Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Snöggskilnaðir slá í gegn

Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig.

Skoðun
Fréttamynd

Úkraínskir þing­menn af­hentu áritaðan fána

Sendinefnd þingmanna frá þjóðþingi Úkraínu, Verkhovna Rada, sem skipa vinahóp Íslands á þinginu heimsækir Ísland 11.–14. mars í boði forseta Alþingis, Birgis Ármannssonar. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Opnað á sölu húsa í Grinda­vík

Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu.

Innlent
Fréttamynd

Gefum ís­lenskunni séns!

Þegar tengdasonur, frá Kentucky, kom inn í fjölskylduna í byrjun Covid, flutti unga parið inn á heimili okkar hjóna í tvö ár. Við tókum honum fagnandi enda virkilega góður drengur. Hvað varðar tungumálið er það almennt ekki erfitt að koma frá enskumælandi landi hingað til lands, þar sem flestir tala ensku frá unga aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Elon Musk og Andrew Tate brugðið yfir þingpallamálinu

Auðjöfurinn Elon Musk, samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate og formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson velta fyrir sér atviki sem átti sér stað á Alþingi Íslendinga í vikunni. Það er þegar karlmaður steig yfir handrið þingpallana, öskraði á dómsmálaráðherra, og var í kjölfarið fjarlægður af þingvörðum og lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Segjast styðja manninn sem hafi gripið til ör­þrifa­ráða

Samtökin No Borders á Íslandi segjast styðja mann sem fór yfir handrið þingpallanna á Alþingi síðastliðinn mánudag og öskraði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á meðan hún var að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Þingverðir og lögregla skárust í leikinn og fjarlægðu manninn.

Innlent
Fréttamynd

Frelsis- og mannúðarmál að heimila dánaraðstoð

Dánaraðstoð verður lögleg á Íslandi ef frumvarp Viðreisnar nær fram að ganga en þó með skilyrðum. Frumvarpið er á dagskrá þingsins í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta vera frelsis- og mannúðarmál.

Innlent
Fréttamynd

Núna er þetta bara orðið á­gætt!

Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið.

Skoðun
Fréttamynd

Endurvekjum rann­sóknar­nefnd al­manna­varna

Á dögunum lagði ég fram frumvarp um rannsóknarnefnd almannavarna. Með frumvarpinu er lagt til að rannsóknarnefnd almannavarna verði að nýju tekin upp í lög um almannavarnir. Á málinu eru ásamt mér meðflutningsmenn úr flestum flokkum á Alþingi og því um þverpólitískt mál að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Þingpallarnir opnir eins og aðra daga

Skrifstofustjóri Alþingis segir þingpallana opna á Alþingi í dag eins og kveðið sé á um í stjórnarskránni þrátt fyrir óþægilegt atvik síðdegis í gær. Þá þurfti að fjarlægja hælisleitendur af pöllunum sem trufluðu þingstörf.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór stríðir Sam­fylkingunni

Samfylkingin styður markmið útlendingafrumvarpsins sem er til umræðu á Alþingi og dómsmálaráðherra fagnar stefnubreytingu flokksins. Þingflokkur Vinstri Grænna gerir ýmsa fyrirvara við málið.

Innlent
Fréttamynd

Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera?

Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

„Mér brá auð­vitað við þegar þetta kom upp“

Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Katrín loðin í svörum um forsetaframboð

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag.

Innlent
Fréttamynd

Nauð­syn­legar breytingar á út­lendinga­lögum

Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna hraðrar fjölgunar umsókna um alþjóðlega vernd. Umsóknum hefur fjölgað um 3700% á rúmum áratug og hafa valdið umtalsverðum kostnaði fyrir ríkið, eða um 20 milljörðum króna árið 2023, auk álags á alla okkar innviði.

Skoðun
Fréttamynd

Við og þau

Má maður ekki tala um útlendinga án þess að vera kallaður rasisti?

Skoðun
Fréttamynd

Ekki al­veg kominn tími á Vísisfrétt á fjórða deiti

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segist aldrei hafa pælt mikið í eigin kynhneigð og skilgreinir sig ekki sem hinsegin. Hún segir umræðuna í kringum handtöku sína á Kíkí hafa reynt mjög á fjölskyldu sína og dyraverðir á skemmtistaðnum orðið fyrir aðkasti í kjölfar málsins.

Lífið
Fréttamynd

Sýni að Vinstri græn séu í til­vistar­kreppu

Vinstri græn mælast með 4,7 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn myndi detta af þingi yrði það niðurstaðan. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn í tilvistarkreppu. Minna fylgi Samfylkingar milli mánaða og aukið fylgi Miðflokks megi rekja til útlendingamála.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri græn næðu ekki inn á þing

Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun.

Innlent