Frá Bíldó til borgríkis Þegar ég var ungur drengur átti ég oft erfitt með að skilja fullorðna fólkið sem virtist gefa hinum skemmtilegu hlutum lífsins lítið vægi. Bakþankar 26. ágúst 2008 06:00
Heimsins stórasta handboltalið! Ef góður hjarta- eða heilaspesíalisti hefði tekið línurit af þjóðinni nokkur síðustu ár – og sömuleiðis undanfarna daga – væru til vísindalegar mælingar á því hvernig heil þjóð hefur sveiflast milli þeirrar bjartsýni, spennu, gleði og vonbrigða sem í öðru tilvikinu skildu eftir sig svartsýni – en bjartsýni í hið seinna skipti. Bakþankar 25. ágúst 2008 08:00
Strákarnir okkar Það var sérstök stund að sitja í taugatrekktum hópi Íslendinga á írskum pöbb á Strikinu á föstudag og fylgjast með leiknum. Það virtist gefa hópnum ákveðna hugarfró að hér í Köben fengjum við að fylgjast með landsliðinu ná þessum æðislega árangri. Bakþankar 24. ágúst 2008 06:00
Strákarnir Ég man eftir því sem patti hversu vonbrigðin gátu orðið gríðarlega mikil þegar íslenska handboltalandsliðið átti vondan dag á stórmóti og tapaði fyrir einhverjum austantjaldsrisum eða Svíum, eins og vanalega, á ósanngjarnan hátt auðvitað, svo maður hljóp með tárin í augunum inn í herbergi og lokaði að sér, særður yfir illsku veraldarinnar. Bakþankar 23. ágúst 2008 06:00
Gabbhreyfingin Í stjórnmálum er vinsælt að styðjast við líkingamál úr íþróttum; snúa vörn í sókn, sjá sóknarfæri, ná góðum endaspretti, búa sig undir langhlaup og þar fram eftir götunum. Bakþankar 22. ágúst 2008 06:00
Að leyfa það sem er bannað Í fyrri viku gekk athyglisverður dómur á Norðurlandi þar sem maður var sýknaður af að hafa refsað börnum fyrir óskilgreinda óþekkt með flenginum á beran rassinn. Bakþankar 20. ágúst 2008 06:00
Bubbi, ég elska þig! Eins og ástin krýnir þig eins mun hún krossfesta þig,“ sagði líbanska skáldið Kahil Gibran og hefði alveg eins getað verið að tala um íslensku þjóðarsálina sem mér finnst oft undir sömu sök seld og ástin sjálf. Bakþankar 19. ágúst 2008 07:30
Óaldarflokkar og pólitískir ribbaldar Íslenskir stjórnmálaflokkar sem ugglaust komu í heiminn syndlausir eins og hverjir aðrir hvítvoðungar sýna nú um stundir skuggalega tilhneigingu til að hegða sér eins og hópar misyndismanna, óaldarflokkar, jafnvel mafíur svo að maður nefni þekktasta félagsform frjálshyggjutímans - sem eins og kalda stríðið ætlar að endast lengur á Íslandi en í löndum sem þróast með eðlilegum hætti. Bakþankar 18. ágúst 2008 06:00
Óréttlæti heimsins Í seinni tíð hef ég tekið eftir því að samúð mín með fólki sem vorkennir sjálfu sér og finnst heimurinn leika það ósköp grátt hefur minnkað jafnt og þétt. Bakþankar 17. ágúst 2008 09:08
Börn náttúrunnar Maðurinn minn hefur eignast vinkonu. Hún er áttfætt, lítil og loðin, var einu sinni mjó en er nú feit. Bakþankar 16. ágúst 2008 09:03
Silfur Egils Ólíkt því sem margir halda er íslenska útrásin ekki ný af nálinni. Löngu fyrir daga Björgólfs- og Bónusfeðga höfðu kappar eins og Egill Skallagrímsson lagt sitt af mörkum til útrásarinnar og komið heim með fulla vasa fjár. Góss á borð við Hamleys og Magasin du Nord hreinlega blikna í samanburði við silfursjóðinn sem Egill fékk frá Englandskonungi og enginn veit hvar er falinn. Bakþankar 15. ágúst 2008 00:01
Ólympíuandi Ólympíuleikar í núverandi mynd eru ekki bara stefnulausir og tilgangslausir, heldur einnig þrautleiðinlegir áhorfs. Ef við teljum saman greinar þar sem fólk er annaðhvort að synda eða skokka eftir fyrirfram ákveðnum brautum erum við fljót að fara yfir 60. Bakþankar 14. ágúst 2008 06:00
Dýrafóður fyrir börnin Ekki alls fyrir löngu var hversdagsleg eldamennska innan heimilis einkum talin á verksviði húsmæðra í fullu starfi. Sá sem fékk greitt fyrir matargerð með öðru en lífsfyllingu hét matreiðslumaður ef það var karl. Kona gat til dæmis kallast matráðskona eða jafnvel eldabuska. Bakþankar 13. ágúst 2008 05:00
Peningakvótinn Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa samkvæmt kaupréttarsamningum keypt hluti í félaginu fyrir samtals 492 milljónir króna á meira en helmingi lægra gengi en skráð er í Kauphöllinni. Bakþankar 11. ágúst 2008 06:00
