Jón Mikael ráðinn framkvæmdastjóri notendalausna Origo Jón Mikael Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri notendalausna hjá Origo og mun hefja störf í byrjun næsta mánaðar. Hann kemur frá Ölgerðinni þar sem hann hefur starfað síðustu tuttugu ár. Viðskipti innlent 3. ágúst 2022 10:26
Sjö prósent hækkun á íslenska markaðnum í júlí Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hækkaði um sjö prósent í júlí eftir kröftugar lækkanir í júní. Af þeim 22 félögum sem skráð eru á aðallista kauphallarinnar voru nítján sem hækkuðu í verði en þrjú félög lækkuðu. Viðskipti innlent 3. ágúst 2022 10:07
Íslandsbanki tók yfir rekstur gagnavers eftir 344 milljóna króna uppsafnað tap Félagið Reykjavík DC, sem starfrækir hátæknigagnaver á Korputorgi, var rekið með tæplega 169 milljóna króna tapi á fyrsta heila starfsári sínu frá því að gagnaverið var tekið í notkun á árinu 2020. Vegna fjárhagsvandræða, sem mátti meðal annars rekja til þess að seinkun varð á opnun gagnaversins, var félagið hins vegar tekið yfir af Íslandsbanka, stærsta lánardrottni sínum, í árslok 2021. Innherji 3. ágúst 2022 07:01
Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. Innlent 2. ágúst 2022 14:36
Brim stofnar Stiku umhverfislausnir ásamt meðfjárfestum Sjávarútvegsfélagið Brim hefur stofnað nýtt félag ásamt Bjarna Ármannssyni, forstjóra Iceland Seafood International, og Magnúsi Júlíussyni, stjórnarmanni í Festi, sem mun vinna að þróun hugbúnaðarlausna fyrir umhverfisútreikninga fyrirtækja. Innherji 2. ágúst 2022 14:03
Hópur einkafjárfesta tengdur Gavia Invest kaupir í Sýn fyrir milljarð Hópur fjárfesta, sem er leiddur af fjársterkum einstaklingum og er í samstarfi með nýjum stærsta hluthafa Sýnar, hefur keypt samanlagt um sex prósenta hlut í félaginu fyrir um einn milljarð króna. Viðskiptin voru kláruð fyrir opnun markaða í morgun, samtals tæplega 16 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 64 krónur á hlut, og á meðal seljenda voru lífeyrissjóðir í hluthafahópi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, samkvæmt heimildum Innherja. Innherji 2. ágúst 2022 10:39
Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári. Innherji 2. ágúst 2022 08:57
Stækka Glerártorg og bæta við mathöll Áform eru uppi um stækkun Glerártorgs sem mun þá innihalda 500 fermetra mathöll. Stefnt er að endurskipulagningu verslunarmiðstöðvarinnar og fjölgun bílastæða. Viðskipti innlent 31. júlí 2022 15:27
Kærir prófessor sem sé „í heilagri pólitískri baráttu gegn sjávarútvegi“ Birkir Leósson endurskoðandi hefur ákveðið að kæra Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, til siðanefndar HÍ vegna skrifa hans um sjávarútvegsfyrirtækið Vísi. Innlent 28. júlí 2022 16:20
Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. Viðskipti innlent 28. júlí 2022 16:16
Selja sig út úr verðbréfasjóðum í stórum stíl samhliða óróa á mörkuðum Innlendir verðbréfasjóðir, bæði sem fjárfesta í skuldabréfum og hlutabréfum, skruppu talsvert saman í liðnum mánuði samhliða áframhaldandi innlausnum fjárfesta sem námu samanlagt tæplega 11 milljörðum króna. Útflæði af slíkri stærðargræðu úr sjóðunum hefur ekki sést í um þrjú ár. Innherji 28. júlí 2022 14:01
Framlegð Marels óviðunandi að mati forstjóra Tekjur Marels á öðrum ársfjórðungi námu 397.3 milljónum króna en hagnaður var aðeins 25 milljónir evra eða 6,3 prósent af tekjum. Forstjórinn segir framlegðina óviðunandi. Viðskipti innlent 28. júlí 2022 10:56
Hækkar verulega verðmat á Icelandair og metur félagið á 117 milljarða Nýbirt uppgjör Icelandair Group, þar sem félagið skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi í fyrsta sinn í fimm ár, ber það með sér að „flugið er komið af stað“ og allt útlit er fyrir að afkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi verði „dúndur“. Innherji 28. júlí 2022 08:52
Kostnaður Festar vegna starfsloka Eggerts um 76 milljónir Smásölufyrirtækið Festi, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, gjaldfærir hjá sér kostnað sem nemur samtals um 76 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi vegna samkomulags sem stjórn félagsins gerði í byrjun júní vegna starfsloka Eggerts Þórs Kristóferssonar, fráfarandi forstjóra. Innherji 27. júlí 2022 21:42
Þóknanatekjur Arion aldrei verið hærri og hagnaðurinn um 10 milljarðar Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi, sem var meðal annars drifin áfram af auknum vaxta- og þóknanatekjum, jókst um liðlega 1,9 milljarð króna á milli ára og var rúmlega 9,7 milljarðar króna. Mikil umsvif í fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu skilaði sér í því að þóknanatekjur hækkuðu um 27 prósent og námu um 4,54 milljörðum króna og hafa aldrei verið meiri á einum fjórðungi. Innherji 27. júlí 2022 17:34
Hagnaður Arion banka jókst í 9,7 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 9.712 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2022 samanborið við 7.816 milljónir á sama tímabili í fyrra. Heildareignir námu 1.383 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 1.314 milljarða í árslok 2021. Sala á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor til Rapyd skilaði bankanum 5,6 milljarða króna söluhagnaði. Viðskipti innlent 27. júlí 2022 17:15
Krefjast stjórnarkjörs í Sýn Gavia Invest ehf. hefur farið fram á að boðað verði hluthafafundar í Sýn hf., en félagið fer nú með atkvæðisrétt fyrir hlutafé í Sýn sem nemur 16,06 prósent. Þess er krafist að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Viðskipti innlent 26. júlí 2022 13:01
Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Innherji 26. júlí 2022 11:43
„Ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstrinum,“ segir nýr stærsti eigandi Sýnar Forsvarsmaður nýstofnaðs fjárfestingafélags sem hefur fest kaup á um 15 prósenta hlut í Sýn, sem gerir það að stærsta hluthafanum, segir að fjárfestahópurinn hafi „fylgst lengi“ með fyrirtækinu. Innherji 25. júlí 2022 12:26
Gavia Invest stærsti hluthafi Sýnar eftir kaup á hlut Heiðars Gavia Invest, fjárfestingafélag sem er að hluta til í eigu Reynis Grétarssonar, er orðið stærsti hluthafi fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins Sýnar með 14,95 prósenta hlut eftir kaup á eignarhlut Heiðars Guðjónssonar um helgina Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallarinnar. Innherji 25. júlí 2022 10:17
Heiðar selur allt í Sýn fyrir 2,2 milljarða og hættir sem forstjóri Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, hefur selt allan 12,7 prósenta hlut sinn í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu fyrir tæplega 2,2 milljarða króna. Samhliða sölunni mun Heiðar láta af störfum sem forstjóri félagsins um mánaðarmótin. Innherji 25. júlí 2022 09:40
Heiðar hættir sem forstjóri Sýnar Heiðar Guðjónsson hefur sagt upp sem forstjóri Sýnar og mun uppsögnin taka gildi fyrir lok þessa mánaðar. Heiðar gekk um helgina frá sölu á öllum 12,72 prósenta hlut sínum í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallar. Viðskipti innlent 25. júlí 2022 09:34
Ardian borgar fimm milljörðum minna fyrir Mílu Síminn og Ardian náðu í dag samkomulagi um breytingar á kaupsamningi Ardian á Mílu ehf.. Meðal breytinanna sem samþykktar voru er að Ardian borgi 73 milljarða króna í staðinn fyrir 78 milljarða líkt og var fyrst samið um. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 21:14
Samherji hf. hagnaðist um 17,8 milljarða Hagnaður Samherja hf. nam 17,8 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 7,8 milljarða árið áður. Eigið fé félagsins var 94,3 milljarðar króna í árslok 2021 og námu heildareignir 128 milljörðum króna. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 12:27
Hlutabréf fara á flug eftir jákvætt uppgjör Icelandair Gengi hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um 5,59 prósent það sem af er degi. Flugfélagið skilaði rúmlega hálfum milljarði króna í hagnað á öðrum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 10:49
Magnús Kr. Ingason tekur við sem forstjóri Festi Stjórn Festi hefur ráðið Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Festi, sem forstjóra félagsins frá næstu mánaðarmótum, þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 09:12
Eik kaupir Lambhaga á 4,2 milljarða króna Fasteignafélagið Eik er í þann mund að ganga frá kaupum á garðyrkjustöðvunum Lambhaga í Úlfarsárdal og Lundi í Mosfellsdal. Kaupverðið er áætlað 4,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 22. júlí 2022 07:46
Hálfur milljarður í hagnað á öðrum ársfjórðungi Icelandair skilar um hálfum milljarði í hagnað á öðrum ársfjórðungi 2022. Lausafjárstaða félagsins hefur aldrei verið sterkari og nam 61,6 milljörðum króna í lok júní. Viðskipti innlent 21. júlí 2022 16:26
Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast. Klinkið 21. júlí 2022 12:24
Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. Viðskipti innlent 21. júlí 2022 07:36