Walcott: Sýndum frábæran karakter „Þetta var klárlega frábær leikur fyrir alla hlutlausa sem fylgdust með. Að fá að taka þátt í þessum leik var meiriháttar," sagði Theo Walcott, leikmaður Arsenal, en innkoma hans í kvöld skipti sköpum. Fótbolti 31. mars 2010 22:30
Wenger: Jafntefli var sanngjörn niðurstaða „Byrjunin á leiknum var okkur afar erfið. Barcelona hefði hæglega getað skorað nokkur mörk á fyrstu 20 minútum leiksins," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leikinn við Barcelona í kvöld. Fótbolti 31. mars 2010 21:48
Fletcher: Óttumst engan á Old Trafford Darren Fletcher segir að Manchester United óttist engan á heimavelli. Liðið tapaði fyrri leiknum 2-1 gegn FC Bayern en liðin mætast næsta miðvikudag í seinni leiknum á Old Trafford. Fótbolti 31. mars 2010 20:30
Jafnt á Emirates og Inter vann CSKA Arsenal átti magnaða endurkomu gegn Barcelona í kvöld. Lokatölur 2-2 í mögnuðum leik. Inter marði síðan 1-0 sigur á CSKA Moskva. Fótbolti 31. mars 2010 17:32
Pjanic: Megum ekki slaka á „Sigurinn var verðskuldaður miðað við þróun leiksins. Þetta voru virkilega góð úrslit fyrir okkur en við megum alls ekki slaka á í seinni leiknum," segir Miralem Pjanic, hinn skemmtilegi nítján ára miðjumaður Lyon. Fótbolti 31. mars 2010 17:30
Zlatan var hjá Arsenal fyrir tíu árum Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður Barcelona, var til reynslu hjá Arsenal átján ára gamall. Zlatan er í dag tíu árum eldri. Fótbolti 31. mars 2010 16:15
Marca: Fabregas með í kvöld Fréttavefur spænska blaðsins Marca greinir frá því að Cesc Fabregas sé klár í bátana og leiki með Arsenal gegn Barcelona í kvöld. Fótbolti 31. mars 2010 15:37
Edwin van der Sar: Við getum alveg spilað án Wayne Rooney Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, hefur ekki áhyggjur af því að United-liðið geti ekki spjarað sig án framherjans Wayne Rooney sem hefur farið á kostum á tímabilinu en meiddist á ökkla í Munchen í gær. Fótbolti 31. mars 2010 15:15
Rooney frá í tvær til fjórar vikur - myndband Wayne Rooney verður líklega frá keppni í tvær til fjórar vikur. Sky fréttastofan hefur greint frá þessu. Rooney meiddist á ökkla í tapi Manchester United gegn Bayern München í gær. Enski boltinn 31. mars 2010 12:06
Jose Mourinho: Ég þoli ekki ítalskan fótbolta Það er ekki margt sem bendir til þess að Jose Mourinho verði áfram í ítalska fótboltanum enda er portúgalski stjórinn kominn í mikið stríð við knattspyrnuyfirvöld á Ítalíu. Fótbolti 31. mars 2010 11:30
40 prósent líkur á því að Fabregas spili á móti Barcelona í kvöld Arsene Wenger, stjóri Arsenal, metur það sem svo að það séu 40 prósent líkur á að fyrirliði hans, Cesc Fabregas, geti verið með í fyrri leiknum á móti Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hann fer fram á Emirates-leikvanginum í kvöld. Fótbolti 31. mars 2010 10:30
Allir bíða eftir niðurstöðunni úr myndatökunni af ökkla Rooney Stuðningsmenn Manchester United og enska landsliðsins bíða nú frétta af myndatökunni af ökkla Wayne Rooney sem meiddist á lokasekúndunni í 1-2 tapi á móti Bayern Munchen í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Enski boltinn 31. mars 2010 09:30
Van Gaal: Spiluðum ótrúlegan fótbolta Hinn hollenski þjálfari FC Bayern, Louis Van Gaal, var í skýjunum með frammistöðu síns liðs gegn Man. Utd í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 30. mars 2010 23:14
Rooney tæpur fyrir leikinn gegn Chelsea Áföllin dundu yfir Man. Utd á lokamínútunni á Allianz Arena í kvöld. Nokkrum sekúndum áður en Bayern skoraði sigurmarkið meiddist Wayne Rooney á ökkla og haltraði af velli. Fótbolti 30. mars 2010 21:55
Ferguson: Við vorum ekki nógu góðir Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sagði eftir tap sinna manna gegn FC Bayern í kvöld að hans lið hefði einfaldlega ekki spilað nógu vel. Fótbolti 30. mars 2010 21:24
Meistaradeildin: Sigrar hjá Bayern og Lyon FC Bayern náði fram hefndum fyrir tapið í Meistaradeildinni árið 1999 með því að skora á lokaandartaki leiksins gegn Man. Utd í kvöld og tryggja sér 2-1 sigur. Sport 30. mars 2010 17:14
Ætli Bayern-menn séu nokkuð búnir að gleyma 26. maí 1999? - myndasyrpa Bayern Munchen tekur í kvöld á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Manchester United hefur aðeins náð að vinna einn af sjö leikjum sínum á móti Bayern Munchen en sá sigur var örugglega sætari en þeir flestir. Fótbolti 30. mars 2010 15:30
Fabregas æfði ekki með Arsenal í dag - pabbi hans spáir því að hann spili Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, æfði ekki með liði sínu í dag, daginn fyrir fyrri leikinn á móti Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það er mjög tvísýnt hvort að Spánverjinn snjalli geti verið með á Emirates-vellinum á morgun. Fótbolti 30. mars 2010 14:30
Franck Ribery: Manchester United er eins manns lið Frakkinn Franck Ribery hefur bæst í Bayern-kórinn þar sem leikmenn þýska liðsins tala stanslaust um það að ensku meistararnir í Manchester United standi og falli með einum manni - Wayne Rooney. Fótbolti 30. mars 2010 13:30
Didier Drogba fékk tveggja leikja bann - á skilorði til ársins 2013 Didier Drogba, framherji Chelsea, missir af tveimur fyrstu leikjum liðsins í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir að aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins dæmdi hann í tveggja leikja bann fyrir að stíga á Inter-manninn Thiago Motta. Fótbolti 30. mars 2010 13:00
Alex Ferguson: Höfum aldrei verið betri á tímabilinu en einmitt núna Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er á því að lykillinn að frábæru gengi liðsins upp á síðkastið. sé að hann hafi endurheimt miðvarðarparið sitt. Fótbolti 30. mars 2010 12:30
Bayern bíður og vonast eftir góðum fréttum af Robben og Ribery Það mun ekki koma í ljós fyrr en skömmu fyrir fyrri leik Bayern Munchen og Manchester United í kvöld í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar hvort tvær helstu stjörnur þýska liðsins geti tekið þátt í leiknum. Fótbolti 30. mars 2010 10:30
Iniesta ekki með gegn Arsenal Andres Iniesta getur ekki leikið með Barcelona gegn Arsenal í Meistaradeildinni á miðvikudag. Hann meiddist í sigurleik Börsunga gegn Mallorka í gær. Fótbolti 28. mars 2010 18:00
Bæjarar óttast Wayne Rooney Franz Beckenbauer, forseti þýska liðsins FC Bayern, segir að hans lið óttist Wayne Rooney í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæjarar leika gegn Englandsmeisturum Manchester United. Fótbolti 24. mars 2010 17:30
Pedro hjá Barcelona: Lionel Messi er betri en Diego Maradona Pedro Rodriguez, liðsfélagi Lionel Messi hjá Barcelona, sparar ekki hrósið á Argentínumanninn eftir átta mörk hans á síðustu átta dögum. Pedro Rodriguez talaði um félaga sinn í viðtalið við spænska blaðið Marca. Fótbolti 22. mars 2010 23:45
Forseti Bordeaux: Vonuðumst ekki eftir þessum drætti Jean-Louis Triaud, forseti franska liðsins Bordeaux, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með dráttinn í Meistaradeildinni í dag. Það verður boðið upp á franskan slag milli Lyon og Bordeaux. Fótbolti 19. mars 2010 17:15
Sir Alex: Eigum góða möguleika Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að félagið eigi góða möguleika á að komast áfram í Meistaradeildinni. Liðið mætir FC Bayern í átta liða úrslitum. Fótbolti 19. mars 2010 15:30
Rummenigge: Man Utd sigurstranglegra Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður þýska liðsins Bayern München, segir að hans menn eigi erfitt en skemmtilegt verkefni fyrir höndum að mæta Manchester United. Fótbolti 19. mars 2010 12:07
Arsenal fékk Barcelona - FC Bayern og Man Utd mætast Dregið hefur verið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og einnig var dregið í undanúrslit. Fótbolti 19. mars 2010 11:18
Í beinni: Meistaradeildardrátturinn Dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. Einnig verður dregið í undanúrslit keppninnar. Sýnt verður beint frá drættinum hér Vísi en útsending hefst klukkan 10:55. Fótbolti 19. mars 2010 09:15