„Ég held að það hafi verið vel hugsað um þær á þessum tíma“ Þróttarakonur sátu lengi í fallsæti í Bestu deild kvenna í fótbolta en eru núna komnar upp í sjötta sæti deildarinnar. Bestu mörkin ræddu ferðalag Þróttaraliðsins upp töfluna. Íslenski boltinn 23. júlí 2024 13:01
Stúkan: Hallgrímur Mar dæmir sjálfur og Erlendur dómari reimar skó Stúkumenn sýndu tvö sérstök atvik úr leik KA og Víkings í fimmtándu umferð Bestu deildar karla þar sem KA-menn fögnuðu sigri á toppliði deildarinnar. Íslenski boltinn 23. júlí 2024 11:01
Gummi Ben um bekk KR og skilaboð þjálfarans: Það eru krakkar þarna KR-ingar hafa ekki unnið leik í Bestu deild karla í fótbolta síðan í maí. Átta leikir í röð án sigurs. Stúkan ræddi stöðuna á KR í gær og þá sérstakalega þunnan hóp Vesturbæinga. Íslenski boltinn 23. júlí 2024 10:01
Áfall og tímabilinu lokið hjá Arnari: „Fæ engu breytt úr þessu“ Það er óhætt að segja að HK-ingar, sem að standa í ströngu í Bestu deildinni um þessar mundir, hafi orðið fyrir áfalli um nýliðna helgi þegar að markvörðurinn reynslumikli, Arnar Freyr Ólafsson, varð fyrir því óláni að slíta hásin í leik gegn Vestra. Íslenski boltinn 23. júlí 2024 09:01
Sjáðu mörkin: Sonur FH-goðsagnar skoraði á móti FH og dramatík í lokin FH og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í Kaplakrika í gærkvöldi. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 23. júlí 2024 08:30
Uppgjör og viðtöl: FH - ÍA 1-1 | Evrópubaráttan óbreytt eftir dramatík í Kaplakrika FH og ÍA skildu jöfn, 1-1, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld. Um var að ræða sex stiga leik í Evrópubaráttunni. Heimamenn jöfnuðu metin í uppbótartíma. Íslenski boltinn 22. júlí 2024 21:10
Bestu mörkin um hina óþreytandi Selmu Dögg: „Eins og hún sé að leysa tvær stöður“ „Víkingarnir eru góðir í pressu og þar er Selma Dögg (Björgvinsdóttir) fyrirliði og leiðtoginn í þessu liði, það er æðislegt að sjá hana pressa,“ sagði Sif Atladóttir um prímusmótorinn í liði Víkings í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 22. júlí 2024 19:45
Heimir hefur aldrei tapað á móti Skagamönnum sem þjálfari FH Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, stýrir sínum mönnum í kvöld á móti Skagamönnum í Bestu deild karla í fótbolta. Sagan segir okkur að það ætti að boða gott fyrir Hafnfirðinga. Heimir getur nefnilega fagnað sigri í fjórtánda leiknum í röð á móti ÍA. Íslenski boltinn 22. júlí 2024 15:00
Vildu rautt á tæklingu Sharts: „Þetta er hættulegt“ Tækling Hönnuh Sharts, varnarmanns Stjörnunnar, á Barbáru Sól Gísladóttur í leik Garðbæinga við Breiðablik, var til umræðu í Bestu mörkunum. Sharts fékk gult spjald fyrir en annar litur hefði getað verið á spjaldinu. Íslenski boltinn 22. júlí 2024 14:30
Covid-faraldur fyrir vestan: „Maður hélt að þetta væri liðin tíð“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var án þónokkurra leikmanna þegar lið hans sótti HK heim í Bestu deild karla um helgina. Leiknum lauk 1-1 en veikindi herja á Vestramenn. Íslenski boltinn 22. júlí 2024 13:00
KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. Íslenski boltinn 22. júlí 2024 11:31
Mörkin úr Bestu: Blikar röðuðu inn hjá KR og var hann kominn inn hjá Emil? Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær og nú má sjá mörkin úr leikjunum tveimur hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 22. júlí 2024 09:02
Fundaði með mörgum en féllst á boð frænda síns og samdi við KR Einn eftirsóttasti leikmaður Íslands, hinn 17 ára gamli Jakob Gunnar Sigurðsson, var með samningsboð frá fjölmörgum liðum en féllst á hugmyndafræði frænda síns og samdi við KR. Íslenski boltinn 22. júlí 2024 08:01
Sýður á Elmari: „Þetta er súrrealískt“ Theódór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, var eðlilega óánægður eftir 4-2 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á Kópavogsvelli í kvöld. Grafalvarleg staða er uppi í Vesturbæ. Íslenski boltinn 21. júlí 2024 21:25
Uppgjörið: Breiðablik - KR 4-2 | Vesældarlegir Vesturbæingar Breiðablik vann 4-2 sigur á KR á Kópavogsvelli í kvöld. Kópavogsbúar eru þá þremur stigum frá toppliði Víkings í Bestu deild karla. KR er þremur stigum frá botni deildarinnar. Íslenski boltinn 21. júlí 2024 21:10
Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. Íslenski boltinn 21. júlí 2024 18:31
Uppgjörið: Fylkir 4 - Tindastóll 1 | Fyrsti sigur Fylkis síðan á vordögum Fylkir fékk Tindastól í heimsókn í dag í 13. umferð Bestu deildar kvenna. Unnu heimakonur stórsigur, 4-1, og gerðu í leiðinni botnbaráttuna enn meira spennandi. Íslenski boltinn 21. júlí 2024 15:16
Sjáðu Svein Margeir klára meistarana og mörkin úr fallslagnum Fimmtánda umferð Bestu deildar karla hófst í gær með tveimur leikjum. KA vann óvæntan sigur á Íslands- og bikarmeisturum Víkings á meðan HK og Vestri skildu jöfn í mikilvægum botnslag. Íslenski boltinn 21. júlí 2024 10:01
Kerfisbilunin hefur áhrif á Bestu deildina Leik Fram og Vals í Bestu deild karla sem átti að fara fram á morgun hefur verið frestað. Íslenski boltinn 21. júlí 2024 09:30
„Fann aldrei vera neitt stress að við værum að fara vera þarna“ „Geggjað, fínt að rétta aðeins að rétta úr kútnum,“ sagði Sveinn Margeir Hauksson eftir 1-0 sigur KA á Víkingum í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 22:46
„Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig“ „Þetta var góður sigur, ótrúlega gaman að halda hreinu og fullt af fólki mætt. Smá dramatískt, skorum seint í leiknum. Er virkilega ánægður,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur sinna manna á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 20:30
Arnar eftir annað tap Víkings á stuttum tíma: „Við erum í öldudal“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, segir lið sitt í öldudal eftir tap á Akureyri í 15. umferð Bestu deildar karla. Liðið féll út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í liðinni viku og gefur nú liðunum í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar tækifæri á að brúa bilið. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 20:06
Þróttur gerði jafna deild enn jafnari Þróttur Reykjavík vann 1-0 útisigur á Þór Akureyri í Lengjudeild karla í dag. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 20:00
Davíð aftur í Blika Davíð Ingvarsson stoppaði stutt í Danaveldi og er snúinn aftur í raðir Breiðabliks. Á hann að hjálpa liðinu í baráttunni í Bestu deild karla í fótbolta sem og Evrópubaráttu Blika en liðið er komið í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 19:31
Sátt með sigurinn gegn sínu gamla félagi: „Alltaf gaman að spila á móti þeim“ Natasha Anasi-Erlingsson spilaði í dag sinn fyrsta leik í treyju Íslandsmeistara Vals sem var að sjálfsögðu gegn hennar fyrrum félagi Keflavík. Á endanum hafði Valur betur með herkjum og er nú jafnt Breiðabliki á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta þegar 13. umferðum er lokið. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 19:16
Pétur sló á létta strengi: „Það er ekkert frí hjá okkur“ Pétur Pétursson sló á létta strengi eftir nauman 2-1 sigur Íslandsmeistara Vals á Keflavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það reyndist sjálfsmark. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 18:46
Uppgjörið: KA - Víkingur 1-0 | Óvæntur sigur heimamanna KA vann óvæntan 1-0 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deild karla í knattspyrnu í dag. Liðin mætast í bikarúrslitum á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 18:15
Uppgjörið: Valur - Keflavík 2-1 | Unnu níunda leikinn í röð Íslandsmeistarar Vals hafa nú unnið níu leiki í röð í deild og bikar en heppnin var svo sannarlega með þeim þegar liðið lagði Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 18:10
Ómar Ingi: Spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum HK gerði 1-1 jafntefli í dag gegn Vestra inn í Kórnum, en jöfnunarmark Vestra kom eftir agaleg mistök fyrirliða heimamanna, Leifs Andra Leifssonar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, átti erfitt með að sætta sig við úrslit leiksins aðspurður hvort þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 17:01
„Andstyggilegt og reynir bara að strauja hana“ Nik Chamberlain var létt eftir 1-0 sigur Breiðabliks á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Breiðablik heldur toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Íslenski boltinn 20. júlí 2024 16:55