„Samlokumaðurinn“ sýknaður Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2025 20:22 Samlokukast Sean Dunn vakti mikla athygli og varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps í málefnum innflytjenda. AP/Julia Demaree Nikhinson Bandarískur maður sem gengið hefur undir nafninu „samlokumaðurinn“ undanfarnar vikur var í kvöld sýknaður af tiltölulega smávægilegri ákæru fyrir að kasta samloku í starfsmann Landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Það gerði maðurinn, sem heitir Sean Dunn, í miðbæ Washington DC í ágúst. Dunn, sem er 37 ára gamall uppgjafarhermaður úr flugher Bandaríkjanna og starfaði í dómsmálaráðuneytinu. Hann kastaði samloku í bringu Greg Lairmore, sem hélt því fram við yfirheyrslu að samlokan hefði „sprungið“ yfir hann allan og hann hafi angað af sinnepi og lauk. Myndbönd og myndir af vettvangi sýndu þó að samlokan var enn vafin eftir að hún lenti á skotheldu vesti Lairmor og féll svo til jarðar. Myndband af samlokukastinu sjálfu sýnir að Dunn kastaði samlokunni af nokkru afli, eftir að hafa farið illum orðum um löggæslumennina. Atvikið naut á sínum tíma mikillar athygli vegna umfangsmikilla aðgerða starfsmanna Landamæraeftirlitsins og útsendarar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) víðsvegar um landið. Þeir hafa gengið hart fram í því að elta uppi fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Samlokukast Dunn varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Hann sagðist sjálfur hafa verið að mótmæla fasisma og aðgerðum Trump-liða gegn innflytjendum. Kviðdómendur snæddu samkvæmt NBC News á samlokum í dag á meðan þeir tóku sér nokkrar klukkustundir til að sýkna Dunn af lítilfjörlegu afbroti. Saksóknarar reyndu fyrst að ákæra Dunn fyrir árás á alríkisstarfsmann en meðlimir ákærudómstóls höfnuðu því. Mótmæli eða árás? Ákærudómstólar víðsvegar um Bandaríkin hafa hafnað því að ákæra þó nokkra vegna meintra árása á starfsmenn Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Jeanine Pirro, fyrrverandi sjónvarpskona á Fox og núverandi ríkissaksóknari, hefur lagt mikla áherslu á að ákæra fólk sem þykir hafa gengið of langt í mótmælum gegn starfsmönnum ráðuneytisins eða ráðist á þá. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Við réttarhöldin gegn Dunn kölluðu saksóknarar fram tvö vitni. Lairmore var annar þeirra og hinn var rannsóknarlögreglumaður sem varð vitni að samlokukastinu. Verjendur Dunn höfðu engin vitni en Dunn sagðist hafa kastað samlokunni í mótmælaskyni og til að laða löggæslumennina á brott. Í lokaávarpi sínu dró lögmaður Dunns verulega í efa að Lairmann hefði í raun talið sér ógnað. Benti hún því til stuðnings á að samstarfsfélagar hans hefðu gefið honum gríngjafir vegna atviksins. „Þeir eru að grínast vegna þessa og þeir slá á létta strengi við Lairmore,“ sagði hún. „Af hverju? Af því þeim finnst þetta fyndið.“ Saksóknarar báðu kviðdómendur um að hugsa ekki um viðhorf þeirra gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Þeir sögðu Dunn ekki hafa verið að mótmæla heldur hefði hann klárlega farið yfir strikið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Dunn, sem er 37 ára gamall uppgjafarhermaður úr flugher Bandaríkjanna og starfaði í dómsmálaráðuneytinu. Hann kastaði samloku í bringu Greg Lairmore, sem hélt því fram við yfirheyrslu að samlokan hefði „sprungið“ yfir hann allan og hann hafi angað af sinnepi og lauk. Myndbönd og myndir af vettvangi sýndu þó að samlokan var enn vafin eftir að hún lenti á skotheldu vesti Lairmor og féll svo til jarðar. Myndband af samlokukastinu sjálfu sýnir að Dunn kastaði samlokunni af nokkru afli, eftir að hafa farið illum orðum um löggæslumennina. Atvikið naut á sínum tíma mikillar athygli vegna umfangsmikilla aðgerða starfsmanna Landamæraeftirlitsins og útsendarar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) víðsvegar um landið. Þeir hafa gengið hart fram í því að elta uppi fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Samlokukast Dunn varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Hann sagðist sjálfur hafa verið að mótmæla fasisma og aðgerðum Trump-liða gegn innflytjendum. Kviðdómendur snæddu samkvæmt NBC News á samlokum í dag á meðan þeir tóku sér nokkrar klukkustundir til að sýkna Dunn af lítilfjörlegu afbroti. Saksóknarar reyndu fyrst að ákæra Dunn fyrir árás á alríkisstarfsmann en meðlimir ákærudómstóls höfnuðu því. Mótmæli eða árás? Ákærudómstólar víðsvegar um Bandaríkin hafa hafnað því að ákæra þó nokkra vegna meintra árása á starfsmenn Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Jeanine Pirro, fyrrverandi sjónvarpskona á Fox og núverandi ríkissaksóknari, hefur lagt mikla áherslu á að ákæra fólk sem þykir hafa gengið of langt í mótmælum gegn starfsmönnum ráðuneytisins eða ráðist á þá. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Við réttarhöldin gegn Dunn kölluðu saksóknarar fram tvö vitni. Lairmore var annar þeirra og hinn var rannsóknarlögreglumaður sem varð vitni að samlokukastinu. Verjendur Dunn höfðu engin vitni en Dunn sagðist hafa kastað samlokunni í mótmælaskyni og til að laða löggæslumennina á brott. Í lokaávarpi sínu dró lögmaður Dunns verulega í efa að Lairmann hefði í raun talið sér ógnað. Benti hún því til stuðnings á að samstarfsfélagar hans hefðu gefið honum gríngjafir vegna atviksins. „Þeir eru að grínast vegna þessa og þeir slá á létta strengi við Lairmore,“ sagði hún. „Af hverju? Af því þeim finnst þetta fyndið.“ Saksóknarar báðu kviðdómendur um að hugsa ekki um viðhorf þeirra gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Þeir sögðu Dunn ekki hafa verið að mótmæla heldur hefði hann klárlega farið yfir strikið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira