

Bílar
Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Kolefnasporlausir bílar fyrir 2030? Polestar er með plan
Rafbílar eru umhverfisvænni kostur og sá samgöngumáti sem framtíðin snýst um. Rafbílar skilja þó eftir sig kolefnisspor við framleiðslu en er yfir höfuð hægt að fara fram á að bíll sé algjörlega sporlaus kolefnislega séð? Sænski bílaframleiðandinn Polestar segir „já, og við ætlum að græja það!“

Rannsaka hvort Tesla hafi blekkt neytendur og fjárfesta
Bandarískir saksóknarar rannsaka nú hvort að rafbílaframleiðandinn Tesla kunni að hafa gerst sekur um svik með því að blekkja bæði neytendur og fjárfesta um sjálfstýribúnað bílanna. Fyrirtækið og eigandi þess hafa haldið því fram að bílarnir geti ekið sér sjálfir.

Eldinum í bílnum fylgdi heljarinnar sprenging
Sendiferðabíll sem gjöreyðilagðist í bruna í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt stóð í ljósum logum áður en slökkviliðsmenn náðu að hemja eldinn. Þá varð nokkuð öflug sprenging í bílnum.

Bíll logaði í Vesturbænum
Laut eftir klukkan 03 í nótt var tilkynnt um eld í bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur. Slökkvilið var ekki lengi að slökkva eldinn en bíllinn, sem er sagður glænýr, er ónýtur.

Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo
Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum.

Flottustu Mustang bílarnir landsins til sýnis í dag
Allir flottustu Mustang bílar landsins eru nú til sýnis á 60 ára afmælissýning Mustang, sem fer fram í Brimborg í Reykjavík. Reiknað er með um fjögur þúsund manns á sýninguna, sem stendur til klukkan 16:00 í dag.

Dýrmætustu og sjaldgæfustu Mustang bílar landsins á afmælissýningu Mustang
Á morgun, laugardaginn 4. maí, verða dýrmætustu og sjaldgæfustu Mustang bílar landsins sýndir á sérstakri afmælissýningu í Brimborg í Reykjavík en þá eru 60 ár liðin frá því Ford Mustang leit fyrst dagsins ljós. Sýningin er haldin í samvinnu við Íslenska Mustang klúbbinn og er ókeypis inn.

Trítaði sig og fékk sér Teslu: „Hvað ertu með í laun eiginlega?“
Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, trítaði sig á dögunum og gaf sjálfum sér Teslu í sumargjöf. Um er að ræða hans fyrsta bíl en kaupin hafa vakið töluverða athygli ef marka má samfélagsmiðla.

Bíllinn leggur meðan ég fæ mér drykk - smart #3 reynsluakstur
„Vá, hvað hann er flottur,“ hugsaði ég strax. Straumlínulagaður og glansandi, hvít leðursæti, hárauð öryggisbelti, ég varð næstum því feimin, eins og ég hefði mætt í partý þar sem allir væru miklu yngri en ég. Meira að segja grafíkin á skjánum í mælaborðinu var „ung og hress“. smart #3, flunkunýi lúxusrafbíllinn úr smiðju Mercedes-Benz er sannarlega sportleg týpa. Hann er kominn til landsins og ég fékk að prófa.

Leikmaður Newcastle tók meirapróf
Matt Ritchie, leikmaður Newcastle United, virðist vera farinn að huga að lífinu eftir að skórnir fara á hilluna. Hann hefur nefnilega tekið meirapróf.

Aron passaði varla inn í bílinn
Í síðasta þætti af 0 upp í 100 hitti Magnea Björg leikarann Aron Már Ólafsson sem er oft kallaður Aron Mola.

„Hann var langt á undan sinni samtíð“
Eiríkur í Svínadal hugsaði mikið um framtíðina. Hann vann í því að koma rafmagni á bæi víða um sveitir og boraði fyrir heitu vatni. Þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson heimsótti hann árið 1996 var honum umhugað um að stjórnvöld færu að undirbúa komu rafbíla.

Mikill samdráttur á hagnaði Tesla
Hagnaður rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla dróst verulega saman á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Tekjur drógust saman um níu prósent og voru 21,3 milljarður dala en hagnaðurinn dróst saman um 55 prósent og var 1,1 milljarður dala.

Húsfélagið má ekki klippa á tengil rafvirkjameistara
Húsfélag fjölbýlishúss nokkurs hefur verið gert afturreka með kröfu sína um að einum íbúa hússins, sem er rafvirkjameistari, yrði bannað að nota einkatengil til hleðslu á bifreið hans í bílakjallara hússins. Húsfélagið krafðist þess einnig að því yrði eftir atvikum heimilt að klippa á tengilinn héldi eigandinn notkun hans áfram.

Pollrólegur í viðtali í 45 metra hæð yfir borginni
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk nýja körfubíla afhenta með pompi og prakt í Hafnarfirði í morgun. Bílarnir komast mun hærra en þeir gömlu og gætu skipt sköpum við björgunarstörf.

Magnea fór upp á fjall á tryllitæki
Í síðasta þætti af 0 upp í 100 hitti Magnea Björg Ingólf Pál Matthíasson sem stofnaði á sínum tíma fyrirtækið Ingo´s Icebreaking Tours.

Frumskógur bílastæðagjalda og þau hæstu þúsund krónur
Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir villta vestrið ríkja í gjaldtöku á bílastæðum. Neytendur standi frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin gildi þó á öllum bílastæðum. Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka málið.

Toyota sýnir úrvals fyrirtækjabíla á Verk og vit
Toyota á Íslandi hefur þjónustað íslenskt atvinnulíf í marga áratugi með góðum árangri. Á stórsýningin Verk og vit sem haldin verður í Laugardag 18.-21. apríl mun fyrirtækið sýna nokkra úrvals bifreiðar sem henta ólíkum fyrirtækjarekstri.

Villta vestrið í gjaldtöku bílastæða
Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka gjaldtöku á bílstæðum eftir að FIB benti á ófremdarástand á markaðnum. Framkvæmdastjóri félagsins segir neytendur verða fyrir barðinu á græðgisvæðingu og frumskógi innheimtuleiða.

FÍB vill að Neytendastofa grípi til aðgerða vegna ófremdarástands í bílastæðamálum
Félag íslenskra bifreiðaeigenda fer fram á það við Neytendastofu að gripið verði til aðgerða vegna þess sem félagið kallar ófremdarástand við gjaldtöku á bílastæðum hér á landi.

Innlit í Minkinn
Í síðasta þætti af 0 upp í 100 leit Magnea Björg á lítið hjólhýsi sem kallast Mink Camper og er íslenskt hugvit og er kallað Minkurinn á íslensku.

Fólk leggi of oft eins og Tjokkó
Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð.

Bíl Tjokkó lagt í neyðarbílastæði meðan hann tróð upp
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp á glæsilegri árshátíð Landsbankans í Laugardalshöll í gærkvöldi. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir það að meðan á „gigginu“ stóð lá glæsikerra hans í stæði sem ætlað er neyðarbílum.

Fær einn af sextíu forsetaframbjóðendum upp í bíl til sín
James Einar Becker er mættur í fjórða skiptið á skjáinn á Vísi með bílaþættina Tork gaurinn. James segir nýju seríuna verða sérlega skemmtilega þar sem hann prófar ýmsa nýja hluti og bregður sér oft til útlanda að skoða ýmsa ólíka bíla.

Innlit í Krúserhöllina
Magnea Björg Jónsdóttir heldur áfram að skoða allskonar bifreiðar í þáttunum 0 upp í 100 á Stöð 2.

Nýr Toyota Yaris Hybrid frumsýndur á laugardag
Næstkomandi laugardag, 6. apríl, verður nýr Toyota Yaris Hybrid frumsýndur hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota.

Leið eins og stjórnanda geimskips
Það voru blendnar tilfinningar sem bærðumst um í brjósti blaðamanns þegar hann labbaði léttstígur að húsakynnum Toyota á Íslandi við Kauptún í Garðabæ fyrir viku síðan. Smá fiðringur í maganum en líka örlítið stress.

Hjólin hvert öðru glæsilegra
Bifhjólasamtökin Sniglarnir fagna fjörutíu ára afmæli í dag. Sérstök sýning var því meðal annars í Reykjavík í dag á hundrað og fjörutíu mótorhjólum.

Mikill samdráttur í nýskráningu fólksbíla milli ára
Skráning nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman milli ára. Í mars á þessu ári voru skráðir 532 nýir fólksbílar, en þeir voru 1.832 í sama mánuði á síðasta ári. Samdrátturinn nemur því 71 prósenti. Dacia var með flesta nýskráða bíla í mars, en Toyota það sem af er ári.

Starfsmaður Base Parking á 170 á bíl viðskiptavinar
Karlmanni sem nýtti sér þjónustu Base Parking á dögunum brá í brún þegar hann kíkti á upptöku úr hraðamyndavél bílsins og sá að honum hefði verið ekið á 170 kílómetra hraða í átt að bílageymslu fyrirtækisins.