Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Patrik hélt hreinu þegar Viking lagði Brann

Sex leikir fara fram í norsku úrvalsdeildinni í dag og er fimm þeirra lokið. Viking halda uppi pressu á topplið Bodø/Glimt en Viking vann góðan 0-2 útisigur á Brann en þetta var sjöundi sigur Viking í deildinni í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Arnórs Ingva dugði skammt

Arnór Ingvi Traustason skoraði mark Norrköping þegar liðið beið lægri hlut, 2-1, gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Erik ten Hag þögull sem gröfin um Højlund

Erik ten Hag vildi ekkert tjá sig um væntanlega komu danska framherjans Rasmusar Højlund til Manchester United þegar hann ræddi við Skysports í aðdraganda æfingaleiks liðsins gegn Borussia Dortmund sem leikinn verður á morgun. 

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé orðaður við Liverpool

Slúðurdálkar enskra fjölmiðsla slá því upp að forráðamennn Liverpool hafi rætt við kollega sína frá franska félaginu Paris Saint-Germain um að fá Kylian Mbappé til liðs við sig á lánssamningi. 

Fótbolti
Fréttamynd

Komið að ögurstundu fyrir Noreg

Norska landsliðið gæti verið á heimleið af Heimsmeistaramóti kvenna eftir daginn í dag. Ekkert nema sigur gegn Filipseyjum dugar þeim mögulega til að komast áfram úr A-riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég segi nei“

Reece James, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefið það til kynna að hann hafi engan áhuga á að ganga í raðir Arsenal.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jamaíka vann sinn fyrsta sigur í sögu HM

Jamaíka vann Panama með einu marki gegn engu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í dag. Þetta var fimmti leikurinn í sögunni sem kvennalið þjóðarinnar spilar á HM og sigurinn því sögulegur.

Fótbolti
Fréttamynd

Svíar í sextán liða úrslit eftir stórsigur á Ítölum

Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og vann Ítalíu 5-0 á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þær sænsku komust í þriggja marka forystu rétt fyrir hálfleik og bættu svo tveimur mörkum við í þeim síðari. Þær eru því komnar í sextán liða úrslit og mæta Bandaríkjunum, Hollandi eða Portúgal.

Fótbolti
Fréttamynd

Bestu mörkin: Upphitun fyrir 14. umferð Bestu deildar kvenna

Það verður leikinn heil umferð í dag í Bestu deild kvenna en 14. umferð mun fara fram að öllu leyti í dag. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir úr Breiðablik og Snædís María Jörundsdóttir úr settust í sófann hjá Helenu Ólafsdóttur spáðu í spilin fyrir umferðina, ræddu undir 19 ára landsliðið og árangur þeirra í lokamóti Evrópumótsins sem fór fram fyrir stuttu.

Fótbolti
Fréttamynd

Nákvæmari uppbótartími á Englandi

Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann.

Fótbolti
Fréttamynd

Viktor Jónsson með fernu í fyrsta tapi Aftureldingar í Lengjudeildinni

Skagamenn eru fyrsta liðið sem hefur náð að leggja Aftureldingu af velli í Lengjudeild karla í knattspyrnu. ÍA lagði heimamenn úr Mosfellsbænum 2-5 og hleypa spennu í baráttuna um efsta sætið í deildinni sem gefur beint sæti í úrvalsdeildinni. Afturelding hafði ekki tapað leik og náð í 35 stig af 39 mögulegum fyrir þennan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Keflavík fær úkraínskan framherja fyrir fallbaráttuna

Keflvíkingar hafa styrkt sig fyrir komandi fallbaráttu í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur samið við úkraínska framherjann Robert Gegedosh sem kemur til liðsins frá St. Lucia sem leikur í efstu deild á Möltu. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með 10 stig þegar 16 umferðum er lokið.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð Finnbogason skoraði og lagði upp fyrir Lyngby í jafntefli

Þrír íslenskir leikmenn byrjuðu fyrir Lyngby þegar liðið gerði jafntefli við Viborg 2-2 á útivelli í annarri umferð efstu deildar Danmerkur í dag. Alfreð Finnbogason skoraði annað mark liðsins en ásamt honum byrjuðu þeir Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson einnig leikinn. Þetta var fyrsta stigið sem Lyngby nær í þetta tímabilið.

Fótbolti