Hótanir og hugsjónir Margar þeirra stétta sem berjast fyrir því að fá laun í samræmi við menntun og mikilvægi starfans, eru stéttir sem sinna hagsmunum barna. Nýjasta dæmið eru auðvitað ljósmæður. Bakþankar 10. ágúst 2008 06:00
Kína Í gær horfði ég með öðru auganu á setningu Ólympíuleikanna í Kína. Kínverskar hvítklæddar klappstýrur veifuðu höndum og dönsuðu hliðar saman hliðar á hliðarlínunni á meðan fulltrúar þjóðanna gengu inn á leikvanginn með fánabera sína í fararbroddi. Bakþankar 9. ágúst 2008 08:04
Með rakstri skal borg bæta Fyrir nokkrum mánuðum tók við völdum borgarstjóri sem gustaði af. Áður en langt um leið sótti hann enn frekar í sig veðrið og hvítur stormsveipur reið yfir stræti og torg. En illu heilli hélt stormurinn áfram að bæta í sig. Bakþankar 8. ágúst 2008 06:00
Fjalla-Jónar segja pors Líklega hefur ómeðvitað samviskubit yfir ofgnótt góðærisáranna á Íslandi, jafnvel kann vottur af skynsemi að hafa komið við sögu, orðið til þess að við landsbyggðar- og úthverfafjölskyldan í Vesturbæ Reykjavíkur létum okkur duga að aka um á gömlum sparneytnum Skóda árum saman. Bakþankar 7. ágúst 2008 06:00
Lyftistöng fyrir mannlífið Hin einkennilega borgarstjórn hefur nú getið af sér deilur þar sem ýmsir spekingar viðra miklar skoðanir á straumum og stefnum í arkitektúr í fortíð og framtíð. Bakþankar 6. ágúst 2008 06:00
Demanturinn og duftið Ég reyndi eftir fremsta megni að fylgjast með fjölmiðlum á Spáni meðan ég dvaldist þar í sumarfríinu, svona til að þefa örlítið af þjóðarsálinni. Fljótlega tók ég eftir konu nokkurri, Belen Esteban að nafni, sem fjölmiðlamenn fylgdu eftir hvert fótmál. Vitanlega varð ég forvitinn að vita hvað hún hefði unnið sér til frægðar. Bakþankar 5. ágúst 2008 10:38
Ég veit þú kemur Á hverju sumri bjóða Vestmannaeyingar þjóðinni til veislu. Boðskortið er frumlegra en gengur og gerist. Yfirleitt birtist það í formi furðulegs kitls í maga sem ágerist eftir því sem nær dregur verslunarmannahelgi. Bakþankar 2. ágúst 2008 04:30
Megas Fyrir nokkrum árum var ég álitinn skrítinn. Ég gerði mér nefnilega oft far um að sjá Megas á tónleikum. Á hverri menningarnótt var fastur liður að kíkja í portið Við Tjörnina, þar sem lítill hópur hörðustu aðdáenda Megasar safnaðist saman og hlustaði á meistarann. Bakþankar 31. júlí 2008 05:45
Sleitulaus hátíðahöld Við vorum nokkrar vinkonur fyrir löngu farnar að plana villta verslunarmannahelgi. Ráðagerðirnar fólust þó ekki í tilhlökkun vegna dvalar við hjalandi lítinn læk og kvakandi fugl í mó, þótt umhyggjusamir foreldrar hafi líklega verið fóðraðir á einhverjum þægilegum skáldskap. Bakþankar 30. júlí 2008 06:00
Reimleikar á upplýsingaöld Mikið geta útistöður forfeðra vorra verið hjákátlegar þegar lesið er um þær á upplýsingaöld. Reyndar eru þær í besta falli alveg drepfyndnar. Upplýstur maðurinn hlýtur þá ávallt að spyrja sig af hverju þetta fróma fólk var að búa til þessa drauga með aðstoð frá tiktúrum náttúrunnar? Bakþankar 29. júlí 2008 06:00
Kulnun í starfi Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú bráðlega staðið stýrisvaktina í heilan mannsaldur svo að engan þarf að undra þótt fæturnir gerist fúnir. Eftir því sem valdatímabil Flokksins lengist fara fleiri og fleiri að efast um að samfélaginu sé hollt að því síðara sé stýrt öllu lengur af hinu fyrra. Bakþankar 28. júlí 2008 07:00
Aðgerð Hrefna Nú í vikunni urðu nokkrir ferðamenn á hvalaskoðunarbát við Húsavík vitni að þeim fáheyrða viðburði, en þó ekki alveg einstökum, að nokkrir drápshvalir, sem við köllum upp á íslenskuna háhyrninga, veittust að hrefnu einni með skætingi, drápu hana á korteri og átu eins og þeir kynnu enga mannasiði. Bakþankar 26. júlí 2008 06:00
Bessastaðaráðdeildin Rætnar tungur finna því nú allt til foráttu að forseti Íslands hafi boðið sjónvarpskonunni Mörtu Stewart í mat á Bessastaði, ásamt nokkrum vel völdum gestum. Er Ólafi núið um nasir að Marta hafi þurft að dúsa í fangelsi eftir að hún missteig sig í þokukenndu reglugerðarfargani verðbréfaviðskipta, auk þess sem annar matargestur hafi einnig komist í kast við lögin. Það þykir sem sagt ekki lengur viðeigandi að dæmdir einstaklingar heimsæki gamla tukthúsið á Álftanesi. Bakþankar 25. júlí 2008 06:00
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun