
Loksins vann Palace leik og komst upp úr fallsæti
Eftir þrjá tapleiki í röð vann Crystal Palace mikilvægan sigur á Tottenham, 1-0, í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Eftir þrjá tapleiki í röð vann Crystal Palace mikilvægan sigur á Tottenham, 1-0, í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Arsenal og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.
Jarrod Bowen tryggði West Ham United sigur á Manchester United með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur á Lundúnaleikvanginum 2-1, Hömrunum í vil.
Forráðamenn Manchester United hafa rætt við mögulega arftaka Eriks ten Hag ef marka má breska miðla.
Enski bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, hefur trú á því að hann geti orðið fyrsti bakvörður sögunnar til að hreppa gullhnöttinn, Ballon d'Or.
Varamaðurinn Beto reyndist hetja Everton er hann jafnaði metin fyrir liðið gegn Fulham í uppbótartíma lokaleiks dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Óhætt er að segja að þrír af þeim hafi boðið upp á dramatík.
Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri á nýliðum Southampton í dag.
Birmingham City jók forskot sitt á toppi ensku C-deildarinnar í fimm stig eftir 1-1 jafntefli við Mansfield á útivelli í dag. Willum Þór Willumsson skoraði mark Birmingham.
Sir Jim Ratcliffe og félagar hans í INEOS leita allra leiða til að spara pening hjá Manchester United. Þeir spurðu meira að segja erkifjendurna í Manchester City hvort þeir Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo gætu fengið far á verðlaunahátíð Gullboltans.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar ekki að fara í einhverja sjálfsvorkunn fyrir stórleikinn á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.
Gary Lineker, Alan Shearer og Micah Richards ræddu eins og fleiri magnað mark Erling Braut Haaland í Meistaradeildinni í vikunni.
Nottingham Forest, spútniklið haustsins, komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótobolta eftir 3-1 útisigur á Leicester City í kvöld.
Jón Daði Böðvarsson, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, hefur skrifað undir skammtímasamning við enska knattspyrnufélagið Wrexham.
Jürgen Klopp og Jordan Henderson upplifðu frábæra tíma saman sem knattspyrnustjóri og fyrirliði Liverpool. Liverpool vann marga titla á þeim tíma. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa tekið umdeilda ákvörðun sem sumir telja að hafa skaðað orðspor þeirra.
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er aftur á leiðinni í Adidas búninga og það mun skila félaginu milljörðum á hverju ári.
Allt gengur eins í sögu hjá Liverpool síðan að Arne Slot fékk það stóra verkefni að fylla í skarð goðsagnarinnar Jürgen Klopp. Það eru fáir að tala um Klopp í dag enda stígur liðið varla feilspor undir stjórn Hollendingsins.
Arsene Wenger, sem stýrði Arsenal í 22 ár, segir að hann hefði átt erfitt með að gera það sem Thomas Tuchel gerði; taka við landsliði annarrar þjóðar.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, mætir sínu gamla félagi í Evrópudeildinni á morgun þegar Manchester United spilar við tyrkneska liðið. Mourinho var að sjálfsögðu spurður út í sitt gamla félag á blaðamannafundi fyrir leikinn.
Arne Slot sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðs hans Liverpool við RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skýrði út stöðu Ítalans Federico Chiesa hjá liðinu. Chiesa hefur verið inn og út úr hóp hjá enska liðinu frá skiptum hans til Bítlaborgarinnar í sumar.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir það vissulega „ekki frábærar fréttir“ að ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori hafi meiðst í hné í leiknum við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.
Evangelos Marinakis, hinn skrautlegi eigandi Nottingham Forest og Olympiacos, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta.
Dermot Gallagher dæmdi á sínum fjöldann allan af leikjum í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Í dag er hann dómarasérfræðingur Sky Sports og fer þar yfir stærstu ákvarðanir hverrar umferðar fyrir sig. Það var af nægu að taka um liðna helgi.
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segist vera byrjaður að ræða við stjórnendur félagsins um nýjan samning.
Arne Slot, þjálfari Liverpool, var sáttur með sigur sinna manna á Chelsea í dag en segir ekki tímabært að dæma liðið strax. Liðið hefur unnið tíu af fyrstu ellefu leikjum sínum undir stjórn hans og er á toppi deildarinnar eftir átta umferðir.
Liverpool og Chelsea hafa bæði byrjað tímabilið í ensku úrvalsdeildinni vel en Liverpool þó töluvert betur. Sigur liðsins í dag var sá fjórði í röð og situr liðið nú eitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
John Stones var hetja ensku meistaranna í dag. Hann skoraði sigurmark Manchester City á fimmtu mínútu í uppbótartíma þeagr City vann 2-1 útisigur á Wolves. Miðvörðurinn kom sínu liði líka á toppinn í ensku úrvalsdeildinni.
Everton, Aston Villa, Leicester og Brighton fögnuðu öll sigri í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Arsenal gat tyllt sér tímabundið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í dag með sigri á Bournemouth en varð heldur betur ekki kápan úr því klæðinu.
Erik ten Hag náði greinilega að kveikja í sínum mönnum í hállfeik í 2-1 endurkomusigri liðsins á Brentford í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í dag.