Ajax fór áfram en Celtic og Fenerbahce eru úr leik Þriðja umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld og þekktustu félögin til að falla úr keppni voru skoska liðið Celtic og tyrkneska liðið Fenerbahce. Fótbolti 4. ágúst 2010 22:00
Sölvi Geir og félagar slógu út FH-banana í BATE Borisov Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn slógu í kvöld út FH-banana í BATE Borisov í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann seinni leikinn 3-2 á Parken eftir að þau gerðu markalaust jafntefli í Hvíta-Rússlandi í síðustu viku. Fótbolti 4. ágúst 2010 20:00
FCK hélt jöfnu gegn BATE í Hvíta-Rússlandi BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og danska félagið FC Kaupmannahöfn gerðu í dag markalaust jafntefli í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 28. júlí 2010 19:11
Carvalho dreymir um að komast til Real Madrid Ricardo Carvalho hefur biðlað til Real Madrid um að kaupa hann frá Chelsea. Portúgalski miðvörðurinn vill endilega komast aftur til Jose Mourinho sem kom með Carvalho með sér frá Porto til Chelsea árið 2004. Fótbolti 24. júlí 2010 18:00
Afleitt Evrópusumar íslenskra liða - átta töp í tíu Evrópuleikjum Íslensku karlaliðin í Evrópukeppnunum félagsliða luku keppni í gær þegar Breiðablik og KR féllu úr leik í Evrópudeildinni. Kvöldið áður höfðu Íslandsmeistarar FH-inga fallið úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar. Íslenski boltinn 23. júlí 2010 11:00
Redknapp: Tottenham getur alveg orðið meistari Harry Redknapp, stjóri Tottenham Hotspur, er sannfærður um að sitt lið geti barist um enska meistaratitilinn á þessu tímabili en hann kom liðinu frekar óvænt inn í Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Enski boltinn 22. júlí 2010 11:30
Matthías: Ætluðum ekki að tapa stórt Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, var einn af örfáum leikmönnum liðsins sem reyndu að gefa af sér í leiknum gegn BATE Borisov í kvöld. Fótbolti 21. júlí 2010 21:48
FH úr leik eftir andlausa frammmistöðu FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals. Fótbolti 21. júlí 2010 20:57
Marklínu-dómararnir verða í Meistaradeildinni í vetur Það verða fimm dómarar á vellinum í Meistaradeildinni á komandi tímabili en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti þetta í dag. Það var gerð tilraun með tvo auka aðstoðardómara í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og henni verður haldið áfram á komandi tímabili. Fótbolti 21. júlí 2010 17:45
Forseti Internazionale ekki viss um Rafael Benitez Massimo Moratti, forseti Evrópumeistarana í Internazionale, er ekki viss um hvort að hann vilji ráða Rafael Benitez sem eftirmann Jose Mourinho. Fótbolti 6. júní 2010 12:30
Bernd Schuster spáir því að fyrsta árið hans Mourinho verði erfitt Bernd Schuster, fyrrum leikmaður og þjálfari Real Madrid, spáir því að fyrsta árið hans Jose Mourinho hjá Real Madrid muni reynast honum mjög erfitt. Þjóðverjinn segir að Mourinho megi ekki látast blekkjast af viðbrögðunum á fyrstu dögum hans í starfi því þeir séu bara eins og brúðskaupsferðin. Fótbolti 3. júní 2010 13:00
Er Real tilbúið að eyða 183 milljónum evra í Rooney, Milito og Maicon? Það er búið að vera mikið um vangaveltur í enskum og spænskum fjölmiðlum yfir hver munu verða næstu skref hjá Jose Mourinho í að setja saman nýtt meistaralið hjá Real Madrid. Mourinho hefur ekki viljað segja neitt en þrír leikmenn eru sagðir vera mjög ofarlega á listanum hjá honum. Fótbolti 2. júní 2010 10:00
Mourinho búinn að bjóða Raúl að vera í Materazzi-hlutverki hjá Real Spænskir fjölmiðlar hafa skrifað um það í morgun að Jose Mourinho sé búinn að bjóða Raúl González hlutverk í Real Madrid liðinu undir sinni stjórn. Mourinho fundaði með Raúl á Santiago Bernabéu áður en hann hitti blaðamenn þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari Los Galácticos. Fótbolti 1. júní 2010 15:00
Mourinho: Menn hækka um milljón við hvert orð svo að ég segi ekkert Jose Mourinho, nýi þjálfari Real Madrid, vildi ekkert segja frá því á blaðamannafundinum í gær hvaða leikmenn hann ætlar að kaupa til spænska stórliðsins sem fór mikinn á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Mourinho sagðist vera mjög ánægður með leikmannahópinn en það vantaði bara 3 til 4 leikmenn til þess að liðið geti spilað eftir sinni hugmyndafræði. Fótbolti 1. júní 2010 09:30
Jose Mourinho mættur á Santiago Bernabeu - myndir Blaðamannaherbergið á Santiago Bernabeu var troðfullt í dag þegar Jose Mourinho var kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins en honum er ætlað að gera það sem Manuel Pellegrini tókst ekki á nýloknu tímabili - að vinna titla. Fótbolti 31. maí 2010 16:30
Fyrrum leikmaður Barcelona: Van Gaal er eins og Hitler Louis Van Gaal, þjálfari Bayern Munchen, er ekki fyrir alla þrátt fyrir að þessi frábæri þjálfari hafi náð einstökum árangri á sínum þjálfaraferli. Einn af þeim sem á óuppgerðar sakir við hollenska þjálfarann er Brasilíumaðurinn Giovanni sem spilaði fyrir hann hjá Barcelona á árunum 1997 til 1999. Fótbolti 31. maí 2010 15:00
Sagan, slakt gengi og væntingarnar drógu Mourinho til Real Madrid José Mourinho var nú rétt áðan kynntur sem nýr þjálfari spænska liðsins Real Madrid en hann er níundi þjálfari félagsins á sex árum. Mourinho gerði fjögurra ára samning við Real Madrid. Fótbolti 31. maí 2010 13:30
Fimm dómarar í Meistaradeildinni líka Frá og með næstu leiktíð verða fimm dómarar í Meistaradeild Evrópu, rétt eins og var í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Sama verður uppi á teningnum í öllum leikjum í undankeppni EM 2012. Fótbolti 28. maí 2010 09:30
Mourinho grét á öxlinni á Materazzi þegar þeir kvöddust - myndband Það var skiljanlega ekki auðvelt fyrir Jose Mourinho að kveðja leikmenn og samstarfsmenn sína hjá Internazionale eftir sigurinn í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Mourinho er á leiðinni til Real Madrid þrátt fyrir að allir hafi grátbeðið hann um að vera áfram hjá Inter. Fótbolti 26. maí 2010 15:45
Real fær ekki aukagreiðslu frá Inter vegna Sneijder Massimo Moratti, forseti Inter, segir að það sé rangt sem fram hafi komið í ítölskum fjölmiðlum í liðinni viku að Inter þurfi nú að greiða Real Madrid sérstaka aukagreiðslu. Fótbolti 23. maí 2010 22:30
Maicon spenntur fyrir Real Maicon, leikmaður Inter, segist spenntur fyrir því að fá að fylgja Jose Mourinho til Real Madrid fyrir næsta tímabil. Fótbolti 23. maí 2010 20:15
Moratti: Mourinho er ógleymanlegur Massimo Moratti, forseti Evrópumeistara Inter, vonast enn til að Jose Mourinho verði áfram knatspyrnustjóri félagsins þó svo að allar líkur séu á að hann sé á leið til Real Madrid. Fótbolti 23. maí 2010 18:45
Mourinho: Real eina félagið sem vill fá mig Jose Mourinho segir að Real Madrid sé eina félagið sem vilji fá hann og gaf sterklega til kynna að hann væri á leið til Madrídar í sumar. Fótbolti 23. maí 2010 13:15
Myndasyrpa af fögnuði Evrópumeistaranna Inter frá Ítalíu varð í gær Evrópumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Bayern München, 2-0, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madrídarborg í gær. Fótbolti 23. maí 2010 12:45
Louis van Gaal: Smáatriðin skipta máli Louis van Gaal, þjálfari FC Bayern, var að vonum ósáttur eftir 2-0 tap liðsins gegn Inter í kvöld. Hann segir liðið ekki hafa fundið sig í leiknum. Fótbolti 22. maí 2010 22:40
Mourinho: Ekkert meira fyrir mig að gera hér Snillingurinn José Mourinho, þjálfari Inter, sagði eftir sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld að hann sé líklega á förum frá félaginu þar sem hann hafi ekkert meira að gera þarna, búinn að vinna allt. Fótbolti 22. maí 2010 22:30
Goran Pandev: Þetta er draumur Goran Pandev, leikmaður Inter, sagði eftir sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu að þetta væri draumur en hann hefur sigrað þrjá titla á aðeins sex mánuðum með liðinu en Inter keypti leikmanninn frá Lazio í janúar. Inter sigraði FC Bayern 2-0 með mörkum frá Diego Milito. Fótbolti 22. maí 2010 22:12
Diego Milito: Ótrúlega ánægður Diego Milito, leikmaður Inter, var stjarna kvöldsins en hann skoraði bæði mörk Inter er liðið sigraði FC Bayern 2-0 í úrslitaleik Meistaradeildar evrópu. Fótbolti 22. maí 2010 21:19
Hinn sérstaki fullkomnaði þrennuna - Inter Evrópumeistari Jose Mourinho landaði þrennunni í kvöld er lið hans Inter tryggði sér Evrópumeistaratitilinn með 2-0 sigri gegn FC Bayern. Diego Milito skoraði bæði mörk Inter-liðsins í kvöld. Fótbolti 22. maí 2010 20:33
Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Louis van Gaal, þjálfari Bayern München, er þegar búinn að gera Bayern München að tvöföldum meisturum í Þýskalandi og næst á dagskrá er að vinna Meistaradeildina á Santiago Bernabeu á morgun. Fótbolti 21. maí 2010 18:00