

Enski boltinn
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Leikirnir

Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum
Newcastle komst í kvöld upp að hlið Manchester City í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 útisigur á West Ham.

Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun
Sir Jim Ratcliffe hefur verið að taka til hjá Manchester United og niðurskurðarhnífurinn hefur verið á lofti.

Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik
Gareth Taylor hefur verið látinn taka pokann sinn hjá Manchester City en hann var knattspyrnustjóri kvennaliðsins.

Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Liverpool á Englandi hefur tilkynnt um samning félagsins við íþróttavöruframleiðandann Adidas. Liðið mun því leika í Adidas-treyjum frá og með næstu leiktíð.

Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day
Samir Shah, stjórnarformaður BBC, vill sjá breytingar á fótboltaþættinum vinsæla, Match of the Day.

Arteta gekk út úr viðtali
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports.

Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“
Roy Keane gagnrýndi Arsenal eftir jafnteflið við Manchester United á Old Trafford í gær og sagði að liðið ætti að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir neðan sig en toppliði Liverpool.

Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish
Darren Lewis, aðstoðarritstjóri Daily Mirror, ræddi málefni Jack Grealish og Marcus Rashford á Sky Sports nýverið. Hann segir að ef myndir hefðu náðst af Rashford við drykkju líkt og þær sem birtust af Grealish nýverið þá hefði Rashford verið gerður að engu.

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
„Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag.

„Þetta félag mun aldrei deyja“
„Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag.

„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli.

David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Eftir heldur leiðinlegan fyrri hálfleik þá lifnaði heldur betur yfir leik Manchester United og Arsenal í síðari hálfleik. Lokatölur á Old Trafford 1-1 en gestirnir geta þakkað markverði sínum David Raya fyrir stigið.

Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Chelsea komst upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, upp fyrir Englandsmeistara Manchester City, með 1-0 sigri gegn Leicester í dag.

Son tryggði Spurs stig úr víti
Bournemouth kastaði frá sér tveggja marka forskoti og varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Tottenham Hotspur í Lundúnum í dag, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

„Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“
Arne Slot var allt annað en sáttur með fyrri hálfleik Liverpool gegn botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Það má með sanni segja að ráðning David Moyes hafi verið vendipunktur tímabilsins hjá Everton. Liðið var í bullandi fallbaráttu í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu en nú hefur það farið átta leiki án þess að bíða ósigur.

Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Aston Villa vann góðan 1-0 útisigur á Brentford í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

„Slakir og hægir í fyrri hálfleik“
Mohamed Salah skoraði deildarmörk númer 26 og 27 á leiktíðinni þegar Liverpool lagði botnlið Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Egyptinn sagði að Arne Slot, þjálfari Liverpool hafi verið allt annað en sáttur í hálfleik.

Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum
Jason Daði Svanþórsson og Benoný Breki Andrésson voru á ferðinni í enska boltanum í hádeginu og átti Jason Daði stóran þátt í frábærum 3-1 útisigri Grimsby begn toppliði Walsall í C-deildinni.

Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu
Topplið Liverpool lagði botnlið Southampton 3-1 þökk sé tveimur vítaspyrnum frá Mohamed Salah og óvæntu marki frá Darwin Núñez.

Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Englandsmeisturum Manchester City mistókst að komast upp fyrir Nottingham Forest þegar þeir töpuðu 1-0 í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“
Hún var fáránlega góð segir Benoný Breki Andrésson um tilfinninguna sem fylgdi því að skora fyrstu mörkin sín fyrir Stockport County. Hann segist hafa aðlagast vel hjá félaginu og finnur sig vel í hörku ensku C-deildarinnar. Benoný hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum Stockport, á aðeins 66 mínútum.

West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Leikmannahópur enska úrvalsdeildarliðsins West Ham á árinu 2024 kostaði sitt og það sýnir líka ný úttekt Knattspyrnusambands Evrópu.

Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð
Danski framherjinn Rasmus Höjlund hefur verið hreinlega fyrirmunað að koma boltanum í netið á nýju ári. Höjlund byrjaði á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið en tókst ekki að skora.

Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta
Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi.

Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United
Jamie Carragher gefur Ruben Amorim ekki háa einkunn fyrir frammistöðu hans í starfi knattspyrnustjóra Manchester United. Hann segir að ekki einn leikmaður hafi bætt sig undir stjórn Amorims.

Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning
Leikmenn geta farið frítt frá félögum renni samningur þeirra út og það eru nokkuð margir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í þeirri stöðu í sumar.

„Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“
Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, fannst liðið sitt lengstum vera með tök á leiknum á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. United komst yfir en Real Sociedad jafnaði úr vítaspyrnu og Orri Steinn Óskarsson fékk svo tvö tækifæri til að tryggja spænska liðinu sigurinn.

Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark
Liverpool sigraði Paris Saint-Germain, 0-1, á útivelli í Meistaradeild Evrópu í gær. Rauði herinn hefur nú unnið ríkjandi meistara í fjórum af sterkustu deildum Evrópu á tímabilinu.

QPR vildi Þorra en Fram sagði nei
Enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers, sem leikur í næstefstu deild, gerði tilboð í miðvörðinn unga Þorra Stefán Þorbjörnsson í vetur en Fram hafnaði tilboðinu.