Kisur, brúðarkjólar og glimmeraðir þvengir á Met Gala Stórstjörnur heimsins sameinuðust á listasafninu The Met í gærkvöldi, fyrsta mánudag maí mánaðar, í tilefni af Met Gala. Er um að ræða árlegan góðgerðarviðburð sem hefur fyrir löngu skráð sig í sögubækurnar sem einn stærsti og glæsilegasti tískuviðburður ársins. Tíska og hönnun 2. maí 2023 11:16
Serena opinberaði að hún ætti von á öðru barni Bandaríska tennisgöðsögnin Serena Williams hefur opinberað að hún eigi von á sínu öðru barni. Lífið 2. maí 2023 08:54
Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. Erlent 2. maí 2023 08:43
Samdi sjö lög á fjórum tímum eftir krabbameinsgreiningu eiginkonunnar Breski söngvarinn Ed Sheeran samdi sjö lög á fjórum klukkutímum eftir að eiginkona hans greindist með krabbamein er hún gekk með annað barn þeirra. Heimildaþættir um Sheeran og hans líf koma út á miðvikudaginn. Lífið 1. maí 2023 14:50
Katy Perry tapaði gegn Katie Perry Söngkonan Katy Perry tapaði í dag máli sem ástralski tískuhönnuðurinn Katie Taylor höfðaði gegn henni. Taylor selur föt sín undir merkinu „Katie Perry“ sem er fæðingarnafn hennar. Þarf söngkonan að greiða nöfnu sinni skaðabætur fyrir varning sem hún seldi í tengslum við tónleikaferðalag sitt árið 2014. Lífið 28. apríl 2023 16:48
Virðist vera á leiðinni á Met Gala eftir allt saman Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian virðist vera á leiðinni á Met Gala á mánudaginn, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að henni yrði ekki boðið á viðburðinn í ár. Lífið 28. apríl 2023 15:35
Grant segir Sun hafa brotist inn til sín Leikarinn Hugh Grant hefur sakað breska slúðurfréttablaðið um að hafa brotist inn í íbúð sína og komið GPS-tæki fyrir á bíl sínum í von um að komast að einhverju til að greina frá í blaðinu. Grant kom fyrir dóm í gær þar sem hann sakaði blaðið einnig um að hafa hlerað heimasímann sinn og hakkað sig inn í símsvarann. Lífið 28. apríl 2023 09:04
Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu Erlent 27. apríl 2023 21:23
Rihanna fetar í fótspor Ladda Barbadoska söngkonan Rihanna mun talsetja fyrir Strympu í nýrri mynd Paramount um Strumpana frá Strumpalandi. Hún fetar þar með í fótspor Katy Perry, Demi Lovato og Ladda sem talaði fyrir alla Strumpana í sjónvarpsþáttum um litlu bláu verurnar. Lífið 27. apríl 2023 18:55
Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. Bíó og sjónvarp 26. apríl 2023 22:14
Carrie Bradshaw snýr aftur Hinar vinsælu vinkonur Carrie, Miranda og Charlotte snúa aftur á skjáinn í júní í „spin-off“ þáttunum And Just Like That. HBO birti sýnishorn í dag þar sem má sjá nýjum vinum bregða fyrir - sem og gömlum kærasta. Bíó og sjónvarp 26. apríl 2023 16:52
John Stamos lét reka Olsen-tvíburana því þær grétu svo mikið Leikarinn John Stamos segist hafa látið reka Ashley og Mary-Kate Olsen úr þáttunum Full House þegar þær voru ellefu mánaða gamlar því þær hafi grátið svo mikið. Þær voru þó ráðnar aftur nokkrum dögum síðar þar sem staðgenglar þeirra grétu enn meira. Lífið 26. apríl 2023 15:28
Demi Moore og Bruce Willis orðin amma og afi Leikkonan Rumer Willis er orðin móðir. Hún eignaðist sitt fyrsta barn þann 18. apríl síðastliðinn en barnið er jafnframt fyrsta barnabarn leikaranna Bruce Willis og Demi Moore. Lífið 26. apríl 2023 10:02
Segir að Íslendingar elski að vera naktir í náttúrunni Bandaríski leikarinn Rainn Wilson var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gær. Þar ræddi hann meðal annars um ferð sína hingað til lands í tengslum við gerð nýrra sjónvarpsþátta. Hann sagði meðal annars að Íslendingar væru í miklum tengslum við náttúruna og að þeir elski að vera naktir í henni. Lífið 25. apríl 2023 22:40
Barn Radcliffe og Darke komið í heiminn Barn enska leikarans Daniel Radcliffe og bandarísku leikkonunnar Erin Darke er komið í heiminn. Greint var frá því fyrir um mánuði síðan að þau ættu von á barni. Þau hafa verið saman í um tíu ár eða síðan þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Kill Your Darlings árið 2013. Lífið 25. apríl 2023 22:03
Kim mætti til að styðja við fyrrverandi mág sinn Kim Kardashian sat á fremsta bekk þegar Los Angeles Lakers, lið Tristans Thompson fyrrverandi mágs hennar, spilaði við Memphis Grizzlies í nótt. Tristan á tvö börn með Khloe Kardashian, systur Kim, en samband þeirra hefur verið ansi stormasamt í gegnum árin. Lífið 25. apríl 2023 21:20
Dramatísk kveðjustund þegar James Corden söng í sínu síðasta bílakarókí Sjónvarpsmaðurinn James Corden hefur sungið sitt síðasta lag í bílakarókí. Þetta er síðasta vika hans sem þáttastjórnandi The Late Late Show. Corden hefur stýrt þættinum frá árinu 2015 en ætlar nú að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands. Lífið 25. apríl 2023 16:03
Stal senunni með nýjum hárlit Tónlistarkonan Miley Cyrus skartaði nýjum hárlit þegar hún mætti á verðlaunahátíð í Los Angeles í gær. Miley hefur litað ljósa hárið brúnt og má því segja að hún leiti aftur í ræturnar með þessari nýju hárgreiðslu. Lífið 25. apríl 2023 13:23
Barnastjarna segir tröllin munu drepa sig með ásökunum um barnagirnd Leikarinn og barnastjarnan Drake Bell segir ásakanir nettrölla um meinta barnagirnd sína hafa haft gríðarlega slæm áhrif á geðheilsuna. Hann þvertekur fyrir ásakanirnar sem eru tilkomnar eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Lífið 24. apríl 2023 23:12
Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. Erlent 24. apríl 2023 21:22
Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. Lífið 24. apríl 2023 18:31
Strictly-dómarinn Len Goodman er látinn Breski dansarinn Len Goodman, sem um árabil var formaður dómnefndarinnar í bresku dansþáttunum Strictly Come Dancing, er látinn, 78 ára að aldri. Lífið 24. apríl 2023 08:50
Fjarlægir niðrandi ummæli um Keanu Reeves úr ævisögu sinni Leikarinn Matthew Perry hefur lofað að fjarlægja ummæli sínum Keanu Reeves úr framtíðar eintökum af ævisögu sinni, Friends, Lovers, and the Big Terrible Thing. Bókin kom út í fyrra og vöktu ummæli Perry í bókinni mikla athygli. Lífið 24. apríl 2023 07:40
Stjörnur ósáttar við að vera bendlaðar við Twitter-áskrift Samfélagsmiðillinn Twitter heldur áfram að krukka í hvernig hann útdeilir staðfestingamerkjum til notenda sinna. Heimsþekktir einstaklingar sem misstu merkið eftir nýlegar breytingar fengu það skyndilega til baka. Þeir eru ekki allir sáttir þar sem Twitter gefur ranglega í skyn að þeir hafi greitt fyrir þjónustuna. Viðskipti erlent 23. apríl 2023 10:07
Segir síðustu mánuði hafa verið eina þá erfiðustu í sínu lífi Fyrirsætan Hailey Bieber segir síðustu mánuði hafa verið eina þá erfiðustu sem hún hefur upplifað á sínum fullorðinsárum. Ástæðan er neteinelti sem Hailey hefur orðið fyrir vegna drama á milli hennar og söng- og leikkonunnar Selenu Gomez. Eineltið var svo gróft að undanfarna mánuði hefur Hailey meðal annars borist hatursfull skilaboð og morðhótanir. Lífið 21. apríl 2023 13:01
Tók tveggja ára hlé og missti af hlutverkum í fimm stórmyndum Kanadíska leikkonan Rachel McAdams ákvað að flytja aftur heim og taka sér tveggja ára hlé frá leiklistinni árið 2006. Á þessu tveggja ára tímabili var henni boðið hlutverk í fimm kvikmyndum sem enduðu á því að verða gríðarlega vinsælar. Bíó og sjónvarp 21. apríl 2023 09:25
Fræga fólkið ekki lengur auðkennt á Twitter Einungis þeir sem eru áskrifendur að Twitter Blue eru nú með bláa staðfestingarmerkið merkið á samfélagsmiðlinum. Í gær misstu stærstu stjörnur heims, til að mynda Cristiano Ronaldo, Justin Bieber og Kim Kardashian merkið sitt. Viðskipti erlent 21. apríl 2023 07:38
Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. Erlent 20. apríl 2023 20:30
Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið bræður Leikararnir Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið bræður að eigin sögn. Möguleiki er á að leikararnir eigi sama föður. Harrelson hefur nefnt að hann vilji fara í DNA-próf en málið er ögn flóknara fyrir McConaughey. Lífið 20. apríl 2023 12:36
Ganverskur rappari stefnir Drake Rapparanum Drake hefur verið stefnt af ganverska rapparanum Obrafour vegna brota á höfundarétti. Obrafour segir Drake hafa notað lag sitt Ohene Remix ófrjálsri hendi þegar hann samdi smellinn Calling My Name. Obrafour krefst tíu milljóna Bandaríkjadala vegna málsins. Lífið 20. apríl 2023 10:15