Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Elfsborg mis­tókst að tryggja sér titilinn

Elfsborg hefði getað tryggt sér titilinn í sænsku úrvalsdeildinni í dag en mistókst að sigra Degerfors, sem féll niður um deild. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og Elfsborg leikur því næst úrslitaleik um titilinn gegn Malmö í síðustu umferð tímabilsins. 

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnaði leikinn í uppbótartíma og til­einkaði föður sínum markið

Luton komust hársbreidd frá öðrum sigri sínum á tímabili þegar þeir tóku á móti Liverpool. Lokaniðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Gestirnir frá Bítlaborginni höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum leiksins en gekk illa að koma boltanum í markið, Luton komst svo marki yfir undir lok leiks en héldu ekki út uppbótartímann. Luis Diaz skoraði jöfnunarmarkið og tileinkaði það föður sínum, sem er enn í haldi mannræningja í Kólumbíu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Arsenal styður um­mæli Arteta og óskar eftir um­bótum í dóm­gæslu

Arsenal tapaði leik sínum gegn Newcastle með einu marki gegn engu í 11. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar í gærkvöldi. Markið var mjög umdeilt og mörg vafaatriði litu dagsins ljós í aðdraganda þess. Þrír hlutir voru rannsakaðir, hvort boltinn hefði farið út af, hvort markaskorarinn Anthony Gordon hafi brotið af sér og loks hvort hann hafi verið rangstæður.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fyrsti sigur Sheffield í hús

Dramatíkin var allsráðandi í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sheffield Utd. sótti sinn fyrsta sigur á tímabilinu með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma, Jóhann Berg spilaði í tapi Burnley gegn Crystal Palace, Mohamed Kudus skoraði glæsimark úr bakfallsspyrnu en Brentford komu til baka og sóttu sigurinn. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Stoðsendingaferna Dokus gegn Bournemouth

Manchester City fór létt með Bournemouth í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Jeremy Doku var tvímælalaust maður leiksins eftir að hafa skorað opnunarmarkið og lagt svo upp næstu fjögur mörk.

Enski boltinn