Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sölvi Geir og félagar slógu út FH-banana í BATE Borisov

    Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn slógu í kvöld út FH-banana í BATE Borisov í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann seinni leikinn 3-2 á Parken eftir að þau gerðu markalaust jafntefli í Hvíta-Rússlandi í síðustu viku.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carvalho dreymir um að komast til Real Madrid

    Ricardo Carvalho hefur biðlað til Real Madrid um að kaupa hann frá Chelsea. Portúgalski miðvörðurinn vill endilega komast aftur til Jose Mourinho sem kom með Carvalho með sér frá Porto til Chelsea árið 2004.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    FH úr leik eftir andlausa frammmistöðu

    FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Marklínu-dómararnir verða í Meistaradeildinni í vetur

    Það verða fimm dómarar á vellinum í Meistaradeildinni á komandi tímabili en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti þetta í dag. Það var gerð tilraun með tvo auka aðstoðardómara í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og henni verður haldið áfram á komandi tímabili.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bernd Schuster spáir því að fyrsta árið hans Mourinho verði erfitt

    Bernd Schuster, fyrrum leikmaður og þjálfari Real Madrid, spáir því að fyrsta árið hans Jose Mourinho hjá Real Madrid muni reynast honum mjög erfitt. Þjóðverjinn segir að Mourinho megi ekki látast blekkjast af viðbrögðunum á fyrstu dögum hans í starfi því þeir séu bara eins og brúðskaupsferðin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Menn hækka um milljón við hvert orð svo að ég segi ekkert

    Jose Mourinho, nýi þjálfari Real Madrid, vildi ekkert segja frá því á blaðamannafundinum í gær hvaða leikmenn hann ætlar að kaupa til spænska stórliðsins sem fór mikinn á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Mourinho sagðist vera mjög ánægður með leikmannahópinn en það vantaði bara 3 til 4 leikmenn til þess að liðið geti spilað eftir sinni hugmyndafræði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jose Mourinho mættur á Santiago Bernabeu - myndir

    Blaðamannaherbergið á Santiago Bernabeu var troðfullt í dag þegar Jose Mourinho var kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins en honum er ætlað að gera það sem Manuel Pellegrini tókst ekki á nýloknu tímabili - að vinna titla.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fyrrum leikmaður Barcelona: Van Gaal er eins og Hitler

    Louis Van Gaal, þjálfari Bayern Munchen, er ekki fyrir alla þrátt fyrir að þessi frábæri þjálfari hafi náð einstökum árangri á sínum þjálfaraferli. Einn af þeim sem á óuppgerðar sakir við hollenska þjálfarann er Brasilíumaðurinn Giovanni sem spilaði fyrir hann hjá Barcelona á árunum 1997 til 1999.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fimm dómarar í Meistaradeildinni líka

    Frá og með næstu leiktíð verða fimm dómarar í Meistaradeild Evrópu, rétt eins og var í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Sama verður uppi á teningnum í öllum leikjum í undankeppni EM 2012.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Moratti: Mourinho er ógleymanlegur

    Massimo Moratti, forseti Evrópumeistara Inter, vonast enn til að Jose Mourinho verði áfram knatspyrnustjóri félagsins þó svo að allar líkur séu á að hann sé á leið til Real Madrid.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Ekkert meira fyrir mig að gera hér

    Snillingurinn José Mourinho, þjálfari Inter, sagði eftir sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld að hann sé líklega á förum frá félaginu þar sem hann hafi ekkert meira að gera þarna, búinn að vinna allt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Goran Pandev: Þetta er draumur

    Goran Pandev, leikmaður Inter, sagði eftir sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu að þetta væri draumur en hann hefur sigrað þrjá titla á aðeins sex mánuðum með liðinu en Inter keypti leikmanninn frá Lazio í janúar. Inter sigraði FC Bayern 2-0 með mörkum frá Diego Milito.

    Fótbolti