Leita nemenda í rústunum
Björgunarsveitir í Indónesíu keppast enn við að leita níutíu og eins nemanda sem saknað er eftir að skólabygging hrundi á mánudag. Þrír nemendur hafa fundist látnir og hundrað eru slasaðir til viðbótar við þá níutíu sem enn er saknað undir húsarústunum.