Sjáðu þrennur Ísabellu og Kristrúnar og öll mörkin Sautján mörk voru skoruð í 7. umferð Bestu deildar kvenna sem fór fram í gær. Tveir leikmenn gerðu þrennu. Íslenski boltinn 9. júní 2024 14:01
„Ég var að reyna senda hann á fjærsvæðið og hann fór inn, ég tek því bara” „Bara ótrúlega sátt, þetta gerist ekkert mikið betra en að mæta hérna á Akureyri og vinna 3-0 þannig bara frábær sigur í dag”, sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir öruggan útisigur gegn Þór/KA í toppslag deildarinnar en Agla bæði skoraði og lagði upp í dag. Fótbolti 8. júní 2024 19:57
„Sést oft í Eyjum og á N1 mótinu en á kannski ekki að vera í fullorðinsfótbolta” „Ég er mjög ósáttur með hvernig við töpuðum þessum leik. Alltaf vont að tapa og frekar ósáttur hvernig við töpuðum þessum, það er bara þannig”, sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir 3-0 tap gegn toppliði Breiðabliks á heimavelli í dag. Fótbolti 8. júní 2024 19:38
„Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna“ Nik Chamberlain, þjálfari toppliðs Breiðabliks, var ánægður með 3-0 sigur gegn Þór/KA fyrir norðan í dag en segir aðstæður hafa verið erfiðar en spilað var á VÍS-vellinum sem hefur náttúrulegt gras og hefur mátt þola snjókomu alla vikuna. Fótbolti 8. júní 2024 19:00
Þrenna Kristrúnar tryggði Þrótti fyrsta sigur tímabilsins Kristrún Rut Antonsdóttir var allt í öllu í liði Þróttar er liðið vann sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu. Hún skoraði þrennu er liðið lagði Tindastól 4-2. Íslenski boltinn 8. júní 2024 18:32
Snædís María: Leikplanið gekk mjög vel upp Snædís María Jörundsdóttir skoraði tvíveigis fyrir FH gegn Fylki í Bestu deild kvenna í dag en hún segir að leikplanið hafi gengið alveg upp. Fótbolti 8. júní 2024 17:31
„Ég elska að vera í slagsmálum“ „Tilfinning er mjög góð. Þetta var baráttu sigur í dag og verðskuldaður sigur,“ sagði Kristrún Ýr Hólm, fyrirliði Keflavíkur, í viðtali eftir leik. Íslenski boltinn 8. júní 2024 17:25
„Verður að virða myrkraöfl knattspyrnunnar“ John Andrews, þjálfari Víkings, var ósáttur við tap sinna kvenna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna en kvaðst þó ánægður með frammistöðuna. Hann biðlar til leikmanna sinna virða myrkaöfl knattspyrnunnar, þegar andstæðingurinn reynir að hægja á leiknum. Íslenski boltinn 8. júní 2024 17:12
„Þetta var afleitt og það þarf að skóla nokkra leikmenn til“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur eftir 4-0 tap gegn Val á útivelli. Kristján var ósáttur með vörn liðsins sem var í vandræðum með fyrirgjafir Vals. Sport 8. júní 2024 17:00
Uppgjör og viðtöl: Víkingur - Keflavík 0-1 | Annar sigur Keflvíkinga í röð Keflvíkingum tókst að strengja saman tvo deildarsigra með því að sækja stigin þrjú í Fossvog eftir 0-1 sigur á Víkingum. Sigurinn lyftir Keflavík upp úr fallsæti og upp í það áttunda í Bestu-deild kvenna. Íslenski boltinn 8. júní 2024 17:00
„Vildi koma mínu fram í seinni hálfleik og það heppnaðist“ Valur vann 4-0 sigur gegn Stjörnunni og komst aftur á sigurbraut eftir tap gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Ísabella Sara Tryggvadóttir, leikmaður Vals, fór á kostum og gerði þrennu. Íslenski boltinn 8. júní 2024 16:50
Uppgjör og viðtöl: Fylkir - FH 0-3 | Öruggt hjá FH-ingum í Árbænum Snædís María Jörundsdóttir skoraði tvö mörk og Hildigunnar Ýr Benediktsdóttir eitt þegar FH sigraði Fylki, 0-3, á útivelli í Bestu deild kvenna í dag. Íslenski boltinn 8. júní 2024 15:55
Uppgjör og viðtöl: Valur - Stjarnan 4-0 | Íslandsmeistararnir aftur á sigurbraut Eftir að hafa tapað síðasta leik gegn Blikum svöruðu Íslandsmeistararnir fyrir sig með sannfærandi 4-0 sigri gegn Stjörnunni. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 8. júní 2024 15:50
Uppgjör: Þór/KA - Breiðablik 0-3 | Blikar völtuðu yfir toppslaginn Breiðablik lagði Þór/KA sannfærandi að velli, 3-0, í toppslag í 7. umferðar Bestu deildar kvenna á Akureyri í dag. Breiðablik er því áfram taplaust á toppnum en Þór/KA fellur niður í þriðja sæti eftir sigur Vals fyrr í dag. Íslenski boltinn 8. júní 2024 15:31
Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina: „Hún ákvað að verða Messi“ Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna sem fram fer á morgun, laugardag. Íslenski boltinn 7. júní 2024 13:00
