Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2025 08:00 Umfangsmiklar breytingar eru framundan á golfvöllum GKG. Leggja á níu nýjar brautir í stað þeirra sem klúbburinn missir í Vetrarmýri. Þær eiga meðal annars að liggja sunnan við klúbbhúsið sem sést á myndinni og upp í Smalaholt þar sem skógur hefur verið ræktaður síðustu áratugi. Holtið sést efst til vinstri. Guðmundur Árni Gunnarsson Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) segir að reynt verði að hlífa trjágróðri eftir fremsta megni þegar nýjar golfbrautir verða mótaðar í skógræktarsvæði í Smalaholti. Klúbburinn fær svæðið í stað lands sem Garðabær tekur undir nýja íbúðabyggð. GKG sér nú fram á að missa stóran hluta af Mýrinni, níu holu golfvelli í Vetrarmýri, vegna íbúðabyggðar sem Garðabær hefur skipulagt í Hnoðraholti. Landið verður nýtt undir knattspyrnuvelli og skóla sem á að þjóna nýju byggðinni. Til þess að bæta golfklúbbnum missinn liggur nú fyrir tillaga um að hann fái í staðinn land í Smalaholti þar sem skógur hefur verið ræktaður upp undanfarna áratugi. Smalaholt er fyrsta svæðið sem fékkst til skógræktar í Garðabæ og var forsenda þess að Skógræktarfélag Garðabæjar var stofnað árið 1988. Skógræktarfélagið hefur bent á að skorið sé af neðsta hluta trjásýnisstígs sem liggur um Smalaholt í uppdráttum af golfvallarsvæðinu og vill að nýju brautirnar verði fjær stígnum en gert er ráð fyrir í uppdráttum samkvæmt umsögn sem það sendi inn um skipulagstillöguna. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, segir klúbbinn vinna þétt með skógræktarfélaginu og Garðabæ sem hafi sameiginlega hagsmuni að búa til útivistarsvæði fyrir íbúa. Eðlilegt sé að stórar spurningar komi upp í breytingarferli sem þessu. „Skógurinn er ekkert að fara. Við erum að fara móta golfbrautir í skóglendi og við munum gera okkar besta til að hlífa trjágróðrinum,“ segir hann. Þrátt fyrir það sé óumflýjanlegt að einhver tré verði felld. Agnar Már segir að stefnt verði að því að gróðursetja að minnsta kosti jafnmörg tré og verði felld. Hann bendir ennfremur á að klúbburinn sé í og með skógræktarfélag því hann hafi plantað um 3.500 plöntum á vallarsvæðum sínum. Hann muni taka við trjágróðrinum í Smalaholti og hlúa að honum eins og hann hafi gert á sínu svæði til þessa. „Markmiðið er að búa til útivistarsvæði fyrir almenning sem er á heimsmælikvarða,“ segir framkvæmdastjórinn. Uppdráttur af vallarsvæði GKG eftir breytingar á deiliskipulagi þess. Þar sést hvernig fimm brautir gætu legið um skóglendi í Smalaholti.Garðabær Níu nýjar brautir og breytingar á þremur Gríðarlegar framkvæmdir við að breyta vallasvæði GKG eru framundan. Klúbburinn heldur úti tveimur völlum, Leirdalsvelli og Mýrinni, sem eru saman 27 holur. Sá fjöldi heldur sér eftir breytingarnar en leggja þarf níu nýjar brautir og breyta legu og hönnun þriggja brauta svo að boltar skeikulla kylfinga lendi ekki inni í íbúðabyggð. Agnar Már segir að framkvæmdirnar langtímaverkefni og að þær gætu tekið allt að tíu til fimmtán ár. „Við munum gera þetta þannig að það verði sem minnst rask fyrir félagsmenn. Garðabær hefur góðan skilning á því að það þurfi að passa upp á þá þætti,“ segir hann. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG).GKG Ekkert sé að vanbúnaði að hefja framkvæmdirnar þegar deiliskipulag hefur verið samþykkt. Tæknilega séu þær þegar hafnar þar sem byrjað sé að móta tvær flatir á nýja vellinum. Ekki liggur fyrir hvenær Mýrinni verður lokað og ræðst tímasetningin af uppbyggingu íbúðabyggðarinnar. „Þar er það svolítið sveitarfélagið sem ræður ferð, hversu hratt það ætlar að byggja upp Hnoðraholtið,“ segir framkvæmdastjórinn. Þegar Mýrin verður aflögð færir klúbburinn æfingasvæði sitt þangað. Agnar Már segir að þar verði lítið höggsvæði, par þrjú holu völlur og vipp- og glompusvæði. Staða klúbbsins verði að minnsta kosti jafngóð eftir breytingar og fyrir Fyrsta stóra framkvæmdin sem er fyrirhuguð hjá GKG er bygging nýrrar vélasmiðju eða þjónustumiðstöðvar golfvalla í stað þeirrar sem víkur fyrir íbúðabyggðinni. Hún á að rísa sunnan núverandi bílastæðis klúbbsins. Agnar Már segir nýja þjónustumiðstöð hafa setið lengi á hakanum. Núverandi aðstaða sé orðin óboðleg. Hann gerir ráð fyrir að Garðabær og Kópavogur taki þátt í fjármögnuninni með klúbbnum. Fjórar nýjar brautir gætu legið um þetta lúpínuvaxna svæði sunnan við klúbbhús GKG. Völlurinn teygði sig síðan upp í Smalaholt uppi til vinstri á myndinni. Vífilstaðavatn sést í bakgrunni efst hægra megin.Guðmundur Árni Gunnarsson Hvað fjármögnun á stóru framkvæmdunum við breytingarnar á vellinum sjálfum varðar vísar framkvæmdastjórinn til viljayfirlýsingar sem Garðabær skrifaði undir fyrir sjö árum þar sem sveitarfélagið skuldbatt sig til þess að tryggja að klúbburinn yrði að minnsta kosti jafnvel settur eftir breytingarnar og fyrir. Í því felist að bærinn greiði fyrir framkvæmdirnar „Ef við förum eitthvað fram úr okkur þá eðli málsins samkvæmt þá greiðir GKG það en í anda viljayfirlýsingarinnar mun Garðabær skilja við þetta verkefni þannig að við séum að minnsta kosti jafnvel sett,“ segir framkvæmdastjórinn. Garðabær Kópavogur Golf Golfvellir Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
GKG sér nú fram á að missa stóran hluta af Mýrinni, níu holu golfvelli í Vetrarmýri, vegna íbúðabyggðar sem Garðabær hefur skipulagt í Hnoðraholti. Landið verður nýtt undir knattspyrnuvelli og skóla sem á að þjóna nýju byggðinni. Til þess að bæta golfklúbbnum missinn liggur nú fyrir tillaga um að hann fái í staðinn land í Smalaholti þar sem skógur hefur verið ræktaður upp undanfarna áratugi. Smalaholt er fyrsta svæðið sem fékkst til skógræktar í Garðabæ og var forsenda þess að Skógræktarfélag Garðabæjar var stofnað árið 1988. Skógræktarfélagið hefur bent á að skorið sé af neðsta hluta trjásýnisstígs sem liggur um Smalaholt í uppdráttum af golfvallarsvæðinu og vill að nýju brautirnar verði fjær stígnum en gert er ráð fyrir í uppdráttum samkvæmt umsögn sem það sendi inn um skipulagstillöguna. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, segir klúbbinn vinna þétt með skógræktarfélaginu og Garðabæ sem hafi sameiginlega hagsmuni að búa til útivistarsvæði fyrir íbúa. Eðlilegt sé að stórar spurningar komi upp í breytingarferli sem þessu. „Skógurinn er ekkert að fara. Við erum að fara móta golfbrautir í skóglendi og við munum gera okkar besta til að hlífa trjágróðrinum,“ segir hann. Þrátt fyrir það sé óumflýjanlegt að einhver tré verði felld. Agnar Már segir að stefnt verði að því að gróðursetja að minnsta kosti jafnmörg tré og verði felld. Hann bendir ennfremur á að klúbburinn sé í og með skógræktarfélag því hann hafi plantað um 3.500 plöntum á vallarsvæðum sínum. Hann muni taka við trjágróðrinum í Smalaholti og hlúa að honum eins og hann hafi gert á sínu svæði til þessa. „Markmiðið er að búa til útivistarsvæði fyrir almenning sem er á heimsmælikvarða,“ segir framkvæmdastjórinn. Uppdráttur af vallarsvæði GKG eftir breytingar á deiliskipulagi þess. Þar sést hvernig fimm brautir gætu legið um skóglendi í Smalaholti.Garðabær Níu nýjar brautir og breytingar á þremur Gríðarlegar framkvæmdir við að breyta vallasvæði GKG eru framundan. Klúbburinn heldur úti tveimur völlum, Leirdalsvelli og Mýrinni, sem eru saman 27 holur. Sá fjöldi heldur sér eftir breytingarnar en leggja þarf níu nýjar brautir og breyta legu og hönnun þriggja brauta svo að boltar skeikulla kylfinga lendi ekki inni í íbúðabyggð. Agnar Már segir að framkvæmdirnar langtímaverkefni og að þær gætu tekið allt að tíu til fimmtán ár. „Við munum gera þetta þannig að það verði sem minnst rask fyrir félagsmenn. Garðabær hefur góðan skilning á því að það þurfi að passa upp á þá þætti,“ segir hann. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG).GKG Ekkert sé að vanbúnaði að hefja framkvæmdirnar þegar deiliskipulag hefur verið samþykkt. Tæknilega séu þær þegar hafnar þar sem byrjað sé að móta tvær flatir á nýja vellinum. Ekki liggur fyrir hvenær Mýrinni verður lokað og ræðst tímasetningin af uppbyggingu íbúðabyggðarinnar. „Þar er það svolítið sveitarfélagið sem ræður ferð, hversu hratt það ætlar að byggja upp Hnoðraholtið,“ segir framkvæmdastjórinn. Þegar Mýrin verður aflögð færir klúbburinn æfingasvæði sitt þangað. Agnar Már segir að þar verði lítið höggsvæði, par þrjú holu völlur og vipp- og glompusvæði. Staða klúbbsins verði að minnsta kosti jafngóð eftir breytingar og fyrir Fyrsta stóra framkvæmdin sem er fyrirhuguð hjá GKG er bygging nýrrar vélasmiðju eða þjónustumiðstöðvar golfvalla í stað þeirrar sem víkur fyrir íbúðabyggðinni. Hún á að rísa sunnan núverandi bílastæðis klúbbsins. Agnar Már segir nýja þjónustumiðstöð hafa setið lengi á hakanum. Núverandi aðstaða sé orðin óboðleg. Hann gerir ráð fyrir að Garðabær og Kópavogur taki þátt í fjármögnuninni með klúbbnum. Fjórar nýjar brautir gætu legið um þetta lúpínuvaxna svæði sunnan við klúbbhús GKG. Völlurinn teygði sig síðan upp í Smalaholt uppi til vinstri á myndinni. Vífilstaðavatn sést í bakgrunni efst hægra megin.Guðmundur Árni Gunnarsson Hvað fjármögnun á stóru framkvæmdunum við breytingarnar á vellinum sjálfum varðar vísar framkvæmdastjórinn til viljayfirlýsingar sem Garðabær skrifaði undir fyrir sjö árum þar sem sveitarfélagið skuldbatt sig til þess að tryggja að klúbburinn yrði að minnsta kosti jafnvel settur eftir breytingarnar og fyrir. Í því felist að bærinn greiði fyrir framkvæmdirnar „Ef við förum eitthvað fram úr okkur þá eðli málsins samkvæmt þá greiðir GKG það en í anda viljayfirlýsingarinnar mun Garðabær skilja við þetta verkefni þannig að við séum að minnsta kosti jafnvel sett,“ segir framkvæmdastjórinn.
Garðabær Kópavogur Golf Golfvellir Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira