Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ótrú­leg endur­koma Feyenoord í Manchester

Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3.

Fótbolti
Fréttamynd

Skytturnar léku á als oddi

Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim.

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide þarf að leggjast undir hnífinn

Åge Hareide, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þarf að gangast undir aðgerð á hné. Þetta staðfesti hann í viðtali við norska miðilinn Nettavisen.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ

Þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru taldir hvað líklegastir til að taka við karlalandsliði Íslands í fótbolta eftir brotthvarf Åge Hareide. Hvorugur hefur heyrt frá Knattspyrnusambandi Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fann brosið mitt á ný“

Emma Hayes, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, opnaði sig í gær um vanlíðan sína í starfi sem knattspyrnustýra Chelsea. Hún hætti með Chelsea eftir síðasta tímabil og tók við bandaríska landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Grind­víkingar þétta raðirnar

Grindvíkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir komandi átök í Lengjudeild karla næsta sumar en í gær tilkynnti liðið að Arnór Gauti Úlfarsson væri genginn til liðs við Grindavík.

Fótbolti