Kofi Annan gagnrýnir aðgerðaleysi í loftslagsmálum Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir skort á forystu og frumkvæði á loftslagsráðstefnu í Nairobi í Kenía sem helguð er baráttunni við hlýnun andrúmsloftsins. Í ræðu á ráðstefnunni kallaði hann loftslagsbreytingar eina af mestu ógnum heimsins. Hann sagði að efasemdarmenn um umhverfisvá hefðu "engin rök og engan tíma". Erlent 15. nóvember 2006 10:12