Aníta jafnaði sinn besta tíma á erlendri grundu og vann silfur Aníta Hinriksdóttir er í flottu formi í upphafi innanhússtímabilsins og hún sýndi það og sannaði með því að vinna til silfurverðlaun í kvöld í 800 metra hlaupi á Copernicus Cup í Póllandi. Sport 10. febrúar 2017 19:57
Aníta upptekin í Póllandi en fimm keppa fyrir hönd Íslands á NM Ísland mun eiga fimm keppendur á Norðurlandameistaramóti í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer á morgun í Tampere í Finnlandi. Sport 10. febrúar 2017 16:20
Lungun orðin risastór Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss í sjöunda sinn á laugardaginn en hún stóðst pressuna sem var sett á hana en hlaup Anítu var hápunkturinn á Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Sport 6. febrúar 2017 07:00
Aníta setti nýtt glæsilegt Íslandsmet á RIG Aníta Hinriksdóttir vann 800 metra hlaupið í Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikjanna með glæsibrag. Hún setti Íslandsmet innanhúss eftir frábæran lokakafla. Sport 4. febrúar 2017 14:53
Arna Stefanía tók Íslandsmetið af Anítu og tryggði sig inn á EM í Belgrad Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH setti mótsmet í 400 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjaíkurleikanna og hún náði einnig lágmarki fyrir Evrópumótið í Belgrad sem fer fram 3. til 5. mars næstkomandi. Sport 4. febrúar 2017 14:00
Ari Bragi og félagar mæta spretthörðum Skotum og Dönum Það stefnir í magnað 60 metra hlaup á Reykjavíkurleikunum á laugardaginn. Sport 2. febrúar 2017 18:00
Aníta hitaði upp fyrir RIG með því að ná þriðja sæti á sterku móti í Þýskalandi Aníta Hinriksdóttir náði þriðja sæti í 800 metra hlaupi á sterku móti í Düsseldorf í Þýskalandi í kvöld. Sport 1. febrúar 2017 20:34
Lektor í HÍ segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra en fyrir börnin Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir enga ástæðu að veita öllum verðlaun í íþróttum eftir tíu ára aldur. Hann segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra á Facebook en sjálf börnin. Sport 1. febrúar 2017 19:00
Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. Sport 26. janúar 2017 15:00
Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. Sport 25. janúar 2017 14:46
Tristan Freyr og María Rún hrósuðu sigri í Krikanum Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþraut í Kaplakrika. Sport 22. janúar 2017 20:22
Ívar með Íslandsmet í Höllinni í gær ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson setti nýtt Íslandsmet í 300 metra hlaupi í gærkveldi en metið setti hann á Hlaupamóti FRÍ. Sport 17. janúar 2017 15:32
Ólympíumeistarinn og heimsmetshafinn er hættur Bandaríski tugþrautarkappinn Ashton Eaton tilkynnti það í dag að hann væri hættur en með því setur hann setur punktinn á bak við stórbrotinn feril. Sport 4. janúar 2017 18:00
Ný liðakeppni gæti verið bylting fyrir frjálsar íþróttir Forseti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Sebastian Coe, er gríðarlega spenntur fyrir nýrri liðakeppni sem fer fram í næsta mánuði og segir að hún gæti verið bylting fyrir frjálsar íþróttir. Sport 4. janúar 2017 11:30
Hafdís er ólétt og missir af næsta keppnisári Ein fremsta frjálsíþróttakona landsins, Hafdís Sigurðardóttir, verður ekki með á komandi keppnisári þar sem hún er ólétt og á von á sér næsta sumar. Sport 29. desember 2016 09:00
Aníta og Guðni Valur frjálsíþróttafólk ársins Frjálsíþróttasamband Íslands útnefndi í dag Anítu Hinriksdóttur og Guðna Val Guðnason sem frjálsíþróttakonu og frjálsíþróttakarl ársins 2016. Sport 22. desember 2016 20:30
Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. Sport 3. desember 2016 11:30
60 ár liðin frá silfurverðlaunum Vilhjálms Í dag eru 60 ár liðin síðan Vilhjálmur Einarsson vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne. Sport 27. nóvember 2016 22:30
Sextíu ára afmæli silfurstökksins fagnað í Laugardalnum Hinir árlegu Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum verða haldnir í 21. sinn á laugardaginn 19. nóvember, í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sport 14. nóvember 2016 23:00
Bolt fær að æfa með Dortmund Spretthlauparinn Usian Bolt fær tækifæri til að æfa með þýska fótboltaliðinu Borussia Dortmund. Þetta staðfesti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, í samtali við Kicker. Fótbolti 13. nóvember 2016 20:30
Minnisvarði um silfurstökk Vilhjálms Einarssonar sýnir stökkið hans í fullri stærð Vilhjálmur Einarsson vann fyrstur Íslendinga verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann fékk silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melborne í Ástralíu 1956. Sport 4. nóvember 2016 17:45
Fengu ekki að keppa á ÓL en fá samt sjö milljónir í gullbónus Rússar láta ekkert Ólympíubann stoppa sig þegar þeir útdeilda Ólympíubónusum til íþróttafólksins síns. Sport 3. nóvember 2016 16:00
Verður Bolt valinn bestur í sjötta sinn? Jamaíski spretthlauparinn Usian Bolt er að sjálfsögðu á lista Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF, yfir frjálsíþróttafólk ársins 2016. Að vanda eru 20 tilnefndir, 10 menn og 10 konur. Sport 19. október 2016 09:45
Sömdu fallegt ljóð um Ennis-Hill: "Stolt þjóðar með bros jafn bjart og sólin“ Lesendur BBC voru fengnir til að semja ljóð um Jessicu Ennis-Hill sem lagði frjálsíþróttaskóna á hilluna í gær. Sport 14. október 2016 22:15
Ólympíumeistari hættir á toppnum Sjöþrautakonan Jessica Ennis-Hill leggur spjótið, kúluna og skóna á hilluna. Sport 13. október 2016 14:30
Kári Steinn vann hið sögufræga maraþonhlaup í Montreal Kári Steinn Karlsson, ÍR, kom fyrstur í mark í maraþonhlaupi í Montreal í Kanada. Sport 25. september 2016 21:04
Vann tvenn gullverðlaun og drekkur frítt næsta árið Nýsjálenski spretthlauparinn Liam Malone, sem vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra, fékk höfðinglegar móttökur þegar hann sneri aftur heim frá Ríó. Sport 22. september 2016 09:15
Ásdísi tókst ekki að bæta Íslandsmetin | Myndir Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmeistarinn í spjótkasti, freistaði þess nú rétt áðan að bæta tvö Íslandsmet, í kúluvarpi og kringlukasti. Sport 14. september 2016 18:22
Ásdís ætlar að bæta tvö Íslandsmet í kvöld og þér er boðið Ásdís Hjálmsdóttir náði tveimur stórum markmiðum í gær og í kvöld reynir hún við áratuga gömul Íslandsmet. Sport 14. september 2016 08:00
Breskur spjótkastari fær brons átta árum eftir á Breski spjótkastarinn Goldie Sayers fær bronsverðlaun fyrir frammistöðu sína á Ólympíuleikunum 2008, þrátt fyrir að hún hafi upphaflega lent í 4. sæti. Sport 13. september 2016 22:15