Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Gunnar sækist ekki eftir lands­liðs­þjálfara­starfinu

Gunnar Magnússon mun stýra íslenska landsliðinu ásamt Ágústi Jóhannssyni næstu fjóra landsleiki. Í mars mætir liðið Tékkum í tvígang í undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í byrjun næsta árs og síðan leikur liðið gegn Ísrael og Eistlandi í apríl.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir mæta Haukum

Dregið var í undanúrslit Powerade-bikars karla og kvenna í handbolta í dag en úrslitin í keppninni ráðast með bikarveislu í Laugardalshöll 15.-18. mars.

Handbolti
Fréttamynd

Jónatan leitar til Skandinavíu

Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, er í viðræðum um að taka við úrvalsdeildarliði í Skandinavíu að yfirstandandi leiktíð lokinni. Hann hefur þegar gefið út að hann haldi ekki áfram með KA-menn.

Handbolti
Fréttamynd

Ótrúlegt mark Óðins vekur athygli

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti leikmaður Kadetten Schaffhausen frá Sviss sem tryggði farseðil sinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með eins marks útisigri á Benfica í Lissabon í gærkvöld. Eitt marka hans vakti sérstaka athygli og ekki að ástæðulausu.

Handbolti
Fréttamynd

„Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“

Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu.

Sport
Fréttamynd

„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Handbolti
Fréttamynd

Teitur og félagar gulltryggðu efsta sæti riðilsins

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í þýska stórliðinu Flensburg unnu öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Ystad frá Svíþjóð í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-23 og Flensburg hefur þar með tryggt sér sigur í riðlinum.

Handbolti
Fréttamynd

„Munum gefa okkur góðan tíma til að finna eftirmann“

„Þetta er bara sameiginleg niðurstaða okkar. Við áttum spjall saman og eftir að hafa farið yfir þetta þá var þetta bara sameiginleg niðurstaða okkar,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, um þá ákvörðun að Guðmundur Þórður Guðmundsson myndi ekki halda áfram með íslenska karlalandsliðið í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur hættur með landsliðið

Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki.

Handbolti
Fréttamynd

„Það hefur verið mikill sómi af þessu“

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, er Valsari í húð og hár og hann ræddi við Vísi um stórleikinn í kvöld þegar Valur mætir franska liðinu PAUC, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Við munum mæta mjög orkumiklir“

Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Við gáfum ekki of mikið færi á okkur í lokin“

Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var sáttur með frammistöðu sinna manna er liðið vann Aftureldingu með tveimur mörkum 26-24 í 16. umferð Olís-deild karla í kvöld. Haukar voru undir bróðurpart leiksins en þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka gáfu þeir í og tryggðu sér stigin tvö. 

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Aftur­­­elding - Haukar 24-26 | Gestirnir á­fram með hreðja­tak á Mos­fells­bænum

Einn leikur fór fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fóru heim með stigin tvö. 

Handbolti
Fréttamynd

Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld

Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun.

Handbolti