

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.
Liðunum mun fjölga í Formúlu 1 frá og með 2026 tímabilinu en þetta var opinberað í gær.
Max Verstappen, sem landaði sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 í morgun, hefur tekið af allan vafa um framtíð sína í íþróttinni.
Hollendingurinn Max Verstappen tryggði sér í gær sinn fjórða heimsmeistaratitil í Formúlu 1, þegar kappaksturinn í Las Vegas fór fram.
George Russell, ökumaður Mercedes, var hlutskarpastur í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Las Vegas sem fram fer eldsnemma í fyrramálið að íslenskum tíma og verður því á ráspól.
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton vildi hætta hjá Mercedes eftir kappaksturinn í Brasilíu í byrjun mánaðarins.
Sergio Pérez, ökumaður Red Bull, hefur gagnrýnt hómófóbísk ummæli föður síns um Ralf Schumacher. Ökuþórinn fyrrverandi kom út úr skápnum fyrr á þessu ári.
Þrátt fyrir að vel til vina utan akstursbrautarinnar voru þeir Michael Schumacher og Damon Hill svarnir fjendur þegar keppni stóð yfir.
Formúla 1 er ekki á förum frá smáríkinu Mónakó. Nýr risasamningur er í höfn sem gleður margar formúluáhugamenn.
Mick Schumacher er sonur Formúlu 1 goðsagnarinnar Michaels sem lenti í skelfilegu skíðaslysi fyrir rúmlega áratug síðan og hefur ekki sést meðal almennings síðan þá.
Finnar eru mikil formúluþjóð og hafa átt marga frábæra ökumenn í gegnum tíðina. Þeir eru hins vegar að missa sinn eina ökumann út úr formúlu 1.
Glæstur sigur þrefalda heimsmeistarans Max Verstappen, ökuþórs Red Bull Racing, í Brasilíu um síðastliðna helgi, sér til þess að hann getur gulltryggt sinn fjórða heimsmeistaratitil í næstu keppnishelgi mótaraðarinnar sem fram fer í Las Vegas.
Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Bretinn Lewis Hamilton, mun klára tímabilið með Mercedes. Þetta staðfestir liðið eftir að hávær orðrómur fór á kreik um að leiðir myndu skilja fyrir lok tímabilsins.
Lewis Hamilton átti ekki góða helgi í formúlu 1 og breski ökuþórinn var allt en sáttur þegar keppninni lauk.
Max Verstappen tók stórt skref í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 með ótrúlegum sigri í kappakstrinum í Sao Paulo í dag.
Lando Norris verður á ráspól í Sau Paulo, Brasilíu kappakstri Formúlu 1 síðar í dag. Ríkjandi heimsmeistarinn og hans helsti keppinautur, Max Verstappen, verður sá sautjándi.
Tímataka fyrir Sau Paulo, Brasilíu kappaksturinn í Formúlu 1 átti að fara fram í gærkvöldi en var frestað vegna veðurs. Kappakstrinum sjálfum hefur nú verið flýtt um níutíu mínútur, vegna ótta um vont veðurfar síðar í dag.
Tímatöku fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Sau Paulo í Brasilíu hefur verið frestað til morguns vegna mikillar rigningar.
Fyrrum heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, Bretinn Damon Hill, gagnrýnir ríkjandi heimsmeistara, Hollendinginn Max Verstappen harðlega fyrir tilburði hans í Mexíkó kappakstrinum um síðastliðna helgi og líkir honum við illmennið Dick Dastardly út teiknimyndaþáttunum Vaskir vagnar (e.Wacky Races.)
Lando Norris minnkaði forskot Max Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna í formúlu 1 í gærkvöldi en hann gagnrýndi líka aksturlag heimsmeistara síðustu þriggja ára.
Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, fagnaði sigri í mexíkóska kappakstrinum sem fram fór í Formúlu 1 í kvöld.
Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, verður á ráspól þegar farið verður af stað í mexíkóska kappakstrinum í Formúlu 1 annað kvöld.
Það var góður dagur fyrir Ferrari í Texas kappakstrinum í Formúlu 1 í kvöld en þeir Charles Leclerc og Carlos Sainz tóku efstu tvö sætin í kappakstrinum.
Hinn sjöfaldi heimsmeistari Lewis Hamilton er úr leik í bandaríska Formúla 1 kappakstrinum en hann endaði út af brautinn og pikkfastur í sandi eftir aðeins þrjá hringi.
Dóttir Michaels Schumacher gekk í það heilaga um helgina og áður en langt um líður gæti sonur hans líka verið á leið í hnapphelduna.
Fyrrverandi Formúlu 1 ökuþórinn Michael Schumacher var viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar á Mallorca á Spáni um helgina og sást þar meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár.
Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur frá unga aldri glímt við þunglyndi samhliða því að reyna skapa sér nafn og skara fram úr í mótorsportheiminum. Í opinskáu viðtali við The Times talar Hamilton um baráttu sína við þunglyndi og opnar sig um einelti sem hann varð fyrir í skóla.
Liam Lawson hefur leyst Daniel Ricciardo af hólmi hjá RB það sem eftir lifir tímabils í Formúlu 1.
Saksóknari í Wuppertal hefur ákært þrjá menn fyrir að reyna að kúga fé út úr fjölskyldu Michaels Schumacher, fyrrverandi heimsmeistara í Formúlu 1.
Singapúr kappaksturinn í gær er að öllum líkindum sá síðasti á Formúlu 1 ferli Ástralans Daniel Ricciardo, ökuþórs RB liðsins. Hann mætti tárvotur í viðtal eftir að hafa lent í 18.sæti í gær.
Max Verstappen, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, segir að það að honum hafi verið refsað fyrir að blóta á blaðamannafundi gæti flýtt fyrir því að hann hætti í íþróttinni og snúi sér að öðrum akstursíþróttum.