Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson og Björn Þór Hermannsson skrifa 15. desember 2025 13:02 Í grein eftir forstjóra Sýnar sem birtist á Vísi 5. desember sl. undir yfirskriftinni Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn er m.a. vikið að þróun þjónustu- og auglýsingatekna Ríkisútvarpsins (RÚV). Tilefni þessarar greinar er að leiðrétta rangfærslur í þeirri grein og koma á framfæri réttum upplýsingum um rekstur og fjármögnun RÚV. 1. Í greininni er ranglega farið með forsendur um framlög ríkisins til RÚV bæði fyrir árið 2016 og 2025 og skeikar þar hundruðum milljóna króna. Það leiðir til þess að ályktun um nær fjórðungs raunaukningu rekstrarframlaga úr ríkissjóði á árunum 2016-2025 er talsvert fjarri lagi. Af því leiðir enn fremur að fullyrðingin um að framlag á hvern landsmann hafi að raunvirði fylgt mannfjöldaþróun stenst ekki en Íslendingum hefur fjölgað um rétt tæp 20% á þessum tíma. 2. Í greininni kemur fram að auglýsingatekjur á öllu tímabilinu 2016-2025 séu samtals 27 milljarðar á verðlagi ársins 2025. Hér er einungis litið til samanlagðra auglýsingatekna á öllu tímabilinu en algjörlega horft fram hjá því hver þróunin hefur verið sl. 10-15 ár, sem er það sem skiptir máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur RÚV. Staðreyndin er sú að auglýsingatekjur RÚV, eins og annarra íslenskra fjölmiðla, hafa á föstu verðlagi farið lækkandi á því tímabili sem fjallað er um í greininni og raunar frá árinu 2012. Þessi þróun er þvert á ítrekaða umræðu um meinta aukningu auglýsingatekna. RÚV býr við sama veruleika og sömu áskoranir og aðrir fjölmiðlar hvað varðar umfang erlendra tæknirisa á íslenskum auglýsingamarkaði og styttingu auglýsinga í sjónvarpi. Auk þess hafa skorður sem settar voru á kostun og auglýsingasölu RÚV árið 2013 haft veruleg áhrif. 3. Framangreindir tveir tekjustofnar eru 95% af tekjum RÚV. Þegar litið er til þróunar þeirra á föstu verðlagi út frá þróun launa og verðlags á árunum 2016-2025 þá hafa þeir rýrnað um tæplega 10% undanfarinn áratug. Það svarar til um 900 milljóna á núverandi verðlagi. Þessi þróun á megintekjustofnum hefur blasað við stjórnendum RÚV undanfarinn áratug og blasir að óbreyttu áfram við í rekstri næstu ára. 4. Í greininni er fjallað um hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði sem ekki er í samræmi við fyrirliggjandi gögn og greiningar frá Hagstofunni. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á innlendum auglýsingamarkaði er rétt undir 20% og hefur það hlutfall verið svipað undanfarna áratugi. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á heildarauglýsingamarkaði hér á landi þegar horft er bæði til innlendra og erlendra miðla er innan við 10%. Heildargreiðslur vegna birtingar auglýsinga drógust saman um 3% á árinu 2023 og auglýsingatekjur innlendra miðla drógust saman um nær 10%. Á sama tíma jukust greiðslur til erlendra miðla um 4%. 5. Í greininni er látið að því liggja að sú blandaða leið fjármögnunar hjá Ríkisútvarpinu, með þjónustutekjum og auglýsingatekjum, sem verið hefur við lýði frá upphafi hér á landi, sé óvenjuleg í erlendum samanburði. Staðreyndin er sú að nær 80% allra almannaþjónustumiðla í Evrópu eru fjármagnaðir með þessum blandaða hætti samkvæmt upplýsingum frá EBU. 6. Ríkisútvarpið á í margvíslegu samstarfi við aðra fjölmiðla á Íslandi með það að markmiði að efla og styrkja íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Ríkisútvarpið greiðir til að mynda Sýn á hverju ári um hálfan milljarð fyrir dreifingu á efni RÚV í útvarpi og sjónvarpi um land allt. