Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Man United á­fram með fullt hús stiga

    Manchester United er enn með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, Það sem meira er þá á liðið enn eftir að fá á sig mark. Arsenal getur jafnað Man Utd að stigum með sigri á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United síðar í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Enginn veit hvað hefði gerst hefði Er­ling spilað“

    Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, var ánægður með 1-0 sigur sinna manna á Leicester City í dag. Kevin De Bruyne steig upp í fjarveru Erling Braut Håland en framherjinn var fjarri góðu gamni í dag. Pep sagði að enginn geti spáð fyrir um hvernig leikurinn hefði spilast hefði Norðmaðurinn verið með.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina

    Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Svona gera bara trúðar“

    Paul Scholes sakaði Antony um trúðslæti eftir að Brasilíumaðurinn ungi tók snúning með boltann, sem hann er þekktur fyrir, í 3-0 sigri Manchester United á Sheriff í Evrópudeildinni í fótbolta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jón Daði tryggði Bolton dramatískan sigur

    Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson reyndist hetja Bolton er liðið tók á móti Burton Albion í ensku C-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Jón Daði tryggði liðinu dramatískan 2-1 sigur með marki í uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“

    Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Emery tekur við af Gerrard hjá Aston Villa

    Spánverjinn Unai Emery mun taka við sem þjálfari Aston Villa um mánaðarmótin en félagið tilkynnti um þetta í kvöld. Emery hættir sem þjálfari Villarreal á Spáni til að reyna aftur fyrir sér á Englandi.

    Enski boltinn