Cristiano Ronaldo: Real Madrid verður besta liðið árið 2010 Cristiano Ronaldo var spenntur fyrir nýju ári þegar hann ræddi við spænska blaðið Marca á gamlársdag. Portúgalinn er sannfærður um að Real Mardir steypi Barcelona af pallinum sem besta fótboltalið heimsins. Fótbolti 1. janúar 2010 19:30
Ancelotti: Við erum tilbúnir í að vinna Mourinho og Inter Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur hafið sálfræðistríðið snemma fyrir viðureignir Chelsea og ítalska liðsins Inter í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikirnir fara fram 24. febrúar og 16. mars. Fótbolti 30. desember 2009 18:15
Messi: Ég ætla að spila betur fyrir Argentínu á HM Lionel Messi var auðmjúkur þegar hann tók við enn einum verðlaunum í gær nú sem besti knattspyrnumaður heims. Hann notaði tækifærið og reyndi að blíðka landa sinna í Argentínu sem hafa gagnrýnt hann mikið fyrir frammistöðuna með argentínska landsliðinu. Fótbolti 22. desember 2009 14:30
Leonardo hjá AC Milan: Ánægður með liðið mitt eins og það er í dag Leonardo, þjálfari AC Milan, er ekkert að hafa áhyggjur af því þótt að félagið hans ætli ekki að versla sér nýja leikmenn þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði. Fótbolti 18. desember 2009 22:30
Figo: Þekking Mourinho á Chelsea mun hjálpa okkur Luis Figo, stjórnarmaður hjá Inter, segir það vera Inter í hag í slagnum gegn Chelsea í Meistaradeildinni hversu vel Jose Mourinho, þjálfari Inter, þekkir Chelsea-liðið. Fótbolti 18. desember 2009 14:30
Milan mætir Manchester United David Beckham varð að ósk sinni því AC Milan mætir Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í dag. Fótbolti 18. desember 2009 11:22
Beckham vill mæta United í Meistaradeildinni David Beckham vonast til þess að mæta fyrrum félögum sínum í Man. Utd í Meistaradeildinni í ár. Beckham gengur í raðir AC Milan eftir áramót og félagið gæti vel dregist gegn United í sextán liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 16. desember 2009 14:15
Lofar fjölskyldunni öðrum úrslitaleik í Meistaradeildinni Darren Fletcher, leikmaður Man. Utd, hefur lofað fjölskyldu sinni að draga Man. Utd aftur í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Fletcher missti af úrslitaleiknum í fyrra er hann fékk glórulaust rautt spjald gegn Arsenal í undanúrslitunum. Fótbolti 13. desember 2009 13:00
Ancelotti vill frekar mæta Inter en AC Milan Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki spenntur fyrir því að mæta sínum gömlu lærisveinum í AC Milan í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann segist frekar kjósa að dragast gegn Ítalíumeisturum Inter. Fótbolti 11. desember 2009 14:45
Vanvirðing við Meistaradeildina að tefla fram leikskólaliði Þýska goðsögnin Matthias Sammer segir að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, beri ekki næga virðingu fyrir Meistaradeildinni og það hafi sýnt sig í gær er hann tefldi fram það sem Sammer kallar leikskólalið. Fótbolti 10. desember 2009 11:15
Benitez: Það eru líka góð lið í Evrópudeildinni Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að það þýði lítið að væla um að liðið er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í ár. Fótbolti 9. desember 2009 22:49
Gerrard: Vorum ekki nógu góðir Steven Gerrard segir að ástæðan fyrir því að Liverpool komst ekki áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu er sú að liðið hafi ekki verið nógu gott í keppninni. Fótbolti 9. desember 2009 22:38
Markvörðurinn skoraði dýrmætt jöfnunarmark Það er nokkuð algeng sjón að sjá markverði í sóknum sinna liða í lok þýðingarmikilla leikja. Það bar árangur þegar að Standard Liege og AZ Alkmaar mættust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 9. desember 2009 22:21
Byrjunarlið Arsenal það yngsta frá upphafi Byrjunarliðið sem Arsene Wenger, stjóri Arsenal, teflir fram í leiknum gegn Olympiakos í kvöld er það yngsta frá því að keppni í Meistaradeild Evrópu hófst. Fótbolti 9. desember 2009 19:41
Inter og Barca áfram - Liverpool tapaði Fjögur síðustu liðin tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er síðustu átta leikir riðlakeppninnar fóru fram. Fótbolti 9. desember 2009 17:22
Dick Advocaat er orðinn þjálfari AZ Alkmaar Dick Advocaat, núverandi þjálfari belgíska landsliðsins, hefur tekið við þjálfarastöðunni hjá AZ Alkmaar af Ronald Koeman sem var rekinn frá hollenska úrvalsddeildarliðinu um helgina. Fótbolti 9. desember 2009 16:00
Þjálfari Debrecen: Við töpum örugglega fyrir Lyon Það verður seint sagt að það ríki bjartsýni hjá þjálfara Debrecen, Andras Herczeg, fyrir leikinn gegn Lyon í Meistaradeildinni. Hann er nánast búinn að bóka tap fyrir leikinn. Fótbolti 9. desember 2009 15:30
Louis Van Gaal: Bayern yfirspilaði Juventus frá byrjun Bayern Munchen tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær með frábærum 4-1 sigri á Juventus sem sat fyrir vikið eftir og þarf að taka þátt í Evrópudeildinni eins og Liverpool. Fótbolti 9. desember 2009 14:00
CSKA Moskva verður ekki rekið úr Meistaradeildinni CSKA Moskva verður ekki rekið úr Meistaradeildinni þó svo tveir leikmenn liðsins hafi fallið á lyfjaprófi eftir leik liðsins gegn Man. Utd. Fótbolti 9. desember 2009 12:45
Ferguson ánægður með Owen Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með frammistöðu Michael Owen sem skoraði þrennu í 3-1 sigri liðsins á Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 8. desember 2009 23:09
Úrslit: Meistaradeild Evrópu Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og er fylgst með framgangi þeirra hér á Vísi. Fótbolti 8. desember 2009 19:18
Á lyfjum gegn Man. Utd Tveir leikmenn CSKA Mosvku voru í dag dæmdir í tímabundið keppnisbann efir að hafa falið á lyfjaprófi eftir leik gegn Manchester United í meistaradeildinni í síðasta mánuði. Fótbolti 8. desember 2009 14:15
Sonur David Gill í hópnum hjá Man. Utd Meiðslavandræði Man. Utd eru það mikil að Sir Alex Ferguson hefur þurft að velja son David Gill, framkvæmdastjóra félagsins, í hópinn fyrir leikinn gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni. Fótbolti 8. desember 2009 13:00
Evans og O'Shea frá þar til í janúar Þeir Jonny Evans og John O'Shea, leikmenn Manchester United, verða báðir frá vegna meiðsla þar til í næsta mánuði. Enski boltinn 7. desember 2009 23:16
Mourinho rekinn ef Inter tapar gegn Rubin Kazan Gamla Inter-goðsögnin, Sandro Mazzola, trúir því að Jose Mourinho verði rekinn sem þjálfari Inter ef liðinu tekst ekki að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 7. desember 2009 15:00
Manchester United viðurkennir áhuga á Edin Dzeko Mike Phelan,aðstoðarþjálfari Manchester United hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á að kaupa Edin Dzeko, framherja þýska liðsins Wolfsburg, í janúar. Bosníumaðurinn hefur verið orðaður við mörg stórlið eftir frábæra frammistöðu í bundesligunni en hann er aðeins 23 ára gamall. Enski boltinn 6. desember 2009 14:00
Danir verða með tvö lið í Meistaradeildinni frá 2011 Danir fögnuðu í gær úrslitunum úr leik Hamburger SV og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en þó af óvenjulegri ástæðu. Hamburger SV vann leikinn 2-0 sem þýddi að skoska liðið Celtic var úr leik í keppninni og Skotar missa annað Meistaradeildarsæti sitt til Dana. Fótbolti 3. desember 2009 13:45
Neville: Liverpool átti bara ekki skilið að fara áfram Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United hefur stráð salti í sárin hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool eftir að félaginu mistókst að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 26. nóvember 2009 16:15
Ítalskir fjölmiðlar segja starf Mourinho í hættu Ítalskir fjölmiðlar halda því margir hverjir fram í dag að Jose Mourinho verði rekinn frá Inter ef liðinu mistekst að vinna sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 26. nóvember 2009 13:15
Í þriðja sinn sem Anelka tryggir Chelsea 1-0 sigur Nicolas Anelka hefur verið betri en enginn fyrir Chelsea í Meistaradeildinni á þessu tímabili því Frakkinn hefur skorað þrjú sigurmörk í fimm leikjum Lundúnaliðsins. Anelka skoraði eina markið í kvöld þegar Chelsea tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna Porto 1-0 í Portúgal. Fótbolti 25. nóvember 2009 23:22
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti