
Elanga framlengir við Manchester United
Sænski knattspyrnumaðurinn Anthony Elanga fékk nýjan samning við Menchester United í jólagjöf í gær. Þessi 19 ára kanntmaður skrifað undir samning til ársins 2026, með möguleika á eins árs framlengingu.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Sænski knattspyrnumaðurinn Anthony Elanga fékk nýjan samning við Menchester United í jólagjöf í gær. Þessi 19 ára kanntmaður skrifað undir samning til ársins 2026, með möguleika á eins árs framlengingu.
Knattspyrnumaðurinn Jack Grealish varð í sumar dýrasti leikmaður Englands frá upphafi þegar hann gekk til liðs við Manchester City frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda. Hann segir að tími hans hjá Englandsmeisturunum hafi reynst mun erfiðari en hann átti von á.
Ruben Amorim, knaatspyrnustjóri Sportin Lissabon í Portúgal, hefur blandast í umræðuna um næsta knattspyrnustjóra Manchester United á Englandi.
Manchester City er sagt hafa nú þegar samþykkt sölu á fjórum leikmönnum fyrir næsta sumar, en talið er að fjármunirnir sem fáist fyrir þær sölur verði notaðir til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund.
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir að fundurinn á milli ensku úrvalsdeildarinnar og þjálfara deildarinnar sem haldinn var til að ræða vandræðin í kringum kórónuveirufaraldurinn hafi verið eins og að tala við vegg.
Enska úrvalsdeildin hefur verið einkar fjörug það sem af er ári. Það má alltaf deila um hver hefur verið bestur eða verstur en miðillinn Goal hefur nú birt sitt „draumalið“ til þessa í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að liðið sé vægast sagt áhugavert.
Leik Burnley og Everton í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að fara fram annan í jólum en nú er óvíst hvenær hann verður spilaður. Ástæðan er sú að fjöldi leikmanna Everton er með kórónuveiruna.
Innkoma Ralf Rangnick í ensku úrvalsdeildina þýðir að nú eru þrír Þjóðverjar að stýra þremur af fjórum stærstu liðum deildarinnar. Jürgen Klopp hjá Liverpool, Thomas Tuchel hjá Chelsea og nú Rangnick hjá Manchester United.
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Everton, er steinhissa á því að leikur liðsins gegn Burnley á öðrum degi jóla sé enn á dagskrá. Hann kveðst einungis hafa níu útispilara sem geta tekið þátt í leiknum.
Ralph Hassenhüttl, knattspyrnustjóri Southampton, segir að leikmenn og starfsfólk liðsins geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit innan herbúða liðsins.
Alls hefur kórónuveiran haft áhrif á leikjaniðurröðun 16 liða í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili, en á seinustu dögum hefur alls 12 leikjum verið frestað.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segist ekki ætla að kaupa framherja þegar félagsskiptaglugginn í Evrópu opnar í janúar.
Kórónuveiran heldur áfram að leika íþróttalífið grátt, en nú þegar hefur verið ákveðið að fresta fimmtán leikjum í neðri deildum Englands sem áttu að fara fram á öðrum degi jóla.
Leikjum Liverpool og Leeds annars vegar, og Wolves og Watford hins vegar, sem áttu að fara fram á öðrum degi jóla hefur verið frestað.
Það eru áhugaverð einvígi framundan í undanúrslitum enska deildabikarsins.
Liverpool er komið í undanúrslit enska deildabikarsins eftir sigur á Leicester í 8-liða úrslitum keppninnar á Anfield í kvöld.
Lundúnarliðin Tottenham og Chelsea eru komin áfram í enska deildabikarnum.
Skotinn Ewan Sharp hefur verið ráðinn til starfa hjá enska stórveldinu Manchester United en hann starfaði síðast fyrir Lokomotiv Moskvu, þar sem núverandi stjóri Man Utd, Ralf Rangnick, var yfirmaður leikmannamála.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að öllum virðist vera slétt sama um velverð leikmanna.
Benjamin Mendy, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, hefur verið ákærður fyrir enn eina nauðgunina.
Manchester United bakvörðurinn Gary Neville var tilbúinn að viðurkenna það að ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni sem með betra bakvarðartvíeyki en Liverpool. Ekkert lið í dag og ekkert lið heldur í sögunni.
Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins.
Arsenal varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins þegar liðið vann öruggan 5-1 sigur gegn C-deildarliði Sunderland.
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hann gæti neyðst til að nota leikmenn úr akademíu og U23 ára liði félagsins er Chelsea heimsækir Brentford í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins á morgun.
Bæði Liverpool og Leicester mæta með laskað lið til leiks er liðin mætast í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins á Anfield á morgun.
Willian var aldrei ánægður hjá Arsenal eftir að hafa komið þangað frá Chelsea á sínum tíma. Hann sagði Rio Ferdinand frá því að hafa beðið umboðsmann sinn um að koma sér í burtu frá félaginu.
Það eru ekki margir sem geta hafa sagt að þeir hafi náð að fagna marki með stórstjörnum í hinu frábæra liði Manchester City en einn sniðugur ungur drengur fann þó sína leið til þess.
Fyrrum toppdómari í ensku úrvalsdeildinni gagnrýndi dómgæsluna í leik Tottenham og Liverpool um síðustu helgi og þá sérstaklega það að enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane hafi fengið að halda áfram leik eftir sólatæklingu sína á bakvörð Liverpool Andy Robertson.
Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins og núverandi sparkspekingur, hefur líkt Marcelo Bielsa, þjálfara Leeds, við Arsene Wenger, en það eru þó ekki endilega góðar ástæður á bakvið samlíkinguna.
Fulham og Sheffield United áttust við í seinasta leik ensku 1. deildarinnar fyrir jól, en það voru gestirnir frá Sheffield sem höfðu betur, 0-1.