Veikindadögum fjölgað frá því í janúar Veikindadagar barna á leikskólum Reykjavíkur voru meira en helmingi færri í janúar 2021 miðað við í janúar 2020. Hins vegar eru merki um að veikindadögunum sé að fjölga á ný. Innlent 26. febrúar 2021 23:04
Ekki viss um að óvenju margar fæðingar undanfarnar vikur séu afleiðingar samkomubannsins Óvenju mörg börn hafa fæðst á fæðingarvakt Landspítalans undanfarnar tvær vikur, eða hátt í sautján á dag. Innlent 26. febrúar 2021 20:05
Þeir einir míga tvisvar í sama skóinn, sem þykir gott að vera blautir í fæturna Þann 9. febrúar birtist i Fréttablaðinu grein eftir fimm heimsspekinga sem fjallaði um hugmynd að rannsókn á bóluefni Pfizers á Íslandi. Skoðun 26. febrúar 2021 16:00
Nýr styrktarflokkur til að hvetja fyrirtæki til þátttöku í þróunarsamvinnu Þróunarfræ er samstarfsverkefni Samstarfssjóðs við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á vegum utanríkisráðuneytisins og Tækniþróunarsjóðs á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Heimsmarkmiðin 26. febrúar 2021 14:52
Flugrútan hefur akstur á nýjan leik Flugrútan, sem hefur ekki verið í rekstri frá miðjum janúarmánuði, mun hefja akstur á ný á morgun. Akstrinum var hætt í janúar vegna lítillar notkunar komufarþega en flugferðum til og frá landinu hefur fækkað mikið síðasta tæpa árið vegna faraldurs kórónuveirunnar. Viðskipti innlent 26. febrúar 2021 13:36
Stjórnvöld styrkja Eurovison-safn og heimildaþætti Jóhannesar um faraldurinn Ríkisstjórnin hyggst styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi um fimm milljónir króna. Þá ætlar hún styðja við uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík fyrir tvær milljónir króna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Innlent 26. febrúar 2021 13:28
Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. Innlent 26. febrúar 2021 12:53
Mesti samdráttur í landsframleiðslu á mann frá upphafi mælinga Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu. Viðskipti innlent 26. febrúar 2021 12:26
Ekkert innanlandssmit fimmta daginn í röð Fimmta daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist á landamærum þar sem niðurstöðu mótefnamælingar er beðið. Innlent 26. febrúar 2021 10:58
Ísland og meirihluti Noregs á grænni grein Líkt og undanfarinn mánuð er Ísland eina landið í Evrópu sem alfarið er merkt grænt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Meirihluti Noregs er einnig grænn en nokkur svæði þar eru þó merkt appelsínugul. Innlent 26. febrúar 2021 07:34
Einn sektaður á Keflavíkurflugvelli og öðrum vísað frá landinu Einn var sektaður um hundrað þúsund krónur fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði á Keflavíkurflugvelli í dag og öðrum sem ekki hafði neina fullnægjandi pappíra varðandi stöðu sína gagnvart covid 19 var vísað frá landinu. Innlent 25. febrúar 2021 19:21
Áttar sig ekki á því af hverju fólk afþakkar AstraZeneca Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir öll bóluefni við Covid-19 sem komið hafa fram jafngóð. Enginn marktækur munur sé á þeim með tilliti til aukaverkana. Hann segist ekki átta sig á því af hverju fólk hafi hafnað bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Innlent 25. febrúar 2021 18:44
Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til. Innlent 25. febrúar 2021 17:08
László Czenek fallinn frá eftir baráttu við Covid-19 László Czenek, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga, andaðist þann 21. febrúar síðastliðinn í heimalandi sínu Ungverjalandi eftir baráttu við Covid-19. Innlent 25. febrúar 2021 15:12
Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. Erlent 25. febrúar 2021 12:23
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með efni AstraZeneca Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk sé að afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grunni að það sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni en einnig vegna þess að það telur aukaverkanir af því bóluefni meiri en af hinum bóluefnunum. Innlent 25. febrúar 2021 11:45
Kannast ekki við að erindrekar hafi verið þvingaðir til að gefa sýni úr endaþörmum þeirra Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir rangt að bandarískir erindrekar þar í landi hafi verið skikkaðir í skimun fyrir Covid-19, þar sem sýni voru tekin úr endaþörmum þeirra. Erlent 25. febrúar 2021 11:06
Nýtt afbrigði veirunnar breiðist hratt út í New York Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið upp kollinum í New York og breiðist nú hratt út í borginni. Stökkbreytingin veldur vísindamönnum nokkrum áhyggjum þar sem þeir óttast að hún veiki virkni bóluefna gegn veirunni. Erlent 25. febrúar 2021 10:59
Enginn greindist innanlands en einn á landamærum Fjórða daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist á landamærum þar sem niðurstöðu mótefnamælingar er beðið. Innlent 25. febrúar 2021 10:55
Svona var 165. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 25. febrúar 2021 10:22
Finnar lýsa yfir neyðarástandi og loka í þrjár vikur Stjórnvöld í Finnlandi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar í landinu. Sumar aðgerðir stjórnvalda taka gildi þegar í stað, en aðrar 8. mars. Munu aðgerðirnar gilda í þrjár vikur. Erlent 25. febrúar 2021 09:12
Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. Erlent 25. febrúar 2021 07:29
Telur mögulega ekki þörf á grímum í sumar Mögulegt er að grímuskylda verði afnumin innandyra í Bretlandi yfir sumarmánuðina. Þetta kom fram í máli Jenny Harries, eins helsta heilbrigðismálaráðgjafa breskra stjórnvalda, á blaðamannafundi vegna kórónuveirufaraldursins í Bretlandi í dag. Erlent 24. febrúar 2021 23:26
Herða takmarkanir í Svíþjóð og Noregi Norðmenn og Svíar kynntu hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar í dag. Erlent 24. febrúar 2021 19:30
Spyr hvort það hafi virkilega ekki hvarflað að ráðherra að samskiptin væru óeðlileg „Hvarflaði það virkilega ekki að ráðherra að samskiptin og bein símtöl hennar sjálfrar til lögreglustjóra væru óeðlileg á þessum tímapunkti, til lögreglustjóra sem þarna var í blábyrjun rannsóknar á meintum brotum á sóttvarnalögum af hálfu samflokksmanns þessa ráðherra og formanns?“ Innlent 24. febrúar 2021 17:47
Ferðamenn frá smitlausu Grænlandi sleppa við PCR-próf Ferðamenn frá Grænlandi verða frá og með 24. febrúar 2021 undanþegnir kröfum um framvísun á vottorði um neikvætt PCR-próf, skimun og sóttkví vegna COVID-19 við komuna til Íslands. Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Innlent 24. febrúar 2021 16:55
Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins. Körfubolti 24. febrúar 2021 15:21
Enginn greindist innanlands þriðja daginn í röð Þriðja daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. Innlent 24. febrúar 2021 11:01
Ísland veitir neyðaraðstoð í Malaví Stuðningur frá Íslandi gerir skimunar- og greiningaraðstöðu við landamæri Malaví og Sambíu mögulega. Heimsmarkmiðin 24. febrúar 2021 09:30
Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Tilslakanir á sóttvarnareglum tóku gildi nú á miðnætti miðvikudagsins 24. febrúar. Fimmtíu mega nú koma saman í stað tuttugu áður, 200 mega koma saman á tilteknum stöðum og viðburðum og afgreiðslutími veitingastaða er lengdur. Fleiri mega fara í sund og á skíði en áður, auk þess sem reglur í skólastarfi eru rýmkaðar. Innlent 24. febrúar 2021 00:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent