Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Frábær sigur Arsenal dugði ekki til

    Hetjuleg barátta leikmanna Arsenal í München í kvöld dugði ekki til þess að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Arsenal vann leikinn, 0-2, og rimman endaði 3-3. Bayern fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Malaga afgreiddi Porto

    Malaga er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 sigur á heimavelli gegn Porto í kvöld. Malaga vinnur rimmuna, 2-1.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal: Sjö töp í síðustu átta útileikjum

    Það hefur ekki gengið vel hjá Arsenal síðustu ár þegar liðið er á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Lærisveinar Arsene Wenger mæta til München í kvöld þar sem þeir mæta Bayern München í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tekst Arsenal að snúa taflinu við í München?

    Arsenal á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Þá sækir liðið Bayern München heim í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og þarf að vinna upp 3-1 tap frá því í fyrri viðureign liðanna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Galatasaray skellti Schalke

    Galatasaray er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn sigur, 2-3, á Schalke í Þýskalandi. Tyrkneska liðið vinnur rimmuna 4-3 samanlagt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barcelona valtaði yfir Milan og komst áfram

    Barcelona er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir glæsilegan 4-0 sigur á AC Milan. Börsungar þurftu að vinna upp tveggja marka forskot Milan frá fyrri leik liðanna og það gerði liðið með glæsibrag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pistill: Rauða spjaldið ódýr afsökun

    Nú þegar mesta reiðin ætti að vera runnin af grjóthörðum stuðningsmönnum Manchester United eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er ekki úr vegi að átta sig á því hvers vegna liðið féll úr keppni. Ósanngjarnt rautt spjald á Nani sem breytti gangi leiksins og batt enda á Evrópudraum United segja einhverjir. Ég get ekki verið sammála því.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Brekka fyrir Barcelona

    Tveir leikir fara fram í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Schalke tekur á móti Galatasaray en fyrri leikur liðanna fór 1-1. Barcelona hefur aftur á móti verk að vinna gegn AC Milan þar sem liðið tapaði fyrri leiknum, 2-0. Börsungar hafa misst fótanna undanfarnar vikur en leikmenn hafa ekki gefist upp.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ribery ekki með gegn Arsenal

    Arsenal á gríðarlega erfiðan leik fyrir höndum í Meistaradeildinni á miðvikudag. Þá sækir liðið Bayern München heim með 3-1 tap á bakinu eftir fyrri leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fetar Rooney sömu slóð og þeir Beckham og Van Nistelrooy?

    Stuðningsmannaklúbbur Manchester United í Englandi styður ákvörðun knattspyrnustjórans Sir Alex Ferguson að láta stjörnuleikmanninn Wayne Rooney dúsa á bekknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið en Guardian kannaði hljóðið í forystumanni klúbbsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Rio ekki refsað fyrir dómara-klappið

    Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, verður ekki refsað af UEFA fyrir hegðun sína eftir tapleik United á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Enski miðvörðurinn var afar pirraður út í dómarann eftir leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi: Við vitum hvað er að

    Lionel Messi tjáði sig um slæmt gengi Barcelona-liðsins í gær en liðið er búið að tapa þremur stórleikjum á stuttum tíma, einum í Meistaradeildinni á móti AC Milan og svo tveimur á nokkrum dögum á móti erkifjendunum í Real Madrid.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United tekið fyrir hjá UEFA

    Manchester United verður mögulega refsað fyrir að fara ekki að reglum eftir leik liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo: Ánægður en líka leiður vegna Manchester United

    Cristiano Ronaldo tryggði Real Madrid sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær þegar hann skoraði sigurmarkið í seinni leiknum á móti sínum gömlu félögum í Manchester United í fyrsta leik sínum á Old Trafford síðan að hann yfirgaf United sumarið 2009.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hægt að kaupa vinstri fót Messi á 662 milljónir

    Japanir eru hrifnir af Argentínumanninum Lionel Messi eins og restin af heiminum og nú er hægt að kaupa nákvæma eftirlíkingu af vinstri fæti Messi í Tókíó. Styttan er úr gulli og er metin á um 3,5 milljónir punda eða 662 milljónir íslenskra króna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Duglegur að reka leikmenn útaf hjá enskum liðum

    Tyrkneski dómarinn Cüneyt Cakir komst heldur betur í sviðsljósið á Old Trafford í gær þegar hann rak Nani, leikmann Manchester United, útaf með beint rautt spjald í stöðunni 1-0 fyrir United. Real Madrid skoraði tvö mörk manni fleiri og komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti