Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Annáll Bestu deildar karla: Grænn var litur sumarsins 2022

    Besta deild karla var gerð upp í Íþróttasíld Stöðvar 2 á gamlársdag. Segja má að Breiðablik hafi stolið senunni árið 2022 en eftir að missa titilinn úr greipum sér árið 2021 kom ekkert annað til greina en að landa þeim stóra. Sumarið 2022 var grænt svo vægt sé tekið til orða.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Óskar Hrafn var á blaði hjá Kalmar

    Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, var á blaði hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kalmar FF þegar liðið var í þjálfaraleit á dögunum. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Óskar Hrafn er orðaður við lið í Svíþjóð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Jörundur Áki og Vanda um skýrslu Grétars Rafns: „Við treystum okkar félögum“

    „Þessi vinna sem Grétar Rafn [Steinsson] lagði á sig skilur eftir sig samantekt á hans starfi. Þar fer hann yfir bæði starf okkar í KSÍ og aðeins inn í starf félaganna,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri Knattspyrnusviðs KSÍ. Hann og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Bítið á Bylgjunni á morgun og ræddu skýrslu Grétars Rafns og málefni tengd KSÍ.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Er ein­hver eftir í Kefla­vík?

    Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ör­v­fættir mið­verðir eftir­sóttir

    Áherslan á að halda boltanum betur og spila honum hraðar sín á milli í heimsfótboltanum þýðir að nú eru öll félög í óðaönn að leita sér að örvfættum miðvörðum. Það vekur athygli hversu mörg lið geta boðið upp á tvíeyki í miðverði sem innihalda bæði rétt- og örvfættan leikmann í Bestu deild karla á meðan sama er ekki upp á teningnum í Bestu deild kvenna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Nýliðarnir styrkja sig

    Brynj­ar Snær Páls­son geng­inn til liðs við karlalið HK í fótbolta. Brynjar Snær sem er 21 á miðvallarleikmður kemur í Kórinn frá Skagamönnum en þessi uppaldi Borgnesingur hefur leikið með Skaganum frá árinu 2017.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Þetta var okkar leið og hún svín­virkaði“

    Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu.

    Fótbolti