Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Aue eygir enn von | Bjarki Már marka­hæstur

Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Aue unnu gríðarlega mikilvægan sigur í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Liðið er sem fyrr á botni deildarinnar en á nú raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Þá var Bjarki Már Elísson markahæstur þegar Veszprém vann 18. leikinn í röð í Ungverjalandi.

Handbolti
Fréttamynd

„Stelpurnar stóðust pressuna“

Valur vann þriggja marka sigur gegn Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins árið 2024. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með bikarmeistaratitilinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Verður ekki aftur snúið“

Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið.

Sport
Fréttamynd

Ís­lenska lífið heillaði

Vinstri horna­maðurinn Oddur Gretars­son er núna að ganga í gegnum sína síðustu mánuði úti í at­vinnu­mennsku í hand­bolta í Þýska­landi. Eftir ellefu ár úti í mennskunni eru nú á döfinni flutningar heim með fjöl­skyldunni, konu og tveimur dætrum, heim á æsku­slóðirnar á Akur­eyri þar sem að hann kemur til með að leika fyrir upp­eldis­fé­lag sitt Þór. Fjöl­skyldan var farinn að þrá ís­lenska lífið.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst: „Það er kannski svona okkar upp­skrift“

Valur mun leika til bikarúrslita kvenna á laugardaginn kemur. Varð það ljóst eftir öruggan sigur gegn ÍR í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 21-29 þar sem Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var markahæst með níu mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Árangur vetrarins skiptir litlu í kvöld

Landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir er klár í slaginn með Selfossi fyrir undanúrslitaleik liðsins við Stjörnuna í Powerade-bikarnum í handbolta í kvöld. Selfoss er eina B-deildarliðið sem komst á þetta stig keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Meiðsli Alexanders metin í dag: „Gat ekki gengið en vildi spila“

Vals­menn bíða eftir því að fá frekari fregnir af reynslu­boltanum Alexander Pe­ter­sson sem meiddist á ökkla í fyrri hálf­leik í undan­úr­slita­leiknum gegn Stjörnunni í gær. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir ó­lík­legt að Alexander verði með liðinu í úr­slita­leik bikarsins gegn ÍBV á laugardag.

Handbolti
Fréttamynd

Hrannar: „Mér er drull, svona er ég“

Stjarnan er úr leik í Powerade bikarnum eftir að hafa tapað gegn Val í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 26-32 í leik þar sem Stjarnan átti á brattann að sækja stærstan hluta leiksins.

Handbolti