Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Dæmdur í 238 milljóna sekt fyrir skatt- og skilasvik

Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum.

Innlent
Fréttamynd

Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð.

Innlent
Fréttamynd

Laganna vörður hafði betur gegn Verði

Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða lögreglumanni bætur eftir að hann slasaðist við störf sín í október árið 2014 þegar ekið var í veg fyrir lögreglubifreið sem hann ók.

Innlent
Fréttamynd

Lagði VÍS í bumbuboltabaráttu

Karlmaður á fimmtugsaldri hafði betur í baráttu við Vátryggingafélag Íslands sem neitaði að viðurkenna bótaskyldu eftir slys í hádegiskörfubolta vinnufélaga í febrúar 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mál Elínar og Sigurjóns fara aftur fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir stór­fellt brot gegn barns­móður sinni

„Segðu henni að vera ekki með þetta fokking kjaftæði. Það er ekki ég sem er að eyðileggja þetta allt það er hún, ha. Og hún skal bara fokking koma með drengina í dag eða ég fokking stúta henni, ég er ekki að fokking djóka,“ var meðal þess sem maðurinn sagði í símtali við vinkonu brotaþola.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið

Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs.

Innlent
Fréttamynd

Milljónirnar öruggari hjá mömmu en í bankanum

Sonur pólskra hjóna sem ákærð eru fyrir peningaþvætti fullyrðir að rúmar tvær milljónir króna, sem haldlagðar voru við húsleit á heimili foreldra hans árið 2017, séu sparifé í hans eigu, sem hann hafi talið öruggara í vörslu móður sinnar en inni á bankareikningi.

Innlent