Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Mest traust til Land­helgis­gæslunnar en minnst til borgar­stjórnar

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Við tökum þetta bara á trúnni

Frumvarp til laga um kristinfræðslu var rætt á Alþingi í fyrradag. Þar sem ég hef nýlokið rannsókn á fjármálalæsi í skólakerfinu vegna meistaranáms við Háskóla Íslands tel ég mig knúna til þess að leggja orð í belg og vekja athygli á undarlegri forgangsröðun okkar ágætu þingmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórn stöðnunar um launa­mun kynjanna

Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Mark­miðin sem birtust fyrir til­viljun

Eitt það mikilvægasta í Parísarsamkomulaginu er að aðildarríkin, Ísland þar með talið, voru sammála um að gera sífellt betur í loftslagsmálum. Þess vegna er ætlast til þess að lönd skili inn uppfærðum landsmarkmiðum um samdrátt í losun á fimm ára fresti, þar sem metnaðurinn er aukinn frá síðustu útgáfu.

Skoðun
Fréttamynd

Umræða um hálendisþjóðgarð þarfnist lengri tíma

Umræða um stofnun hálendisþjóðgarðs þarfnast lengri tíma að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri,“ sagði Þórdís aðspurð um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis

Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi.

Innlent
Fréttamynd

„Traustið er laskað“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tímabært að skoða hvernig staðið hafi verið að breytingum á fyrirkomulagi leghálsskimunar. Rýna þurfi málið, forsendur og afleiðingar þess.

Innlent
Fréttamynd

Lög sem taka á stafrænu kynferðisofbeldi samþykkt

Sá sem dreifir í heimildarleysi kynferðislegri mynd, eða mynd sem felur í sér nekt, getur nú átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Frumvarp um kynferðislega friðhelgi var samþykkt á Alþingi í dag með 49 samhljóða atkvæðum allra viðstaddra þingmanna.

Innlent
Fréttamynd

Tímarnir breytast og lög­gjöfin með

Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Miðflokksþingmaður varar við erlendum glæpahópum

Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins varaði við skipulagðri glæpastarfsemi með tengsl til annarra landa á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir að brugðist hafi verið við ábendingum lögreglunnar frá undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi

Heilbrigðisráðherra segir að íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. Hún telur kröfu um að allir framvísi PCR-prófi áður en þeir koma til landsins standast stjórnarskrá og tekur ekki undir efasemdir sem komið hafa fram þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Fast land undir fótum

Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisrekin elítustjórnmál

Sjálftaka stjórnmálaflokkanna úr opinberum sjóðum er orðin svo gegndarlaus að við erum komin inn í nýjan fasa lýðræðistímans, sem kenna mætti við ríkisrekin elítustjórnmál.

Skoðun
Fréttamynd

Sex prósent lands­manna urðu fyrir barðinu á elti­hrelli árið 2019

Eltihrellar mega búast við allt að fjögurra ára fangelsisvist eftir að Alþingi hefur samþykkt sérstök lög um umsáturseinelti. Um sex prósent landsmanna urðu fyrir barðinu á eltihrelli árið 2019. Dómsmálaráðherra segir þetta ofbeldisglæp og eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið.

Innlent
Fréttamynd

Lífskjör öryrkja eru þjóðarhneisa

Hin kokhrausta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur margoft lýst því yfir að það séu sjálfsögð manréttindi að bæta hag og lífskjör öryrkja og það sé reyndar ætlunin.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín vongóð um framgang stjórnarskrárfrumvarps

Forsætisráðherra er vongóð um að frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni fái vandaða meðferð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og málið nái fram að ganga á Alþingi. Mestur ágreiningur er um auðlindaákvæði frumvarpsins sem Katrín segir ekki bara snúast um fisk.

Innlent
Fréttamynd

Vara­þing­maður Sam­fylkingarinnar yfir­gefur flokkinn

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir í bréfi sem hún sendi framkvæmdastjórn og stjórn flokksins í dag mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga.

Innlent