ofan á gjaldið þann mánuð. Veruleg lækkun hjá sambúðarfólki sem getur sótt snemma Nái fólk að sækja barnið klukkan 14 á föstudögum lítur myndin svo aftur allt öðruvísi út. Hjá einstæðu foreldri með undir 6,5 milljónum á mánuði verður gjaldið í heild 17.974 krónur og lækkar um 4.590 krónur miðað við það sem það er núna. Séu launin á milli 6,5 milljóna og 9,5 milljóna verður gjaldið 24.374 krónur og hækkar aðeins um 1.810 krónur. Sé þetta einstæða foreldri með meira en 9,5 milljónir í mánaðarlaun verður gjaldið 26.774 krónur og hækkar um 4.210 krónur. Ef horft er til sambúðarfólks með undir 9,5 milljónum á ári verður gjaldið 21.174 nái það að sækja barnið klukkan 14 á föstudegi og lækkar um 12.380 krónur. Sé parið með 9,5 milljónir til 12 milljónir í laun á ári verður gjaldið 25.974 krónur og lækkar um 7.580 krónur á mánuði en sé parið með yfir tólf milljónir í árslaun verður gjaldið 26.774 krónur á mánuði og lækkar um 6.780 miðað við það sem það er núna. Mikill kostnaður með öllum skráningardögum Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur ASÍ, hefur reiknað út hvernig fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá leikskóla Reykjavíkurborgar hafa áhrif á ólíka hópa. Í greiningu hennar kemur fram að áhrifin séu mest á einstæða foreldra sem eru með barnið skráð í 8,5 tíma vistun og þurfa að nýta alla skráningardaga. Hægt er að sjá útreikninga Steinunnar í töflunni að neðan, þar er gjaldskrárhækkunin reiknuð með öllum skráningardögum. https://infogram.com/copy-leikskolagjold-1h984wvln9nwd2p Samkvæmt útreikningum Steinunnar mun einstætt foreldri með tekjur yfir 792 þúsund krónur á mánuði, sem er undir reglulegum meðallaunum, þurfa að greiða að jafnaði 50.774 kr. á mánuði fyrir eitt barn í átta tíma vistun með nýtingu skráningardaga. Í dag greiðir sami hópur 22.974 krónur. Samkvæmt útreikningum hennar jafngildir það 121 prósenta hækkun. Fyrir einstætt foreldri með tekjur á þessu tekjustigi hækkar hlutfallsleg byrði leikskólagjalda úr fjórum prósentum af ráðstöfunartekjum í níu prósent. Þurfi foreldrið á 8,5 tíma vistun að halda, eins og rúmlega þriðjungur foreldra í Reykjavík hefur verið að nýta, geta leikskólagjöldin samkvæmt tillögunum numið 70.771 kr. á mánuði, sem er 185 prósenta hækkun frá núverandi gjöldum. Fyrir sambúðarfólk er hækkunin minni en þó veruleg samkvæmt útreikningunum. Foreldrar í sambúð með heildartekjur yfir eina milljón króna á mánuði, það er um 700.000 krónur í tekjur eftir skatta, greiða samkvæmt tillögunum einnig 50.774 kr. á mánuði fyrir eitt barn í átta tíma vistun með skráningardögum. Það jafngildir sjö prósentum af ráðstöfunartekjum heimilisins. Fyrir breytingar greiddu þau 34.542 krónur og jafngildir það því 47 prósenta hækkun. Samkvæmt útreikningum Steinunnar lækka greiðslur lítillega, um tæpar þrjú þúsund krónur, á heimilum þar sem heildartekjur fyrir skatt eru undir 791.667 krónum á mánuði. Fyrir aðra hópa hækka gjöldin. Ef sambúðarfólk þarf á 8,5 tíma vistun að halda hækka gjöld allra hópa, og hjá heimilum með heildartekjur yfir milljón króna á mánuði nær hækkunin 81 prósentum, og gjöldin nálgast tvöföldun. Almennt gjald fyrir breytingar er 39.106 krónur en verður eftir breytingar, með öllum skráningardögum, 70.774 krónur. Steinunn tók einnig saman í sínum útreikningum hvernig kostnaður í Reykjavík verður í samanburði við önnur sveitarfélög. Í hennar útreikningum var horft til fullra ársgjalda fyrir eitt barn, að meðtöldum skráningardögum í þeim sveitarfélögum sem hafa tekið slíkt upp. Breytingarnar í tillögunum færa borgina úr 18. sæti upp í fjórða dýrasta sveitarfélagið. Þá segir í umfjöllun ASÍ að sé síðasti hálftíminn skoðaður sérstaklega verði hann, með breytingunum, dýrastur í Reykjavík og kosti tuttugu þúsund krónum aukalega á mánuði. Heildarkostnaður við 8,5 tíma vistun í Reykjavík verður þá 66.774 krónur á mánuði, eða 70.774 með skráningardögum, sem geri borgina næst dýrasta sveitarfélagið fyrir slíka þjónustu, á eftir Kópavogi. Deila um módelið Fjöldi verkalýðsleiðtoga hefur gagnrýnt fyrirkomulagið frá því að það var kynnt. Formaður BSRB og forseti ASÍ segja tillögurnar uppgjöf á meðan formaður VR harmar að spjótunum sé beint að foreldrum í stað þess að sveitarfélög krefji ríki um viðunandi stuðning og úrræði. Dómsmálaráðherra sagði tillögurnar skref aftur á bak í jafnréttisbaráttu. Formaður Félags leikskólakennara hefur á sama tíma sagst hlynntur tillögunum og formaður Eflingar hefur furðað sig á andstöðu formanna BSRB og VR. Leikskólakennarar hafa einnig margir lýst yfir ánægju með tillögurnar. Í umsögnum sem þegar hafa borist í samráð Reykjavíkurborgar má sjá að afar skiptar skoðanir eru á breytingunum.
Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kópavogur Akureyri Hafnarfjörður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira