Dollarinn tekið dýfu í forsetatíð Donalds Trump Á miðvikudaginn náði dollarinn fimmtán mánaða lægð samtímis því að Dow Jones hlutabréfavísitalan náði methæð. Viðskipti erlent 5. ágúst 2017 06:00
Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Erlent 4. ágúst 2017 21:30
Fjórir ákærðir fyrir að leka trúnaðarupplýsingum úr Hvíta húsinu Þeir ákærðu eru grunaðir um að hafa greint frá trúnaðarupplýsingum og leynt samskiptum sínum við leyniþjónustur annarra landa. Erlent 4. ágúst 2017 17:38
Reyna að koma í veg fyrir að Trump reki sérstakan rannsakanda Þingmenn úr báðum flokkum í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram frumvörp sem myndu setja Donald Trump forseta stólinn fyrir dyrnar hyggist hann reyna að láta reka sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs hans við Rússa. Erlent 4. ágúst 2017 07:31
Forsætisráðherra Rússlands segir Trump niðurlægðan Bandaríkjaforseti skrifaði ósáttur undir nýjar þvinganir gegn Rússum. Fulltrúadeild þingsins beri ábyrgð á versnandi sambandi við Rússland. Forsætisráðherra Rússa segir þvinganirnar algjöra stríðsyfirlýsingu. Erlent 4. ágúst 2017 06:00
Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. Erlent 3. ágúst 2017 21:50
Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Erlent 3. ágúst 2017 18:46
Trump á leið í sautján daga frí Gagnrýndi fyrri forseta Bandaríkjanna ítrekað fyrir að fara í frí og spila golf. Erlent 3. ágúst 2017 15:42
Kennir þinginu um slæmt og hættulegt samband við Rússland „Þið getið þakkað þinginu, sama fólkinu og getur ekki einu sinni fært okkur heilbrigðisþjónustu!“ Erlent 3. ágúst 2017 14:01
Deildu um Frelsisstyttuna í Hvíta húsinu „Það stendur ekkert á styttunni um það að tala ensku.“ Erlent 3. ágúst 2017 10:47
Segir refsiaðgerðirnar jafngildi „viðskiptastríðs“ Aðgerðunum er meðal annars ætlað að refsa Rússum fyrir aðkomu sína að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Erlent 3. ágúst 2017 07:34
Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Bandaríkjamenn hafa hert refsiaðgerðir sínar gegn Rússum. Donald Trump forseti skrifaði undir lög þess efnis í dag en gagnrýndi Bandaríkjaþing fyrir að binda hendur sínar. Erlent 2. ágúst 2017 17:51
Vilja gerbreyta innflytjendakerfi Bandaríkjanna Donald Trump vill byggja kerfið á hæfnismati en ekki fjölskyldutengslum. Erlent 2. ágúst 2017 16:44
Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Forsetinn sagði yfirmann skátahreyfingarinnar hafa hringt í sig og sagt að umdeild ræða hans hefði verið "sú besta sem hefði verið haldin fyrir þá“. Erlent 2. ágúst 2017 10:52
Christopher Wray nýr forstjóri FBI Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld með 92 atkvæðum gegn 5 að Christopher Wray taki við starfi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Erlent 1. ágúst 2017 21:43
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Erlent 1. ágúst 2017 18:38
Sakna Scaramucci nú þegar Þáttastjórnendur helstu spjallþátta Bandaríkjanna tækluðu nýjustu vendingar í Hvíta húsinu. Lífið 1. ágúst 2017 10:18
Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. Erlent 1. ágúst 2017 00:09
Trump var að grínast þegar hann hvatti til lögregluofbeldis Bandaríkjaforseti hvatti lögreglumenn til að fara ekki of vel með grunaða menn í varðhaldi og lögregluembætti hafa afneitað ummælunum. Hvíta húsið segir að hann hafi verið að grínast. Erlent 31. júlí 2017 23:25
Dagar „kjaftæðisins“ í Hvíta húsinu sagðir liðnir Hvíta húsið segir að Donald Trump forseti hafi talið orðfæri fyrrverandi samskiptastjóra síns ekki viðeigandi fyrir mann í hans stöðu. Heimildamenn CNN segja þó að forsetanum hafi aðallega mislíkað að samskiptastjórinn hafi orðið miðpunktur athygli fjölmiðla frekar en hann sjálfur. Erlent 31. júlí 2017 21:19
Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. Erlent 31. júlí 2017 18:51
Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. Erlent 29. júlí 2017 19:53
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. Erlent 28. júlí 2017 21:07
Trump kominn með mótframbjóðanda Fyrsti demókratinn hefur boðað framboð sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020. Erlent 28. júlí 2017 19:58
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. Erlent 28. júlí 2017 09:14
Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. Erlent 28. júlí 2017 08:25
Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Öldungadeildarþing Bandaríkjanna samþykkti, 98 gegn 2, að herða þvinganir gegn Rússum. Erlent 27. júlí 2017 23:41
Ætlar ekki að segja af sér fyrr en Trump segir til Jeff Sessions segir hann og Trump deila sömu gildum og hann muni berjast fyrir þeim áfram. Erlent 27. júlí 2017 22:32
Trump-liðar hóta Alaska vegna atkvæðis þingmanns Öldungadeildarþingmaður ríkisins kaus gegn því að fella sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna niður. Erlent 27. júlí 2017 18:05
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. Erlent 27. júlí 2017 15:07