Íslendingar í Rússlandi láti vita af sér Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Rússlandi til þess að hafa samband og láta vita af sér vegna ástandsins í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 24. júní 2023 12:52
Hver er pylsusalinn í landráðaham? Yevgeny V. Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins og viðskiptajöfurinn sem löngum hefur verið þekktur sem „kokkur Pútíns“ berst nú leynt og ljóst gegn rússneska ríkinu. Erlendir miðlar hafa keppst við að gera litríkri ævi leiðtoga málaliðahópsins skil í dag. Erlent 24. júní 2023 12:03
Vaktin: Prigozhin segir menn sína komna inn í Rostov Samkvæmt nýjustu fregnum hefur Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi málaliðahópsins Wagner, sent frá sér enn ein skilaboðin þar sem hann segir Wagner-liða komna inn í borgina Rostov í suðurhluta Rússlands. Erlent 24. júní 2023 00:09
Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur Yevgeny Prigozhin, rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn Wagner Group og hefur tekið virkan þátt í innrás Rússa í Úkraínu, lýsti því yfir í kvöld að leiðtogaráð Wagner hefði ákveðið að fara í hart gegn leiðtogum Varnarmálaráðuneytis Rússlands og að „rústa“ öllum sem standa í vegi þeirra. Erlent 23. júní 2023 20:59
Sprengingar víða um Úkraínu og ráðist á herflugvöll Viðvaranir voru í gildi víða í Úkraínu í morgun vegna mögulegra loftárása Rússa. Greint hefur verið frá sprengingum allt frá Lviv til Kherson en engar fregnir hafa borist af dauðsföllum. Erlent 23. júní 2023 06:30
Hannes afhenti Selenskí trúnaðarbréf sitt Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Varsjá, afhenti í gær Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Innlent 22. júní 2023 17:41
Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. Erlent 22. júní 2023 14:52
Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. Erlent 21. júní 2023 14:41
„Þetta eru bestu mögulegu fréttir sem við gátum fengið“ Zak, hælisleitandi af mongólskum uppruna sem er með rússneskt ríkisfang, og sendur var úr landi í lögreglufylgd til Spánar í gær er nú á leið til Georgíu til að hefja nýtt líf. Kona sem tengist honum fjölskylduböndum segir þungu fargi létt af fjölskyldunni. Innlent 21. júní 2023 12:49
Zak er í flugi til Spánar: „Við vitum ekkert hvað bíður hans“ Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, var settur um borð í flugvél Icelandair til Barselóna nú í morgunsárið. Aðstandandi hans hér heima segir algjöra óvissu vera uppi um það hvað bíður hans á Spáni. Innlent 20. júní 2023 10:24
Reiknað með mikilli sölu á flugvélum í París Vikulöng flugsýning hófst í París í dag í fyrsta sinn frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. Reiknað er með að gengið verði frá fjölda samninga um kaup og sölu á flugvélum á sýningunni fyrir stórar upphæðir. Erlent 19. júní 2023 19:31
Segir Xi hafa heitið því að senda Rússum ekki vopn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór í dag á fund Xi Jinping, forseta Kína, en eftir fundinn hétu þeir því að bæta samskipti ríkjanna. Þau hafa versnað verulega á undanförnum árum. Erlent 19. júní 2023 14:27
Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. Innlent 19. júní 2023 07:00
„Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. Erlent 16. júní 2023 22:30
Kjörræðismaður Rússlands hættir hjá Kaupfélaginu Ólafur Ágúst Andrésson, kjörræðismaður Rússa á Íslandi og forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eftir 27 ára starf fyrir félagið. Viðskipti innlent 16. júní 2023 17:29
Óvíst hvort að óligarki fái að flytja vikur frá Mýrdalssandi Skipulagsstofnun hefur birt mjög neikvæða umsögn um vikurflutninga frá Mýrdalssandi. Eignarhald ólígarka með tengsl við Rússland og slæmt umhverfisorðspor hefur ekki verið til umræðu hjá sveitarstjórn. Innlent 16. júní 2023 16:46
Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. Erlent 16. júní 2023 14:59
Forsetar þurftu að leita sér skjóls vegna eldflauga Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði í morgun eftir að Rússar skutu eldflaugum á borgina. Nokkrir forsetar Afríkuríkja eru staddir í Kænugarði, þar sem þeir munu ræða við ráðamenn um mögulegar friðarviðræður við Rússa. Því næst munu þeir fara til Pétursborgar í Rússlandi og hitta Vladimír Pútín, forseta. Erlent 16. júní 2023 11:52
Teixeira sagði það „töff“ að vita meira en aðrir Jack Teixeira hefur verið ákærður fyrir að leka leynilegum hernaðarupplýsingum á netið um langt skeið. Hann birti tugi mynda af leynilegum skjölum á spjallborði í samskiptaforritinu Discord í nokkra mánuði, áður en upp um hann komst og hann var handtekinn í apríl. Erlent 16. júní 2023 10:48
Úkraínumaðurinn Zinchenko vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þá segist hann tilbúinn að berjast fyrir land sitt. Fótbolti 16. júní 2023 10:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Maraþon en ekki spretthlaup“ Harðir bardagar hafa geisað í suður- og austurhluta Úkraínu undanfarnar daga, þar sem gagnsókn Úkraínumanna er hafin. Nokkur þorp hafa verið frelsuð úr höndum Rússa en Úkraínumenn hafa sótt tiltölulega grunnt inn í varnir Rússa en á víðu svæði. Erlent 16. júní 2023 08:01
Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. Erlent 16. júní 2023 07:02
Rússar skutu eldflaugum á Kherson í dag Rússar héldu áfram loftárásum á borgir í suðurhluta Úkraínu í dag. Flugskeyti hæfðu skrifstofubyggingu miðborg Kherson sem Rússar höfðu hertekið en var stökkt á flótta þaðan í nóvember. Erlent 15. júní 2023 21:17
Segist ekki vera á leiðinni til NATO og vill Stoltenberg áfram Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist ekki vera við það að taka við embætti framkvæmdastjóra NATO. Hún segir það vera „góða lausn“ að Jens Stoltenberg verði beðinn um framlengja stjórnartíð sína um eitt ár. Erlent 15. júní 2023 11:48
Ástralir stöðva byggingu á nýju sendiráði Rússa Ástralska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp sem felur í sér að framkvæmdir á nýju sendiráði Rússa í grennd við þinghúsið í áströlsku höfuðborginni Canberra séu stöðvaðar. Er þar vísað til öryggissjónarmiða. Erlent 15. júní 2023 07:58
Hægri hönd téténska einræðisherrans sagður hafa særst Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna. Erlent 14. júní 2023 14:35
Kynntu fyrstu þjóðaröryggistefnu Þýskalands Olaf Scholz, kanslari Þýskalandi, opinberaði í dag nýja þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar sinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar setja sér stefnu sem þessa en er hann kynnti hana í morgun talaði Scholz um gerbreytt öryggisástand í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og sagði Rússland helstu ógnina sem Þýskaland stæði frammi fyrir. Erlent 14. júní 2023 12:23
Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. Erlent 14. júní 2023 12:23
Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. Erlent 13. júní 2023 17:15
Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku. Innlent 13. júní 2023 15:33
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent