„Er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka“ Arnari Grétarssyni, þjálfara KA, var vikið úr starfi í gær, föstudag. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarmaður Arnars, tekur við stjórnartaumunum og mun stýra liðinu út þetta tímabil sem og næstu þrjú ár. Honum lýst vel á verkefnið. Íslenski boltinn 24. september 2022 20:30
Ísak Snær við það að feta í fótspor Kristals Mána Það stefnir allt í að Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, verði samherji Kristals Mána Ingasonar hjá norska liðinu Rosenborg fyrr heldur en síðar. Íslenski boltinn 23. september 2022 22:00
Arnar með munnlegt samkomulag við annað lið Arnar Grétarsson lét af störfum sem þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Hann hefur nú staðfest að hann sé þegar búinn að gera munnlegt samkomulag við annað félag. Íslenski boltinn 23. september 2022 20:30
Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Íslenski boltinn 23. september 2022 19:30
Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. Íslenski boltinn 22. september 2022 15:52
Heimir: Hemmi var hugrakkur að fara inn í mótið með þennan hóp Heimir Hallgrímsson kom þjálfara ÍBV, Hermanni Hreiðarssyni, til aðstoðar eftir hörmungarbyrjun Eyjamanna í Bestu-deildinni en þeir unnu ekki leik fyrr en í 13. umferð. Eftir komu Heimis á bekkinn skánaði gengi liðsins mikið. Fótbolti 22. september 2022 07:30
Blóðtaka fyrir KR: Hallur frá í allt að ár Hallur Hansson, miðjumaður KR og fyrirliði færeyska landsliðsins í fótbolta, meiddist alvarlega í leik KR og Víkings um liðna helgi. Hann verður frá í allt að ár vegna meiðslanna. Íslenski boltinn 21. september 2022 14:31
Siggi Höskulds um 9-0 tapið í Víkinni: Þrusu gott fyrir okkur Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, telur að 9-0 skellurinn sem liðið fékk á móti Víkingi í Bestu-deildinni þann 7. september hafi verið góður fyrir Leikni, þar sem liðið sótti sex stig af sex mögulegum í næstu tveimur leikjum þar á eftir. Fótbolti 19. september 2022 20:32
Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar. Fótbolti 19. september 2022 17:01
Alex Freyr eftirsóttur á ný: Fram neitaði tilboði Breiðabliks Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á að hafa borið víurnar í Alex Frey Elísson, leikmann Fram. Var tilboðinu neitað um hæl. Íslenski boltinn 19. september 2022 16:01
Víkingar mest með boltann | ÍBV með flestar langar sendingar og brot Líkt og undanfarin ár heldur WyScout utan um alla tölfræði tengda Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Þegar tölfræði Bestu deildar karla er skoðuð eru nokkrir hlutir sem koma á óvart, til að mynda að Breiðablik sé með næstflestar langar sendingar í deildinni og að Stjarnan sé aðeins með fjórða lægsta meðalaldurinn. Íslenski boltinn 19. september 2022 14:02
Stúkan: „Það verður spenna, sérstaklega í neðri hlutanum“ Í Stúkunni á laugardagskvöld fór Gummi Ben yfir fyrirkomulag úrslitakeppninnar í Bestu deild karla í fótbolta. Verður þetta í fyrsta sinn sem slíkt fyrirkomulag er prófað í efstu deild. Íslenski boltinn 19. september 2022 12:31
Stúkan valdi úrvalslið Bestu-deildarinnar: Ekkert pláss fyrir Kristal því hann fór Sérfræðingar Stúkunnar gerðu upp tímabilið í Bestu-deild karla í gærkvöldi eftir að hinum hefðbundnu 22 umferðum lauk. Meðal þess sem var á dagskrá var að kynna úrvalslið deildarinnar sem þeri Reynir Leósson og Lárus Orri Sigurðsson settu saman. Íslenski boltinn 18. september 2022 23:31
Rúnar um fjarveru Kjartans Henry: „Ég þurfti að skilja þrjá eftir“ Það vakti mikla athygli að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi KR þegar liðið heimsótti Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deild karla á sunnudag. Íslenski boltinn 18. september 2022 12:00
Sjáðu markaflóðið í Úlfarsárdal, endurkomu KR, sjálfsmörk Skagamanna og öll hin Lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta fór fram í gær, sunnudag. Alls voru 26 mörk skoruð í leikjunum sex, þar af tólf í Grafarholti þar sem Fram og Keflavík mættust. Íslenski boltinn 18. september 2022 11:00