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri og Björn Þór Hermannsson er fjármálastjóri RÚV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í grein eftir forstjóra Sýnar sem birtist á Vísi 5. desember sl. undir yfirskriftinni Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn er m.a. vikið að þróun þjónustu- og auglýsingatekna Ríkisútvarpsins (RÚV). Tilefni þessarar greinar er að leiðrétta rangfærslur í þeirri grein og koma á framfæri réttum upplýsingum um rekstur og fjármögnun RÚV. 1. Í greininni er ranglega farið með forsendur um framlög ríkisins til RÚV bæði fyrir árið 2016 og 2025 og skeikar þar hundruðum milljóna króna. Það leiðir til þess að ályktun um nær fjórðungs raunaukningu rekstrarframlaga úr ríkissjóði á árunum 2016-2025 er talsvert fjarri lagi. Af því leiðir enn fremur að fullyrðingin um að framlag á hvern landsmann hafi að raunvirði fylgt mannfjöldaþróun stenst ekki en Íslendingum hefur fjölgað um rétt tæp 20% á þessum tíma. 2. Í greininni kemur fram að auglýsingatekjur á öllu tímabilinu 2016-2025 séu samtals 27 milljarðar á verðlagi ársins 2025. Hér er einungis litið til samanlagðra auglýsingatekna á öllu tímabilinu en algjörlega horft fram hjá því hver þróunin hefur verið sl. 10-15 ár, sem er það sem skiptir máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur RÚV. Staðreyndin er sú að auglýsingatekjur RÚV, eins og annarra íslenskra fjölmiðla, hafa á föstu verðlagi farið lækkandi á því tímabili sem fjallað er um í greininni og raunar frá árinu 2012. Þessi þróun er þvert á ítrekaða umræðu um meinta aukningu auglýsingatekna. RÚV býr við sama veruleika og sömu áskoranir og aðrir fjölmiðlar hvað varðar umfang erlendra tæknirisa á íslenskum auglýsingamarkaði og styttingu auglýsinga í sjónvarpi. Auk þess hafa skorður sem settar voru á kostun og auglýsingasölu RÚV árið 2013 haft veruleg áhrif. 3. Framangreindir tveir tekjustofnar eru 95% af tekjum RÚV. Þegar litið er til þróunar þeirra á föstu verðlagi út frá þróun launa og verðlags á árunum 2016-2025 þá hafa þeir rýrnað um tæplega 10% undanfarinn áratug. Það svarar til um 900 milljóna á núverandi verðlagi. Þessi þróun á megintekjustofnum hefur blasað við stjórnendum RÚV undanfarinn áratug og blasir að óbreyttu áfram við í rekstri næstu ára. 4. Í greininni er fjallað um hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði sem ekki er í samræmi við fyrirliggjandi gögn og greiningar frá Hagstofunni. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á innlendum auglýsingamarkaði er rétt undir 20% og hefur það hlutfall verið svipað undanfarna áratugi. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á heildarauglýsingamarkaði hér á landi þegar horft er bæði til innlendra og erlendra miðla er innan við 10%. Heildargreiðslur vegna birtingar auglýsinga drógust saman um 3% á árinu 2023 og auglýsingatekjur innlendra miðla drógust saman um nær 10%. Á sama tíma jukust greiðslur til erlendra miðla um 4%. 5. Í greininni er látið að því liggja að sú blandaða leið fjármögnunar hjá Ríkisútvarpinu, með þjónustutekjum og auglýsingatekjum, sem verið hefur við lýði frá upphafi hér á landi, sé óvenjuleg í erlendum samanburði. Staðreyndin er sú að nær 80% allra almannaþjónustumiðla í Evrópu eru fjármagnaðir með þessum blandaða hætti samkvæmt upplýsingum frá EBU. 6. Ríkisútvarpið á í margvíslegu samstarfi við aðra fjölmiðla á Íslandi með það að markmiði að efla og styrkja íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Ríkisútvarpið greiðir til að mynda Sýn á hverju ári um hálfan milljarð fyrir dreifingu á efni RÚV í útvarpi og sjónvarpi um land allt. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri og Björn Þór Hermannsson er fjármálastjóri RÚV.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun