Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Svava Rós í raðir Gotham

Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður bandaríska félagsins Gotham sem er með bækistöðvar sínar í New Jersey.

Fótbolti
Fréttamynd

Stiga­frá­dráttur hjá Juventus og Mourin­ho vill þrjú stig í stór­af­mælis­gjöf

Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Úr marki ÍA til Stjörnunnar

Árni Snær Ólafsson, sem verið hefur markvörður og fyrirliði ÍA í fótbolta, er mættur í Garðabæinn og genginn í raðir Stjörnunnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Piqué frumsýndi „Casio-kærustuna“

Gerard Piqué, fyrrverandi leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, frumsýndi nýju kærustuna sína á Instagram. Sú heitir Clara og er tólf árum yngri en Piqué, eða 23 ára.

Fótbolti
Fréttamynd

Willum á skotskónum í Hollandi

Willum Þór Willumsson skoraði mark Go Ahead Eagles sem tapaði 4-1 gegn AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mark Willums kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnhildur Yrsa komin heim í Stjörnuna

Landsliðskonan margreynda Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Gunnhildur Yrsa kemur til Stjörnunnar frá bandaríska liðinu Orlando Pride.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“

„Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta.

Fótbolti
Fréttamynd

Kolbeinn frá Dortmund til Freys

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er orðinn fjórði Íslendingurinn í herbúðum danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby en félagið fékk hann frá þýska stórliðinu Dortmund.

Fótbolti