Tristan Freyr sleit krossband í annað sinn á aðeins tveimur árum Tristan Freyr Ingólfsson, varnarmaður Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á dögunum. Var hann að slíta krossband í annað sinn á jafn mörgum árum. Íslenski boltinn 18. september 2022 09:35
Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla. Íslenski boltinn 18. september 2022 08:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram-Keflavík 4-8 | Ótrúlegur leikur í Úlfarsárdal Fram og Keflavík áttu möguleika á að enda í efri helming Bestu deildar karla en þar sem Stjarnan vann sinn leik gerðist það ekki. Það fór hins vegar svo að Keflavík vann 8-4 í einhverjum ótrúlegasta leik síðari ára í efstu deild. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 17. september 2022 18:15
Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 17. september 2022 17:33
„Þurfum að brýna stálið“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var þungur á brún eftir tapið fyrir Leikni, 1-2, í fallslag í Bestu deild karla í dag. Skagamenn skoruðu öll þrjú mörk leiksins. Íslenski boltinn 17. september 2022 17:27
„Þeir mega alveg vera með boltann mín vegna, því það sést hverjir vinna í lok leiks“ Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflvíkinga, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt í 4-8 sigri gegn Fram. Fótbolti 17. september 2022 17:26
„Höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því“ Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var hreykinn af sínu liði eftir sigurinn á ÍA, 1-2, á Akranesi í dag. Leiknismenn lentu undir en komu til baka og unnu leikinn, þökk sé tveimur sjálfsmörkum Skagamanna. Íslenski boltinn 17. september 2022 17:14
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur gegn Val í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag. Jakob Snær Árnason skoraði sigurmark KA á 75.mínútu en Akureyringar sitja nú í 3.sæti deildarinnar og eru jafnir Víkingum að stigum. Íslenski boltinn 17. september 2022 17:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍA - Leiknir 1-2 | Skagamenn skoruðu öll mörkin í fallslagnum Leiknir komst upp úr fallsæti Bestu deildar karla með 1-2 sigri á ÍA á Norðurálsvellinum á Akranesi í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Skagamenn skoruðu öll mörk leiksins. Íslenski boltinn 17. september 2022 17:05
Logi Tómasson: Þetta var rothögg Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. Sport 17. september 2022 16:50
„Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið“ „Ég geri ráð fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið mikil skemmtun. Það var hægt tempó en svo vorum við mjög sterkir í seinni hálfleik og ég er ánægður með liði að hafa klárað þennan leik. ÍBV-liðið er gott lið. Þannig þetta var bara flott,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag. Fótbolti 17. september 2022 16:44
Eiður Smári: „Það er bara gaman að fara til Vestmannaeyja einu sinni á ári“ FH-ingar enda 22 leikja deildarkeppni í 11. og næst neðsta sæti eftir tap gegn Stjörnunni í Garðabænum í lokaumferðinni í dag. FH-ingar fara því í neðri hluta úrslitakeppninnar og þurfa að leika einum útileik meira en flest önnur lið. Eiður Smári Guðjonhsen, þjálfari FH, sér eftir þessum auka heimaleik en FH-ingar þurfa að heimsækja ÍBV til Eyja í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Íslenski boltinn 17. september 2022 16:43
Jakob Snær: Við erum alls ekki hættir „Það er alltaf sætt að skora og sérstaklega þegar mörkin telja mikið fyrir liðin. Mér fannst við vinna fyrir þessu í dag,“ sagði Jakob Snær Árnason, hetja KA-manna, en hann skoraði sigurmarkið gegn Val í Bestu deildinni í dag. Fótbolti 17. september 2022 16:20
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Íslenski boltinn 17. september 2022 16:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 2-1 FH | Stjarnan endar í efri helming og FH í fallsæti Stjarnan endar fyrsta leiktímabil Bestu-deildarinnar í 6. sæti og leikur því í efri hluta úrslitakeppninnar eftir 2-1 sigur á FH í lokaumferð deildarkeppninnar. Á sama tíma enda FH-ingar deildarkeppninna í fallsæti. Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Garðbæinga í dag. Íslenski boltinn 17. september 2022 15:55