Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hemmi Hreiðars: „Við erum hundfúlir“

    Hermann Hreiðarsson var svekktur eftir að lærisveinar hans í ÍBV töpuðu gegn Val í fyrstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda í kvöld. ÍBV var betra liðið í fyrri hálfleik en náði ekki að halda út gegn sterku liði Vals sem tók stigin þrjú í endurkomusigri, 2-1 lokatölur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Ég var eins og lítill krakki inni í klefa í dag"

    „Þetta var vinnusigur en um leið og við misstum smá einbeitingu sáum við að Stjarnan er gott lið og gátu refsað okkur. Fyrst og fremst ógeðslega sáttur með liðs frammistöðuna og að halda hreinu,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, miðjumaður Víkinga, eftir sigur á móti Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld. Leikið var í fyrstu umferð Bestu deildar karla. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valur - ÍBV 2-1 | Góð endurkoma Valsmanna

    Valsmenn unnu sterkan sigur á ÍBV í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda á öðrum degi páska. Eftir sterka byrjun gestanna í fyrri hálfleik náðu heimamenn yfirhöndinni í þeim seinni sem skilaði þeim endurkomu sigri í fyrsta leik tímabilsins, lokatölur 2-1 fyrir Val.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Það kallast að verjast þegar þú ert að sækja“

    „Maður fann það síðustu vikuna að páskarnir voru eiginlega bara fullir tillhlökkunar að æfa og bíða eftir þessum degi í rauninni,“ sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður Keflavíkur eftir 1-2 sigur þeirra á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Fylkir - Keflavík 1-2 | Gríðarleg dramatík í Lautinni

    Nýliðar Fylkis töpuðu 1-2 gegn Keflavík í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að hafa komist yfir með fyrsta marki Bestu deildarinnar árið 2023. Markið skoraði Benedikt Daríus Garðarsson. Sami Kamel Jafnaði metinn á 74. mínútu og sigurmarkið skoraði svo Dagur Ingi Valsson í uppbótartíma leiksins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Það skemmtilegasta sem maður gerir“

    Taugarnar eru ljómandi fínar. Það er ótrúleg tilhlökkun og gleði í loftinu, segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, en hans menn opna Íslandsmótið sem nýliðar er Keflavík heimsækir Árbæinn klukkan 14:00 í dag.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Schram mættur í há­sætið

    Frederik August Albrecht Schram mætti með látum inn í Bestu deildina á síðustu leiktíð þegar hann samdi við Val um mitt sumar. Þó Valsmenn hafi ekki riðið feitum hesti þá var Schram án efa einn, ef ekki sá, besti markvörður deildarinnar.

    Íslenski boltinn