Fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið
Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra telur að kanna þurfi hvort krafa verði gerð um að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabúið.