Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sveindís tryggði stelpunum okkar sigur í Sviss

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan 1-2 útisigur er liðið mætti Sviss í æfingaleik ytra í dag. Þetta var seinni leikur liðsins í yfirstandandi landsliðsglugga en liðið gerði jafntefli við Nýja-Sjáland fyrir helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

EM-fararnir enduðu á jafntefli við Úkraínu

Íslensku stelpurnar í U19-landsliðinu í fótbolta höfðu þegar tryggt sér sæti í lokakeppni EM þegar þær mættu Úkraínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni í Danmörku í dag. Liðin gerðu 2-2 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Senda keppi­nautunum ný klósett

Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar létu illa eftir svekkjandi 1-0 tap á útivelli gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og það hefur haft óvenjulegar afleiðingar.

Fótbolti
Fréttamynd

Fertugur Foster hetja Hollywood-liðsins

Wrexham, sem er í eigu leikaranna Rob McElhenney og Ryan Reynolds, tók afar stórt skref í átt að sæti í ensku deildarkeppninni með dramatískum 3-2 sigri á Notts County í efstu deild ensku utandeildanna í gær. Ben Foster, fyrrum markvörður Manchester United, var hetjan.

Enski boltinn
Fréttamynd

Segir Bayern álitið minni máttar í kvöld

Þrátt fyrir alla velgengni Þýskalandsmeistara Bayern München í gegnum árin telur nýi knattspyrnustjórinn hjá félaginu, Thomas Tuchel, að Manchester City sé álitið sigurstranglegra fyrir stórleik liðanna í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hemmi Hreiðars: „Við erum hundfúlir“

Hermann Hreiðarsson var svekktur eftir að lærisveinar hans í ÍBV töpuðu gegn Val í fyrstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda í kvöld. ÍBV var betra liðið í fyrri hálfleik en náði ekki að halda út gegn sterku liði Vals sem tók stigin þrjú í endurkomusigri, 2-1 lokatölur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég var eins og lítill krakki inni í klefa í dag"

„Þetta var vinnusigur en um leið og við misstum smá einbeitingu sáum við að Stjarnan er gott lið og gátu refsað okkur. Fyrst og fremst ógeðslega sáttur með liðs frammistöðuna og að halda hreinu,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, miðjumaður Víkinga, eftir sigur á móti Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld. Leikið var í fyrstu umferð Bestu deildar karla. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Valur - ÍBV 2-1 | Góð endurkoma Valsmanna

Valsmenn unnu sterkan sigur á ÍBV í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda á öðrum degi páska. Eftir sterka byrjun gestanna í fyrri hálfleik náðu heimamenn yfirhöndinni í þeim seinni sem skilaði þeim endurkomu sigri í fyrsta leik tímabilsins, lokatölur 2-1 fyrir Val.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust hjá Börsungum

Barcelona og Girona gerðu markalaust jafntefli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðin mættust á Nývangi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það kallast að verjast þegar þú ert að sækja“

„Maður fann það síðustu vikuna að páskarnir voru eiginlega bara fullir tillhlökkunar að æfa og bíða eftir þessum degi í rauninni,“ sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður Keflavíkur eftir 1-2 sigur þeirra á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Fylkir - Keflavík 1-2 | Gríðarleg dramatík í Lautinni

Nýliðar Fylkis töpuðu 1-2 gegn Keflavík í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að hafa komist yfir með fyrsta marki Bestu deildarinnar árið 2023. Markið skoraði Benedikt Daríus Garðarsson. Sami Kamel Jafnaði metinn á 74. mínútu og sigurmarkið skoraði svo Dagur Ingi Valsson í uppbótartíma leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór og Arnór á skotskónum

Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson skoruðu báðir í 3-0 útisigri Norrköping á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborg sem gerði markalaust jafntefli við Varberg.

Fótbolti
Fréttamynd

„Geri mér býsna góðar vonir um þetta sumar“

Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í miðjumoði. Þau eru Víkingur, Stjarnan, FH og ÍBV.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mar­tröð Dele Alli heldur á­fram

Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Menn eru mjög bjart­sýnir í efri byggðum Kópa­vogs“

Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í botnbaráttu. Þau eru HK, Keflavík, Fylkir og Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Marsch neitaði Leicester

Jesse Marsch, fyrrverandi þjálfari Leeds United, mun ekki taka við enska úrvalsdeildarliðinu Leicester City. Hann ræddi við félagið en ákvað að taka ekki við starfinu.

Enski boltinn