Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Messi allt í öllu í sigri í nótt

Lionel Messi var öflugur í nótt þegar Inter Miami vann 3-1 sigur á Nashville SC í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. Íslendingaliðin náðu bæði að tryggja sér jafntefli í uppbótatíma.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þá prófaði ég það í fyrsta skipti“

Rúnar Kristinsson segir sérstakt að mæta uppeldisfélagi sínu KR í dag en hans menn í Fram eiga leik við KR-ingana síðdegis í Bestu deild karla. Rúnar segir synd að leikurinn geti ekki farið fram í Vesturbænum en stefnir á sigur gegn sínum gömlu félögum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Håland tæpur fyrir stór­leikinn gegn Chelsea

Erling Braut Håland er tæpur fyrir leik bikarmeistara Manchester City og Chelsea. Þetta staðfesti Pep Guardiola, þjálfari Man City, á blaðamannafundi fyrir leikinn sem fram fer síðar í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Enski boltinn
Fréttamynd

Albert komst ekki á blað gegn Lazio

Albert Guðmundsson spilaði allar 90 mínúturnar þegar Genoa tapaði 0-1 gegn Lazio á heimavelli sínum, Stadio Luigi Ferraris-vellinum. Eina mark leiksins skoraði Luis Alberto á 67. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafi ekki séð styrk­­leika sína nægi­­lega vel

Eftir löng sam­töl er ís­­lenski lands­liðs­­maðurinn í fót­­bolta, Andri Lucas Guð­john­­sen loksins orðinn leik­­maður Lyng­by að fullu. Hann segir vanga­veltur um fram­­tíð sína ekki hafa truflað sig innan vallar og þá horfir hann björtum augum fram á komandi tíma hjá Lyng­by sem stendur í ströngu um þessar mundir í efstu deild Dan­­merkur. Hann kveður því sænska fé­lagið IFK Norr­köping að fullu og finnst sínir styrk­leikar ekki hafa fengið að skína í gegn þar.

Fótbolti