Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Valskonur komnar með sex stiga forskot á toppnum

    Kvennalið Vals steig stórt skref í átta að fimmta Íslandsmeistaratitlinum í röð með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í kvöld. Þór/KA gat með sigri minnkað forskot Vals niður í eitt stig en í staðinn eru Valskonur komnar með sex stiga forskot á Breiðablik sem er í 2. sætinu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fá Valskonur gull- silfur og bronsskóinn í ár?

    Valskonur eru í frábærum málum í Pepsi-deild kvenna eftir leiki gærkvöldsins með sex stiga forskot á toppnum auk þess að eiga leik inni á liðið í öðru sæti sem er Breiðablik. Valsliðið hefur skorað 51 mark í 11 leikjum eða 28 mörkum meira en næsta lið og nú er svo komið að liðið á þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Greta: Æðislegt að allt sé hægt í fótboltanum

    „Mér fannst við ekkert vera lélegri en þær í byrjun og svo fáum við tvö mörk á okkur og missum mann af velli. Þess vegna finnst mér frábært að við sýndum þennan baráttuanda og fáum stigin þrjú" sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir kantmaður Blikastúlka gríðarlega ánægð eftir að Blikar náðu að vinna sig úr því að vera 0-2 undir og vinna leikinn 3-2.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Elva: Ég veit ekki hvað gerðist

    „Þetta er gríðarlega sárt, við komumst 2-0 yfir og við höldum sjálftrausti þrátt fyrir að fá á okkur mark fljótlega. Þetta gekk bara ekki í dag, við hættum eiginlega bara eftir annað markið og seinni hálfleikurinn var virkilega dapur," sagði Elva Friðjónsdótti, leikmaður Þórs/KA svekkt eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð

    Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar.

    Íslenski boltinn