Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga
Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör.