Aflétta einangrunarskyldu fyrir Covid-smitaða Íbúar Alberta fylkis í Kanada sem greinast smitaðir af Covid-19 munu ekki þurfa að fara í einangrun eftir að þeir greinast. Þetta tilkynnti yfirmaður heilbrigðismála í fylkinu í gær en breytingarnar taka gildi eftir tæpar þrjár vikur. Erlent 29. júlí 2021 22:31
Örfáum án Covid-prófs vísað frá hjá Play í dag Örfáum hefur verið vísað frá flugi á vegum flugfélagsins Play í dag, þar sem þeir gátu hvorki sýnt fram á PCR-próf né antigen hraðpróf við Covid við innritun. Viðskipti innlent 29. júlí 2021 22:02
Stærsta bylgja faraldursins í aðsigi Hlutfall bólusettra sem veikjast alvarlega eftir að hafa smitast af kórónuveirunni er það sama hér á landi og í Ísrael eða eitt prósent. 122 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af einn sem lá á krabbameinslækningadeild Landspítalans auk tveggja starfsmanna. Deildinni hefur verið lokað tímabundið fyrir innlögnum á meðan allir sjúklingar og starfsfólk bíða eftir niðurstöðum skimunar. Innlent 29. júlí 2021 21:00
Hundrað þúsund króna sekt skili ferðamenn ekki neikvæðu prófi fyrir komu Ferðamenn sem eru á leið til Íslands geta átt von á 100 þúsund króna sekt við komuna til landsins skili þeir ekki inn neikvæðu PCR-prófi eða antigen hraðprófi þegar farið er um borð í flugvél eða skip. Innlent 29. júlí 2021 20:37
Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. Innlent 29. júlí 2021 17:36
Mikael greindist með Covid-19 Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, var ekki í leikmannahópi liðs síns Midtjylland er það mætti Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Danska félagið hefur tilkynnt um að það sé vegna þess að Mikael hafi smitast af kórónuveirunni. Fótbolti 29. júlí 2021 17:16
Hafnar því alfarið að hafa verið með óspektir við bólusetningaröðina Lögregla var í morgun kölluð til vegna mótmæla konu við Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut því að verið væri að bólusetja þungaðar konur. Sú kona heitir Sólveig Lilja Óskarsdóttir og hún segir enga kæru liggja fyrir á hendur sér. Innlent 29. júlí 2021 16:53
Þröngt á deildinni eins og annars staðar á spítalanum Blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut hefur verið lokað tímabundið fyrir innlögnum á meðan allir sjúklingar og starfsfólk deildarinnar bíða eftir niðurstöðum skimunar. Þrír hafa greinst smitaðir á deildinni, einn sjúklingur og tveir starfsmenn. Innlent 29. júlí 2021 15:32
Kennarar sem fengu Janssen fá örvunarskammt Að tillögu sóttvarnalæknis er öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem fengu Janssen bólusetningu í vor boðinn örvunarskammtur með bóluefni frá Pfizer í næstu viku og vikunni þar á eftir. Innlent 29. júlí 2021 14:30
Sjúklingur á krabbameinsdeild er smitaður Sjúklingur sem er inniliggjandi á blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG á Landspítalanum greindist óvænt með Covid-19 smit í gær. Tveir starfsmenn deildarinnar eru einnig smitaðir. Innlent 29. júlí 2021 14:16
„Ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku“ Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, virðist heilt yfir ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Ísland sé komið á lista yfir appelsínugul ríki á litakorti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Innlent 29. júlí 2021 13:49
Misvísandi skilaboð frá ferðaþjónustunni valda furðu Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, taldi fyrir fáeinum dögum það öllu skipta að Ísland yrði ekki rautt en nú er skiptir það engu máli. Innlent 29. júlí 2021 13:41
Ný bóluefni gegn delta eru okkar helsta von Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir óvíst hvort og þá hvenær hægt verði að líta kórónuveiruna sömu augum og venjulega inflúensuveiru, eins og menn höfðu vonast eftir að yrði staðan eftir að bólusetningum hjá meirihluta þjóðarinnar væri lokið. Innlent 29. júlí 2021 12:27
Inga Sæland krefst þess að Alþingi komi saman vegna faraldursins Inga Sæland formaður Flokks fólksins krefst þess að Alþingi verði þegar kallað saman vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kórónuveirufaraldrinum. Neyðarástand ríki í samfélaginu og styrkja þurfi sóttvarnaráðstafanir og heilbrigðiskerfið. Innlent 29. júlí 2021 12:08
Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. Innlent 29. júlí 2021 11:31
Kona handtekin við bólusetningaröð: „Það er eitur í þessum sprautum!“ Kona var handtekin fyrir utan bólusetningaröðina á Suðurlandsbraut nú í morgun. Konan mótmælti og lét illum látum þar sem óléttar konur stóðu í röð og biðu eftir bólusetningu. Innlent 29. júlí 2021 11:29
Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. Innlent 29. júlí 2021 11:09
Minnst 118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. Innlent 29. júlí 2021 10:43
Svona var 186. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan ellefu í dag, fimmtudaginn 29. júlí. Innlent 29. júlí 2021 10:31
Óska eftir fólki án heilbrigðismenntunar vegna álags í sýnatöku Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar nú eftir liðsinni fólks sem getur aðstoðað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut. Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Innlent 29. júlí 2021 10:14
Netflix skyldar starfsfólk í bólusetningu Efnisveitan og framleiðandinn Netflix hyggst gera bólusetningu gegn Covid-19 að skyldu fyrir allt starfsfólk og tökulið sem kemur að framleiðslunni. Erlent 29. júlí 2021 10:06
Íslensk forræðishyggja – Opnunartími skemmtistaða Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid. Skoðun 29. júlí 2021 09:01
Ísland einn besti staðurinn til að búa á komi til ragnaraka Nýja Sjáland, Ísland, Bretland, Tasmanía og Írland eru bestu staðirnir til að búa á ef siðmenningin myndi ríða til falls. Þessu er í það minnsta haldið fram í nýrri rannsókn sem breska blaðið Guardian fjallar um. Erlent 29. júlí 2021 07:50
Þingmenn deila vegna grímuskyldu: „Hann er svo mikill fáviti“ Miklar deilur áttu sér stað í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að grímuskyldu var komið á í fulltrúadeildinni aftur, að ráðleggingu læknis þingsins. Repúblikanar hafa fordæmt ákvörðunina og margir þingmenn hafa neitað að vera með grímur, þó þeim hafi verið hótað sektum. Erlent 28. júlí 2021 23:06
Lýsir dvöl á skemmtiferðaskipi eftir að smit kom upp: „Eftir hávaðarifrildi á íslensku snerum við aftur í skipið“ „Við vorum búin að keyra í nær klukkustund í fyrstu ferðinni þennan dag – gönguferð þar sem við áttum að læra um íslenskar þjóðsögur um álfa, huldufólk og tröll – þegar leiðsögumaðurinn tilkynnti að við þyrftum að snúa aftur í höfn. Covid-19 hafði greinst um borð í skipinu.“ Innlent 28. júlí 2021 17:46
Landspítali hættir við að krefja starfsfólk um neikvætt PCR-próf Landspítalinn hefur fallið frá þeirri kröfu að starfsfólk sem snýr til baka eftir orlof innanlands skuli skila inn PCR-prófi fyrir Covid-19 áður en það snýr aftur til starfa. Það er þó hvatt til þess að fara í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum eða hafi verið á stöðum þar sem smit hefur komið upp. Innlent 28. júlí 2021 17:10
Lokatölur: 122 greindust innanlands Alls greindust 122 með kórónuveiruna í gær. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu. Innlent 28. júlí 2021 16:29
Brjálaður yfir því leikmennirnir hans vilji ekki láta bólusetja sig Ron Rivera, þjálfari Washington í NFL-deildinni, er æfur yfir því hversu tregir leikmenn liðsins eru til að láta bólusetja sig. Sport 28. júlí 2021 16:01
„Viðbrögð okkar hafa einkennst af einhverju sem veikir ónæmiskerfið“ Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari, einkaþjálfari, jógakennari og stofnandi heilsuveitingastaðarins Happ, er gestur í átjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Begga Ólafs. Í þættinum ræddi Lukka meðal annars um heilbrigði og hvað hún telur stjórnvöld geta gert betur í baráttunni við heimsfaraldurinn. Lífið 28. júlí 2021 15:25
Vill upplýsingar beint af kúnni Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, hefur farið fram á það að nefndin komi saman í miðju sumarfríi þingmanna til að fara yfir stöðu mála í nýrri bylgju faraldursins. Hún segir mikilvægt að nefndarmenn fái tækifæri til að bera spurningar undir helstu sérfræðinga landsins. Innlent 28. júlí 2021 15:23