Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Schram mættur í há­sætið

Frederik August Albrecht Schram mætti með látum inn í Bestu deildina á síðustu leiktíð þegar hann samdi við Val um mitt sumar. Þó Valsmenn hafi ekki riðið feitum hesti þá var Schram án efa einn, ef ekki sá, besti markvörður deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guardiola segir Haaland minna sig á Ronaldo

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður að því hvort að Erling Braut Haaland væri kominn á sama stall og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eftir að Haaland skoraði sitt 29. og svo 30. deildarmark í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í sigri liðsins gegn Southampton í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi skoraði og lagði upp

Paris Saint-Germain hafði betur með tveimur mörkum gegn engu þegar liðið sótti Nice heim á Allianz Riviera í frönsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar spilaði lungann úr leiknum í bikarsigri

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, spilaði fyrstu 85 mínúturnar inni á miðsvæðinu hjá Al Arabi þegar liðið bar sigurorð af Muaither í átta liða úrslitum Emír-bikarsins í Katar í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sigríður Theódóra tryggði Íslandi farseðilinn á EM

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran 2-1 sigur þegar liðið mættir Svíþjóð í milliriðli í undankeppni EM 2023. Íslenska liðið er þar af landið með fullt hús stiga á toppi riðilsins fyrir lokaumferðina. Ísland mætir þar Úkraínu á þriðjudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti ekki á því að yngja upp

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, telur að félagið eigi að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda reynsluboltunum Luka Modric, Toni Kroos og Karim Benzema áfram hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland búinn að hrista af sér meiðslin

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir Erling Braut Haaland vera orðinn leikfæran eftir að hafa misst af sannfærandi sigri gegn Liverpool í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla. 

Fótbolti
Fréttamynd

Aftur gerði Dagný Nýja-Sjálandi grikk

Dagný Brynjarsdóttir skoraði mark íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið gerði 1-1 jafntefli í vináttulandsleik gegn Nýja-Sjálandi sem spilaður var í Atsu í Tyrklandi í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Eriksen verður í hóp á morgun

Christian Eriksen verður í leikmannahópi Manchester United þegar liðið mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í hádeginu á morgun.

Fótbolti