„Vonandi getum við búið til alls konar vesen hérna á heimavelli“ Halldór Jón Sigurðarsson (Donni), þjálfari Tindastóls, var kampakátur eftir jafntefli í kvöld, 3-3, á móti Þór/KA. Eftir að hafa lent 3-1 undir um miðbik seinni hálfleiks jafnaði Tindastóll úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Íslenski boltinn 30. júlí 2024 21:59
Uppgjörið: Tindastóll - Þór/KA 3-3 | Ótrúleg endurkoma Stólanna Þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til leiksloka náði Tindastóll í stig gegn Þór/KA í 15. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Lokatölur á Sauðárkróki, 3-3. Íslenski boltinn 30. júlí 2024 21:45
Uppgjörið: Þróttur - Keflavík 4-2 | Endurkomusigur Þróttar Þróttur vann ótrúlegan 4-2 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Keflvíkingar komust tveimur mörkum yfir en heimakonur létu það ekki slá sig út af laginu og svöruðu með fjórum mörkum. Íslenski boltinn 30. júlí 2024 20:22
Ólafur um dómgæsluna: „Happa og glappa hvað kemur upp úr hattinum“ Þróttur vann 4-2 sigur gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Heimakonur lentu tveimur mörkum undir en sneru dæminu sér í vil og Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttara, var ánægður með karakter þeirra. Íslenski boltinn 30. júlí 2024 20:20
„Leka inn mörkum hér og þar þannig að þetta verður áhugaverð barátta“ Mist Rúnarsdóttir fékk góða gesti til sín og hitaði upp fyrir 15. umferð Bestu deildar kvenna þar sem tvö langefstu lið deildarinnar, Valur og Breiðablik, mætast. Íslenski boltinn 30. júlí 2024 15:00
„Ég veit núna hvað ég er að fara út í og hvað ég þarf að laga“ Amanda Andradóttir var í síðustu viku seld frá Íslandsmeisturum Vals til hollenska meistaraliðsins Twente. Hún segir erfitt að kveðja uppeldisfélagið, í annað sinn, en telur tímabært að taka stökkið og er spennt fyrir skemmtilegum sóknarbolta. Fótbolti 27. júlí 2024 08:00
„Það er erfitt að brjóta okkur niður“ Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði eina mark leiksins þegar liðið sigraði Fylki á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Þrátt fyrir sigur fannst Ástu frammistaðan ekki upp á marga fiska. Íslenski boltinn 26. júlí 2024 21:30
„Sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði“ Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var súr og svekktur með tap á móti Breiðabliki í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Hann tók þó marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld. Íslenski boltinn 26. júlí 2024 20:45
Allt jafnt í Víkinni í fjörugum leik Víkingur og Þróttur skildu jöfn í Bestu deild kvenna í kvöld í markalausum en fjörugum leik. Fótbolti 26. júlí 2024 20:10
Uppgjörið: Breiðablik - Fylkir 1-0 | Blikar aftur á toppinn Breiðablik tók á móti Fylki á Kópavogsvelli í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Blika en Ásta Eir Árnadóttir skoraði eina mark leiksins í upphafi hans. Íslenski boltinn 26. júlí 2024 17:16
„Eðlilegt að leikmenn séu uppgefnir“ Þrátt fyrir tapið fyrir Val, 1-4, í Bestu deild kvenna í kvöld var þjálfari Tindastóls sáttur með sitt lið. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 22:11
„Ég held að þetta hafi verið óður til ræstingafólksins“ Þjálfari Þórs/KA var sáttur eftir sigurinn á Keflavík, 0-1, suður með sjó í Bestu deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 21:53
Uppgjörið: Tindastóll - Valur 1-4 | Meistararnir sigu fram úr í seinni hálfleik Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigur á Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld með því að skora þrjú mörk á fimmtán mínútum í seinni hálfleik. Lokatölur á Króknum 1-4, Valskonum í vil. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 21:20
Uppgjörið: Keflavík - Þór/KA 0-1 | Norðankonur unnu suður með sjó Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar Þór/KA sótti botnlið Keflavíkur heim í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 21:10
„Bara galið að við fengum ekkert út úr þessum leik“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH, trúði varla sínum eigin augum í leikslok eftir að lið hans tapaði á dramatískan hátt á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 20:45
Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-2 | Andrea Mist hetja Garðbæinga Stjarnan sigraði FH á dramatískan hátt í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli og sigraði Stjarnan með tveimur mörkum gegn einu en sigurmarkið kom í uppbótartíma. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 20:30
Framkvæmdastjóri Rey Cup: Landsliðskonur hjálpa við að lokka stórliðin Helena Ólafsdóttir hitaði upp að venju fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna og fékk til sín góðan gest, Gunnhildi Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóra Rey Cup fótboltamótsins. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 14:02
„Erum andandi ofan í hálsmálið á þeim“ „Það er alltaf gaman að fara út á land og spila. Það leggst vel í okkur. Vonandi komum við heim með þrjú stig,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals. Valskonur eru á leið á Sauðárkrók þar sem þær mæta Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 24. júlí 2024 12:30
Áslaug Munda ekki meira með Blikum í sumar Hin fjölhæfa Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik á þessari leiktíð. Íslenski boltinn 23. júlí 2024 19:15
Stjarnan fyllir í skarð Cosme Stjörnukonum hefur borist liðsstyrkur í Bestu deild kvenna. Hin bandaríska Jessica Ayers er gengin í raðir félagsins. Íslenski boltinn 23. júlí 2024 15:00
„Ég held að það hafi verið vel hugsað um þær á þessum tíma“ Þróttarakonur sátu lengi í fallsæti í Bestu deild kvenna í fótbolta en eru núna komnar upp í sjötta sæti deildarinnar. Bestu mörkin ræddu ferðalag Þróttaraliðsins upp töfluna. Íslenski boltinn 23. júlí 2024 13:01
Vildu rautt á tæklingu Sharts: „Þetta er hættulegt“ Tækling Hönnuh Sharts, varnarmanns Stjörnunnar, á Barbáru Sól Gísladóttur í leik Garðbæinga við Breiðablik, var til umræðu í Bestu mörkunum. Sharts fékk gult spjald fyrir en annar litur hefði getað verið á spjaldinu. Íslenski boltinn 22. júlí 2024 14:30
„Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur“ „Góð tilfinning að fá loksins sigurleik,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir fyrsta sigurleik liðsins síðan 2. maí, en liðið vann stórsigur á Tindastóli 4-1 í dag á Würth vellinum. Fótbolti 21. júlí 2024 18:45
Uppgjörið: Fylkir 4 - Tindastóll 1 | Fyrsti sigur Fylkis síðan á vordögum Fylkir fékk Tindastól í heimsókn í dag í 13. umferð Bestu deildar kvenna. Unnu heimakonur stórsigur, 4-1, og gerðu í leiðinni botnbaráttuna enn meira spennandi. Íslenski boltinn 21. júlí 2024 15:16
Sátt með sigurinn gegn sínu gamla félagi: „Alltaf gaman að spila á móti þeim“ Natasha Anasi-Erlingsson spilaði í dag sinn fyrsta leik í treyju Íslandsmeistara Vals sem var að sjálfsögðu gegn hennar fyrrum félagi Keflavík. Á endanum hafði Valur betur með herkjum og er nú jafnt Breiðabliki á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta þegar 13. umferðum er lokið. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 19:16
Pétur sló á létta strengi: „Það er ekkert frí hjá okkur“ Pétur Pétursson sló á létta strengi eftir nauman 2-1 sigur Íslandsmeistara Vals á Keflavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það reyndist sjálfsmark. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 18:46
Uppgjörið: Valur - Keflavík 2-1 | Unnu níunda leikinn í röð Íslandsmeistarar Vals hafa nú unnið níu leiki í röð í deild og bikar en heppnin var svo sannarlega með þeim þegar liðið lagði Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 18:10
„Andstyggilegt og reynir bara að strauja hana“ Nik Chamberlain var létt eftir 1-0 sigur Breiðabliks á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Breiðablik heldur toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 16:55
Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 0-1 | Heimakonur rændar stigi Breiðablik vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í Bestu deild kvenna síðdegis. Það sem virtist löglegt jöfnunarmark var dæmt af heimakonum undir lok leiks í Garðabæ. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 16:15
Tryggði Þrótti þrjú stig í frumrauninni Melissa Alison Garcia skoraði sigurmark Þróttar gegn FH, 2-1, í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Með sigrinum komust Þróttarar upp í 6. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 15:57