Sport

Littler sættist við á­horf­endur í salnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luke Littler mætti glaðbeittari í viðtöl eftir áramót. 
Luke Littler mætti glaðbeittari í viðtöl eftir áramót.  Getty/Adam Davy

Luke Littler reykspólaði inn í undanúrslitin á HM í pílukasti í gærkvöldi og slíðraði sverðin eftir skylmingar við áhorfendur í salnum í síðasta leik fyrir áramót.

Heimsmeistarinn klappaði dátt fyrir áhorfendum þegar hann gekk upp á svið, áður en hann vann Krzysztof Ratajski 4-0.

„Svo þau vissu að ég vildi hafa þau með mér í liði, sem þau voru. Áhorfendurnir voru frábærir. Nýársdagur þannig að það voru kannski einhverjir nýir í salnum. Ég heyrði eitthvað baul hér og þar en um leið og ég fór upp á svið var mjög vel tekið við mér.“

Littler fékk að heyra hressilegt baul í síðasta leik gegn Rob Cross og svaraði fyrir sig með því að þakka áhorfendum fyrir að borga verðlaunaféð sitt.

Hann átti því von á því versta þegar hann mætti pólska erninum í gærkvöld en tókst að snúa áhorfendum í salnum aftur á sitt band.

Littler mætir þungarokkaranum Ryan Searle í undanúrslitunum í kvöld. Hinumegin munu Gian van Venn og Gary Anderson mætast.

HM í pílukasti verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay frá klukkan 19:30 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×