
Metin sex sem Salah setti í gær
Mohamed Salah hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool og átti enn einn stórleikinn þegar liðið sigraði Manchester City. Hann setti sex met í leiknum á Etihad í gær.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Mohamed Salah hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool og átti enn einn stórleikinn þegar liðið sigraði Manchester City. Hann setti sex met í leiknum á Etihad í gær.
Manchester United-hetjan Eric Cantona er nýorðinn afi í fyrsta sinn. Barnabarnið fékk að sjálfsögðu voldugt nafn.
Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari.
Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar.
Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City.
Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik.
Liverpool er komið með ellefu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir nokkuð þægilegan sigur á Manchester City á útivelli í dag. Mohamed Salah hélt áfram að sýna að það eru ekki margir betri en hann í fótbolta í heiminum.
Newcastle lenti snemma undir á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag en svöruðu með fjórum mörkum á ellefu mínútum og enduðu á að vinna leik liðanna 4-3.
Manchester City verður án síns markahæsta leikmanns í stórleiknum á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Graham Potter stýrði liði West Ham til sigurs á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafði þar mikil áhrif á baráttuna um Englandsmeistaratitilinn.
Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með átta stiga forskot á Arsenal sem gæti orðið að ellefu stiga forskoti seinna í dag.
Mikel Arteta sagði hans menn í Arsenal aldrei hafa náð tökum á leiknum þegar liðið beið lægri hlut gegn West Ham í dag og varð um leið af gullnu tækifæri að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar.
Lánsmennirnir Marcus Rashford og Marco Asensio voru í lykilhlutverkum þegar Aston Villa vann góðan 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa er nú aðeins stigi á eftir Chelsea í deildinni.
Tottenham vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann öruggan sigur á Ipswich á útivelli. Þá unnu Úlfarnir góðan útsigur gegn Bournemouth.
Arsenal fór illa að ráði sínu í dag þegar liðið tapaði gegn West Ham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Sóknarleikur liðsins var bragðdaufur og þá luku þeir leiknum manni færri eftir rautt spjald í seinni hálfleiknum.
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var mjög ósáttur með að liðið hans fékk ekki vítaspyrnuna sem dómarinn dæmdi í uppbótatíma í 2-2 jafnteflinu við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Ruben Amorim sá sína menn í Manchester United bjarga stigi undir lokin í 2-2 jafntefli á móti Everton í Goodison Park i ensku úrvalsdeildinni í dag.
Everton og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Everton virtist vera með sigurinn í höndunum þegar United lifnaði allt í einu við á síðustu tuttugu mínútunum. Síðustu tuttugu mínútur leiks og uppbótatíminn varð síðan að mikilli rússíbanaferð.
Tony Pulis, fyrrum knattspyrnustjóri Stoke City á Englandi, var ekki yfir sig hrifinn af íslenskum eigendum liðsins á sínum tíma. Það var þá mismikið sem íslenskir leikmenn liðsins fengu að spila undir hans stjórn.
Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar.
Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur hafa nú misst þolinmæðina og ákveðið að freista þess að fá fjölmiðlamenn til að hætta að kalla liðið Tottenham.
Lærisveinar Ruud van Nistelrooy í Leicester hafa nú tapað sex heimaleikjum í röð án þess að skora í þeim eitt einasta mark, eftir 4-0 skell gegn Brentford í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Sir Jim Ratcliffe, „Íslandsvinur“ og minnihluta eigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, heldur áfram að komast í fréttirnar fyrir röngu hlutina. Nú þekkti hann ekki Katie Zelem, fyrirliða kvennaliðs félagsins.
Þrátt fyrir metinnkomu hjá Arsenal þá var enska úrvalsdeildarfélagið rekið með miklum halla á síðasta fjárhagsári.
Sonia Bompastor hefur gert frábæra hluti með kvennalið Chelsea síðan hún tók við liðinu af Emmu Hayes. Á dögunum opinberaði hún leyndarmál fjölskyldunnar.
Sjö karlmenn hafa verið kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum í Bandaríkjunum. Alls stálu þeir hlutum sem verðlagðir voru á tvær milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 280 milljónir íslenskra króna.
Arne Slot, þjálfari toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar var ekki sáttur með 2-2 jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham í kvöld.
Aston Villa og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í frábærum fótboltaleik á Villa Park í ensku úrvalsdeild karla.
Manchester United hefur skilað að sér reikningsuppgjöri fyrir síðustu þrjá mánuði síðasta árs og útkoman er sláandi.
Íslendingaliðið HamKam undirbýr sig fyrir komandi tímabil með æfingarleik á móti enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace.