

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, stendur við stóru orðin og það sannaðist í dag er blaðamaður fékk mynd af sér með portúgalska stjóranum.
Liverpool er komið ansi þægilega áfram í fjórðu umferð enska bikarsins. Sömu sögu má segja af Aston Villa en þægilegur var sigurinn ekki hjá Manchester City.
Það styttist í það að Arsenal hafi borgað Mesut Özil tvo milljarða króna án þess að hann stígi fæti inn á knattspyrnuvöllinn í leik hjá félaginu.
Liverpool frumsýnir væntanlega nýja framherjann sinn á móti Lincoln City í enska deildabikarnum í kvöld en í boði er sæti í sextán liða úrslitum keppninnar.
Hollywood-leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney vilja eignast þriðja elsta fótboltafélag heims.
Chelsea hefur fest kaup á senegalska markverðinum Édouard Mendy frá Rennes. Hann á að veita Kepa Arrizabalaga samkeppni um markvarðastöðuna hjá Chelsea.
Liverpool hefur fengið Kostas Tsimikias, Thiago Alcantara og Diogo Jota í sumarglugganum. Samanlagt kostuðu þessir leikmenn um 75 milljónir punda.
Everton er komið áfram í fjórðu umferð enska deildarbikarsins eftir 5-2 markaleik gegn Joey Barton og C-deildarliðinu Fleetwod Town.
Rúnar Alex Rúnarsson var í fyrsta sinn í leikmannahópi Arsenal í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á Leicester.
Harry Kane mun yfirgefa Tottenham vinni liðið ekki einhvern bikar í ár. Þetta segir Tottenham goðsögnin og sparkspekingurinn, Glenn Hoddle.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, fékk heldur óvenjulega en afar einlæga fyrirspurn á blaðamannafundi frá norður-makedónískum blaðamanni.
Þrír íslenski landsliðsmenn gætu komið við sögu í leikjum kvöldsins í 3. umferð enska deildabikarsins.
Það eru fjórar beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í dag og í kvöld.
Luke Garbutt sem ólst upp hjá Leeds og fór þaðan til Everton er genginn í raðir Blackpool í ensku B-deildinni.
Kylian Mbappe er líklegri til að framlengja samning sinn við PSG en að yfirgefa félagið. Þetta segir Jonathan Johnson, sérfræðingur um franska boltann, í samtali við Sky Sports.
Manchester United er komið áfram í fjórðu umferð enska deildarbikarsins eftir 3-0 sigur á B-deildarliði Luton í kvöld.
David Moyes, stjóri West Ham, er með kórónuveiruna en þetta staðfesti félagið í kvöld.
Draumurinn um að fá áhorfendur inn á leiki ensku úrvalsdeildarinnar í næsta mánuði er orðinn að engu vegna mikilla fjölgunar smita í Bretlandi.
Fyrrverandi landsliðsmaður Hollands gagnrýnir Virgil van Dijk harðlega og segir hann vera orðinn latan og kærulausan.
Það voru margir Íslendingar sem fögnuðu því í gær að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hafi skrifað undir samning hjá Arsenal.
Manchester City byrjar tímabilið 2020/2021 á sigri en liðið vann í kvöld 3-1 útisigur á Wolves.
Aston Villa vann 1-0 sigur á Sheffield United er liðin mættust á Villa Park í Birmingham í dag.
Rúnar Alex Rúnarsson, sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Arsenal í dag, segir að þetta sé stór dagur fyrir sig og fjölskyldu sína.
Rúnar Alex Rúnarsson er genginn í raðir Arsenal. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni nú síðdegis en hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið.
Stjórnandi Match of the Day grínaðist með að hann þyrfti að koma aftur fram á nærbuxunum ef Leicester City yrði Englandsmeistari.
Slök frammistaða varnarmanna Manchester United í tapinu fyrir Crystal Palace á laugardaginn breytir engu um fyrirætlanir félagsins á félagaskiptamarkaðnum.
Sadio Mané var ekki á skotskónum í fyrstu umferð en hann bætti úr því á Stamford Bridge í gær. Er hann sá besti í ensku úrvalsdeildinni? Spænsk fótboltagoðsögn er á því og ekki vantar heldur ástina frá Jamie Carragher.
Thiago Alcantara, nýjasti leikmaður Liverpool, setti met í fyrsta leik sínum með liðinu í ensku úrvalsdeildinni.
Knattspyrnustjóri Liverpool bannaði varamönnum liðsins að gleðjast yfir rauða spjaldinu sem Andreas Christiansen, varnarmaður Chelsea, fékk í leik liðanna í gær.
Leicester er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í enska boltanum. Þeir unnu 4-2 sigur á Burnley á heimavelli í kvöld.