FH spilar í gulum búningi til styrktar Píeta samtakanna FH frumsýndi nýjan búning í leiknum gegn Fram í Bestu deild karla á föstudaginn. Búningurinn er styrktarbúningur fyrir Píeta samtökin. Íslenski boltinn 4. júní 2024 12:31
Leikdagurinn: Væri líklega kokkur ef frændurnir hefðu ekki látið hana standa í marki Leikdagurinn er nýr þáttur sem er framleiddur af Recmedia fyrir Bestu deildina. Í þættinum fáum við að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi. Íslenski boltinn 31. maí 2024 13:15
Átján Íslandsmeistaratitlar á Hlíðarenda á átta árum Karlalið Vals varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik. Íslandsmeistaratitlar hafa hreinlega streymt á Hlíðarenda á síðustu árum. Körfubolti 30. maí 2024 09:31
Mörkin úr stórleiknum á Kópavogsvelli og öll hin Breiðablik vann Val í stórleik 6. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta. Mörkin úr þeim leik og öllum hinum má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 26. maí 2024 20:01
„Þurfum að virða það að þú þarft að hafa fyrir hlutunum“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var ekki sáttur með framlag sinna leikmanna í leiknum gegn Keflavík í dag. Þróttarar töpuðu, 1-0, og sitja á botni Bestu deildar kvenna með aðeins eitt stig. Íslenski boltinn 25. maí 2024 17:13
„Ekkert smá sætt“ Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur, var að vonum sátt eftir fyrsta sigur liðsins í Bestu deildinni í sumar. Í dag lögðu Keflvíkinga Þróttara að velli, 1-0. Íslenski boltinn 25. maí 2024 17:03
Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Þróttur R. 1-0 | Fyrsti sigur Keflvíkinga Keflavík lyfti sér upp úr neðsta sæti Bestu deildar kvenna með 1-0 sigri á Þrótti suður með sjó í dag. Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga á tímabilinu. Íslenski boltinn 25. maí 2024 17:00
Uppgjörið og viðtöl: FH - Víkingur 2-2 | Dramatískt jafntefli í Kaplakrika FH og Víkingur skildu jöfn í Bestu deild kvenna í dag eftir að Víkingur jafnaði í blálokin. Íslenski boltinn 25. maí 2024 13:15
Breiðablik tók fram úr Val í launagreiðslum til leikmanna Breiðablik var með hæsta launakostnaðinn í Bestu deild karla og kvenna á síðasta ári. Íslenski boltinn 25. maí 2024 08:01
Víkingar greiddu langmest í sektir vegna agamála Víkingur greiddi mest allra félaga í sektir vegna agamála á árinu 2023, alls 448 þúsund krónur, rúmlega tvö hundruð þúsund krónum meira en næsta félag, KA. Íslenski boltinn 24. maí 2024 23:31
Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 5-0 | Þór/KA í stuði í Boganum Þór/KA vann öruggan 5-0 sigur gegn Tindastóli í Boganum fyrr í kvöld en leikurinn var liður í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna. Heimakonur komust snemma yfir og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik og sigurinn því aldrei í hættu. Íslenski boltinn 24. maí 2024 23:29
„Hefðum getað gert þetta ennþá ljótara á töflunni” Þór/KA vann 5-0 stórsigur á Tindastóli í bestu deild kvenna fyrr í kvöld eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var mjög ánægður með leik síns liðs og þá sérstaklega spilamennskuna í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum. Fótbolti 24. maí 2024 23:18
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik-Valur 2-1 | Endurkomusigur hjá Blikum Blikakonur er einar með fullt hús á toppnum eftir 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í toppslag Bestu deildar kvenna. Valskonur komust yfir en Blikar tryggðu sér sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Íslenski boltinn 24. maí 2024 20:50
Pétur: Vorum með leikinn í teskeið í fyrri hálfleik Valur tapaði gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í toppslag 6. umferðar Bestu deildar kvenna 2-1. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik. Sport 24. maí 2024 20:40
„Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði“ Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Val í toppslag Bestu deildar kvenna. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með seinni hálfleik liðsins sem skilaði tveimur mörkum. Sport 24. maí 2024 20:28