Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Búast við rúss­neskum net­á­rásum á Ís­land

Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja.

Innlent
Fréttamynd

Abramovich íhugar að selja Chelsea

Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er að íhuga að selja félagið. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa vesturveldi lagt til viðskiptaþvingana á Rússa og rússneska viðskiptamenn.

Fótbolti
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að slíta stjórn­mála­sam­bandi við Rússa

Fjár­­­mála­ráð­herra segir ekki úti­­­lokað að ís­­­lensk stjórn­völd muni slíta stjórn­­­mála­­­sam­­­starfi við Rússa. Minni þolin­­mæði sé fyrir rúss­neskum kaf­bátum og her­þotum sem reglu­­lega rjúfi loft­helgi Ís­lands en al­gjört slit stjórn­mála­sam­bands yrði þó lík­­­lega síðasta úr­ræði sem stjórn­völd gripu til.

Innlent
Fréttamynd

Nato sendir her­menn til ná­granna­ríkja Úkraínu

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nato, sagði í yfirlýsingu seint í gærkvöldi að bandalagið sé að senda viðbragðsveitir, reiðubúnar til bardaga, til nágrannalanda Úkraínu og muni þar að auki halda áfram að senda Úkraínumönnum vopn, þar á meðal loftvarnir. 

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Allt stefnir í aðra erfiða nótt

Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar.

Erlent
Fréttamynd

Sean Penn gerir heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu

Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu þar sem hann vinnur að heimildarmynd um innrás Rússlands. Hann flaug til Kyiv til þess að festa atburðina sem eru að eiga sér stað á filmu. Hann hefur verið að fylgjast með aðdragandanum um nokkurt skeið en hann sást fyrst að störfum við myndina í Úkraínu í nóvember.

Lífið
Fréttamynd

Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum

Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

Fær frí vegna stríðsins í Úkraínu

Andriy Yarmolenko, leikmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham United, verður ekki með liðinu um helgina en Yarmalenko kemur frá Úkraínu og er kominn í nokkurra daga frí vegna stöðunnar þar í landi. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, verður hins vegar til taks ef þess þarf.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikil­vægt að undir­búa mót­töku fólks frá Úkraínu

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­markaðs­ráð­herra, segir mikil­vægt að undir­búa mögu­lega mót­töku fólks frá Úkraínu hingað til lands. Hann hefur falið flótta­manna­nefnd að fylgjast með stöðu þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna á­standsins.

Innlent
Fréttamynd

Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái

Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Markaðir rétta úr kútnum, Brim hækkar um meira en 11 prósent

Eftir einn svartasta dag í Kauphöllinni frá fjármálahruninu 2008 varð mikill viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum í dag og hækkaði Úrvalsvísitalan um rúmlega 3,6 prósent eftir að hafa fallið um nærri 6 prósent daginn áður. Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu í verði, mest Brim, en gengi bréfa sjávarútvegsfélagsins hækkaði um 11,5 prósent og hefur virði þess á markaði aldrei verið meira.

Innherji
Fréttamynd

Rússum meinuð þátt­taka í Euro­vision

European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU.

Erlent
Fréttamynd

Tölum fyrir friði og mann­úð

Í gær laut skynsemin í lægra haldi fyrir stríði þegar Pútín réðist inn í Úkraínu. Eins og alltaf græða fáir á stríði en hörmungarnar sem fylgja falla í skaut almennings sem þráir frið og fyrirlítur stríð.

Skoðun
Fréttamynd

„Biðjið fyrir okkur“

Stríðsástand í Úkraínu hefur auðvitað mikil áhrif á marga og ekki bara Úkraínumenn og Rússa. Erlendir atvinnumenn í landinu eru í vandræðum að sleppa í burtu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu

UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra hefur ekki falið flótta­manna­nefnd að fjalla um Úkraínu

Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar.

Innlent
Fréttamynd

Merkel fylgist áhyggjufull með þróuninni

Angela Merkel, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og stendur að sögn þýskra miðla þétt við bakið á sporgöngumanni sínum í embætti, Olaf Scholz kanslara.

Erlent