Mæðgin ákærð eftir að þremur milljónum var stolið af reikningi eldri manns Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ákært sex manns fyrir að hafa ýmist svikið samtals þrjár milljónir króna af bankareikningi karlmanns á níræðisaldri í Hrísey eða peningaþvætti með því að hafa notið ávinnings af fjársvikunum. Innlent 28. desember 2022 14:58
Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. Innlent 28. desember 2022 13:06
Til greina kemur að nafngreina mann sem hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara Héraðsdómur Reykjavíkur hyggst skoða hvort ástæða sé til að nafngreina karlmann sem var nýverið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík. Innlent 28. desember 2022 12:01
Brúneggjabræður áfrýja dómnum í málinu gegn RÚV og MAST Bræðurnir Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir hyggjast áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli þeirra gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun til Landsréttar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Viðar Lúðvíksson. Innlent 28. desember 2022 06:45
Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. Innlent 23. desember 2022 19:01
„Við erum bara að tala um eina Erlu Bolladóttur og hún kom okkur í fangelsi“ Magnús Leópoldsson, sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaður um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana, segist í áfalli yfir þeim tíðindum að forsætisráðherra hafi ákveðið að greiða Erlu Bolladóttur 32 milljónir króna í miskabætur. Erla sat í gæsluvarðhaldi í 232 daga við rannsókn sama máls. Innlent 23. desember 2022 16:15
Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Innlent 23. desember 2022 13:12
Héraðsdómur segir Brúneggjabræður geta sjálfum sér um kennt Þegar endurrit Kastljósþáttarins frá 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. er borið saman við þau gögn sem fyrir lágu frá Matvælastofnun, er ekki annað að sjá en að þar sé rétt farið með allar upplýsingar og staðreyndir. Innlent 23. desember 2022 11:16
Ekki sýnt fram á að rekja megi banaslysið til jarðhræringa GT verktakar eiga rétt á því að fá þriðjung þeirrar jarðýtu sem féll ofan í malarnámu í Þrengslunum árið 2020 bættan. Stjórnandi jarðýtunnar lést í slysinu. Hann er talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við stjórn jarðýtunnar. Ekki þykir sannað að stór jarðskjálfti, nokkrum dögum fyrir slysið, hafi átt þátt í því. Innlent 23. desember 2022 11:16
Bandaríkjamaður beit lögreglumann á Hverfisgötu Bandarísku karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum, reyna að bíta lögreglumann og fyrir að bíta annan lögreglumann. Lögreglumaðurinn sem var bitinn hlaut yfirborðsáverka. Innlent 22. desember 2022 19:16
Paddy's fær að heita Paddy's Barinn Paddy's beach pub í Keflavík þarf ekki að hætta notkun nafnsins Paddy's. Eigandi hins sáluga Paddy's irish pub, sem rekinn var í sama húsnæði, höfðaði dómsmál til að krefjast þess að notkun nafnsins yrði hætt. Viðskipti innlent 22. desember 2022 18:31
Brúneggjabræður biðu lægri hlut gegn MAST og RÚV Matvælastofnun og Ríkisútvarpið voru í dag sýknuð í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja. Þetta er í annað skiptið sem eggjaframleiðendurnir láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 22. desember 2022 15:55
Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Innlent 22. desember 2022 12:43
Landabruggari með heimagerða sprengju í fjögurra mánaða fangelsi Karlmaður á sjötugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og ökulagabrot. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum heimatilbúna sprengju og gaddakylfu sem fannst við húsleit lögreglu Innlent 21. desember 2022 19:07
Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi. Innlent 21. desember 2022 15:55
Tókst ekki að sanna að hross væri hrekkjótt Ung kona sem höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna alvarlegs reiðslyss, sem hún lenti í þegar hún var sextán ára gömul, fær engar bætur úr hendi eiganda hrossins. Ekki taldist sannað að hrossið væri hrekkjótt. Innlent 21. desember 2022 13:48
Sparkaði og skallaði lögreglumenn og hótaði þeim ítrekað lífláti Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn valdstjórninni með því að hafa beitt lögreglumenn ofbeldi og ítrekað hótað þeim lífláti. Innlent 21. desember 2022 11:02
Ekki talið nauðgun að troða fingri í endaþarm Karlmaður var í gær dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Í málinu var talið sannað að hann hefði troðið fingri í endaþarm annars manns en það var ekki talið nauðgun. Innlent 20. desember 2022 06:30
Taldi sig dauðvona, afhenti dóttur sinni fúlgur fjár og vildi þær svo til baka Einstakt mál var til úrlausnar hjá Héraðsdómi Reykjaness en það snýst um að maður nokkur sem var á leið í aðgerð og taldi litlar líkur á að hann myndi lifa hana af afhenti dóttur sinni fúlgur fjár. Innlent 19. desember 2022 16:14
Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. Innlent 19. desember 2022 10:23
Viðskiptafréttir ársins 2022: Skattsvik, klikkaður fasteignamarkaður og úrræðagóðir Akureyringar Árið 2022 í viðskiptalífinu einkenndist af því að í fyrsta sinn frá því snemma árs 2020 komst lífið aftur í venjubundið horft eftir tveggja ára kórónuveirufaraldur. Viðskipti innlent 18. desember 2022 10:00
Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. Innlent 17. desember 2022 18:19
Átta ára fangelsi yfir Árnmari endanleg niðurstaða Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisdóm yfir Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Innlent 16. desember 2022 14:33
Dómur fyrir íkveikju á Akureyri lítillega mildaður Landsréttur hefur dæmt Kristófer Örn Sigurðarson í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Um er að ræða mildun sem nemur þremur mánuðum frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrra. Innlent 16. desember 2022 14:12
Gæsluvarðhaldi yfir mönnum í hryðjuverkamáli hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði rétt í þessu að mennirnir sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka og aðild að skipulagningu hryðjuverka yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mönnunum var nýlega sleppt úr haldi eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmar ellefu vikur. Innlent 16. desember 2022 12:00
Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. Innlent 16. desember 2022 10:39
Tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt pólskan karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Innlent 15. desember 2022 15:10
„Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. Innlent 15. desember 2022 07:01
Jón Ársæll sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sýknað sjónvarpsmanninn Jón Ársæl af skaðabótakröfum dánarbús konu sem hann tók viðtal við fyrir sjónvarpsþættina Paradísarheimt sem sýndir voru hjá Ríkissjónvarpinu. Landsréttur dæmdi Jón fyrr á árinu til að greiða konunni átta hundrað þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. Innlent 14. desember 2022 18:06
„Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær. Innlent 14. desember 2022 15:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent